Morgunblaðið - 26.05.2015, Side 12

Morgunblaðið - 26.05.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, ritari Sjálfstæðis- flokksins og þingmaður, var um helgina kjör- inn varafor- maður Evrópu- samtaka íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) á ráðs- fundi samtakanna. Hann tekur við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, en hún hefur gegnt stöðunni síðastliðin fjögur ár. AECR eru alþjóðleg samtök stjórnmálaflokka sem aðhyllast Evrópu- og alþjóðasamstarf auk hugmynda um einstaklingsfrelsi, þingræði og virðingu fyrir fullveldi þjóðríkja. Guðlaugur Þór varaformaður AECR Guðlaugur Þór Þórðarson Meðfram Kringlumýrarbraut í Reykjavík er nú unnið að því að leggja nýja vatnslögn og verður í dag hafist handa við að grafa fyrir henni þvert á Háaleitisbraut. Af þessum sökum verður þeim kafla Háaleitisbrautar sem liggur frá Kringlumýrarbraut að Skip- holti lokað tímabundið. Er áætlað að lokunin vari í viku en brjóta verður lögninni leið um klöpp undir götunni. Framkvæmdin mun ekki hafa áhrif á umferð ökutækja um Kringlumýrarbraut en fólk er hvatt til að sýna aðgát við svæðið. Hluta Háaleitis- brautar lokað í viku Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) halda fyrsta aðalfund sinn á Hótel Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi föstudag. Hefst fund- urinn kl. 13 og stendur til kl. 15. Yfirskrift fundarins er „sameig- inleg markaðssetning og aukin verðmæti“ en á honum verður fjallað um stöðu sjávarútvegsins í dag, starfsemi samtakanna frá stofnun þeirra á síðasta ári og þau tækifæri sem felast í sameiginlegri markaðssetningu sjávarútvegsins á Íslandi. Fyrsti aðalfundur SFS nk. föstudag Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Árgangamót af ýmsum toga eru al- geng á vordögum og fortíðarþráin þá alls ráðandi. Fermingarafmæli eru haldin um allt land, stúdentar heimsækja gömlu skólana sína og sumir minnast gamla barnaskólans síns. Í Breiðagerðisskóla hittist í liðinni viku 12 ára F og minntist þess að hafa lokið fullnaðarprófi vorið 1965 eða fyrir réttum 50 ár- um. Það sem átti að vera stuttur hittingur varð að þriggja tíma sögustund og líflegu spjalli bekkj- arfélaga um gamla tíð. Alls voru 33 nemendur í bekkn- um eins og algengt var í skólanum. Breiðagerðisskóli var þá þrísetinn og nemendur alls um eitt þúsund, en eru nú um þriðjungur af þeim fjölda. Á þessum árum var margt ungt fólk í Smáíbúða- og Bústaða- hverfum og algengt að börn í fjöl- skyldum væru 4-5. Sú gamla regla að nemendur röð- uðu sér í tvöfalda röð fyrir utan skólastofuna var í heiðri höfð á endurfundunum í síðustu viku, stelpurnar fremst og strákarnir á eftir. Síðan var gengið fylktu liði inn í stofuna þar sem bekkjarsystk- inin minntust með hlýju síns gamla kennara, Svavars Helgasonar, en hann lést af slysförum árið 1975. Afreksmenn og fegurðardrottning Guðmundur Stefánsson, sviðs- stjóri á landverndarsviði Land- græðslunnar, er einn bekkjarfélag- anna. Hann rifjar upp að einn veturinn mætti F-bekkurinn klukk- an 11.15 í skólann, en þá var Guð- mundur yfirleitt búinn að vinna í fiskbúðinni hjá Gissuri Kristjáns- syni í Ásgarði frá því klukkan 8 um morguninn. Verkefnin voru ýmiss konar, m.a. að hakka fisk og vigta kartöflur. Það kom fyrir að Guð- mundur fór beint úr vinnunni í skól- ann í vinnugallanum. Svavar kenn- ari sagði ekki mikið þó örlaði á fisklykt í stofunni, kannski bara „Jæja, Guðmundur minn, svo þú komst beint úr vinnunni“. Guðmundur segir að bekkurinn hafi ekki haldið hópinn sérstaklega fram til þessa þó samband milli ein- staklinga hafi ekki rofnað, enda varð til eitt hjónaband milli bekkj- arfélaga. Með stofnun facebók- arsíðu fyrir nokkrum vikum hefði svo gömul vinátta verið endurnýj- uð. Upp til hópa hefði ræst vel úr hópnum og þó sumir hefðu orðið frægari en aðrir. Í hópnum er m.a. Henný Hermannsdóttir, sem sigr- aði í keppninni Miss Young Int- ernational í Japan árið 1970. Einnig íþróttakempurnar Ólafur Bene- diktsson og Guðjón Magnússon, margfaldir landsliðsmenn í hand- bolta. Byggingameistarinn Snorri Hjaltason, sem byggt hefur yfir 800 íbúðir, var á heimavelli þegar smíðastofa skólans var skoðuð. Að ógleymdu margreyndu fjölmiðla- fólki. Tvö umslög um mánaðamót Uppkomin börn voru nokkuð til umræðu og í ljós kom að a.m.k. ein bekkjarsystranna var orðin lang- amma. Þá kom einnig í ljós að einn strákanna, Guðni Már Hennings- son, útvarpsmaður, átti þriggja ára barn. Hann hafði orð á því að það væri alltaf jafn skemmtilegt að fá um hver mánaðamót bréf frá bæði leikskóla barnsins og Félagi eldri borgara. Að lokinni stund í gömlu kennslu- stofunni leiddi Þorkell Daníel Jóns- son, skólastjóri Breiðagerðisskól- ans, bekkinn um skólann og m.a. voru smíðastofan, sundlaugin og leikfimisalurinn skoðuð. Þessi að- staða vakti upp margar minningar en þótti almennt minni og takmark- aðri en talið hafði verið. Þá var þrísetið í skólanum  Árgangamót algeng og haldin af ýmsu tilefni  Minntust þess að hálf öld er lið- in frá því að þau luku fullnaðarprófi  Fór fyrst í vinnu í fiskbúðinni, svo í skólann Gamla myndin Efsta röð f.v.: Bjarni Elíasson, Snorri Hjaltason, Sveinn Hjörleifsson, Stefán Sigurðsson, Guðni Már Henningsson, Ómar Að- alsteinsson, Óskar Óskarsson (látinn), Guðjón Magnússon, Guðmundur Stef- ánsson, Ólafur Benediktsson, Þorvarður Þórðarson, Yngvi Þ. Magnússon. Næst efsta röð: Jónas Haraldsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Valgerður Vilbergsdóttir, Árný Ingólfsdóttir, Þórunn E. Tómasdóttir, Henný Her- mannsdóttir, Sigríður Þorláksdóttir, Anna María Baldvinsdóttir, Marinó Gíslason, Svavar Helgason kennari. Önnur röð: Sigrún Rebekka Jónsdóttir, Unnur Ingólfdóttir (eiginkona Guðjóns), Helga Valdimarsdóttir, Björg Snorradóttir, Gunnhildur Lýðsdóttir, Dóra Steinsdóttir, Þóra Guðnadóttir. Fremsta röð frá vinstri. Bjargey Elíasdóttir (tvíburasystir Bjarna) Elíasson- ar), Guðrún Eyjólfsdóttir, Una Svane, Klara Árnadóttir. Á myndina vantar Ármann Benediktsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálfri öld síðar Nemendur röðuðu sér upp í tvöfaldri röð eins og venjan var í Breiðagerðisskóla fyrir 50 árum. Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingis- maður frá Hellissandi, lést á Landspítalanum laugardaginn 23. maí síðastliðinn, 88 ára að aldri. Skúli fæddist í Reykjarfirði á Strönd- um 9. september 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason bóndi og Sveinsína Ágústsdóttir húsmóðir. Skúli lauk héraðs- skólaprófi á Reykjanesi 1942 og samvinnu- skólaprófi 1950. Hann stundaði síð- an nám í framhaldsdeild Samvinnu- skólans 1950 til 1951. Hann starfaði sem verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1951 til 1952 og Kaupfélagi Hellissands 1952 til 1955. Á árunum 1954 til 1969 rak hann útgerð og var framkvæmda- stjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá 1961 fram á tíunda áratuginn. Þá var hann forstöðumaður Gistihússins Gimli á Hellissandi frá 1991 þar til Hótel Hellissandur hóf starfsemi en hann var helsti hvatamaður að byggingu þess. Skúli var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954 til 1966, 1970 til 1974 og 1978 til 1981. Hann sat í stjórn landshafnar í Rifi 1959 til 1990. Í flugráði 1980 til 1987 og frá 1991. Í stjórn Sementsverk- smiðjunnar 1980 til 1989 og formaður Skógræktar- og land- verndarfélags undir Jökli síðan 1990. Þá sat hann einnig í stjórnskipaðri nefnd til undirbún- ings stofnun þjóðgarðs undir Jökli síðan 1994. Hann sat á Alþingi sem þingmað- ur Alþýðubandalagsins fyrir Vestur- landskjördæmi á árunum 1979 til 1991. Skúli kvæntist Hrefnu Magnús- dóttur (f. 24. júní 1935) verslunar- manni hinn 23. júní 1955. Börn Skúla og Hrefnu eru Ari, Hulda og Drífa. Andlát Skúli Alexandersson Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.