Morgunblaðið - 26.05.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.2015, Síða 8
Ljósmynd/Bridgesamband Íslands Sigur Landsliðið sátt með árangurinn en það skipa f. v. Kristján M. Gunn- arsson, Gunnlaugur Sævarsson, Bjarni H. Einarsson, Sigurbjörn Haralds- son, Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen. Íslenska landsliðið varði um helgina Norðurlandameistaratitil sinn í opn- um flokki í brids. Mótið var haldið í Færeyjum. Sigur Íslands var afar öruggur og voru úrslitin nánast ráð- in þegar þrjár umferðir voru eftir. Ísland hlaut samtals 128,05 stig en Færeyingar höfnuðu í öðru sæti með 107,33 stig og Danir í þriðja sæti með 101,02 stig. Þetta er langbesti árangur Færeyinga á Norðurlanda- mótinu, en þeir hafa tekið þátt í fjölda ára og ekki unnið til verðlauna fyrr en nú. Norðurlandamótið í brids er hald- ið annað hvert ár og fór íslenska landsliðið með sigur af hólmi í síð- ustu keppni, árið 2013. Lið Íslands í opnum flokki skip- uðu Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Gunnlaugur Sævarsson, Kristján M. Gunnarsson, Jón Bald- ursson og Sigurbjörn Haraldsson. Jón var spilandi fyrirliði með liðinu og honum til aðstoðar er Jafet Ólafs- son. Í kvennaflokki hafnaði íslenska landsliðið í fjórða sæti af fimm. Dan- ir urðu Norðurlandameistarar. Ísland Norðurlandameistari í brids 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Forsætisráðherra er ávíttur fyr-ir að hafa sagt í útvarp að opinberir starfsmenn legðu ekki línur um almenna kjaraþróun. Í framhaldinu hafa menn stokkið upp á nef sér, og sagt ummæli ráð- herrans vera skemmdarverk.    Þeir sem ákváðuað steypa land- inu út í verkföll hafa að sjálfsögðu fengið að tjá sig oft og lengi um þær ógnir sem leitt hafa af þeirri ákvörðun. Með þeim formerkjum þó að vand- ræðin stafi ekki af verkföllunum heldur því hve yfirvöld séu lengi að beygja sig fyrir þeim.    Vel má vera að forsætisráðherraeigi að þegja um það, að op- inberir starfsmenn, sem vilja ekki lúta almennri efnahagsþróun, leggi ekki heildarlínur kjarasamninga.    En þá má hann heldur ekki full-yrða að sólin komi upp í austri, né að dagur komi eftir þenn- an dag. Og síst mætti hann benda á þá kunnu staðreynd að verkföll dragi úr tekjum fyrirtækja, og þjóðarbúsins í heild, en auki þær ekki.    Barði Friðriksson hjá VSÍ sagðieinhvern tíma er deilur voru í hörðum hnút að nú væri rétt að hafa samband við verkalýðsfor- ingja sem hann tilgreindi.    Af hverju hann,“ var spurt. „Jú,mín reynsla er sú, að sá sé dá- lítið veikur fyrir staðreyndum,“ sagði Barði. „Such men are dangerous“ hefði Júlíus Sesar sagt, ef marka má Shakespeare.    Mátti Júlíus Sesar segja það? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mátti hann það? STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skúrir Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 7 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 11 skúrir Brussel 16 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 13 heiðskírt London 16 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 18 alskýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 22 alskýjað Montreal 18 skúrir New York 27 heiðskírt Chicago 20 skúrir Orlando 28 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:39 23:11 ÍSAFJÖRÐUR 3:08 23:53 SIGLUFJÖRÐUR 2:49 23:37 DJÚPIVOGUR 3:00 22:49 Íþróttastuðningshlífar Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum. F A S TU S _H _2 8. 04 .1 5 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn HNJÁHLÍFAR HÁSINA- OG ÖKKLAHLÍFAR OLNBOGAHLÍFAR „Við höfum spil- að á erfiðara móti en þessu, þetta stóð yfir í þrjá daga en Evrópumótin standa yfir í hálf- an mánuð,“ segir Jón Baldursson, spilandi fyrirliði íslenska karla- landsliðsins í brids sem varð Norð- urlandameistari um helgina í Fær- eyjum. „Lykillinn að velgengni er að æfa vel. Íslandsmótið var fyrir mánuði og við höfum verið í lokaundirbún- ingi síðan þá,“ segir Jón. „Þegar vel liggur á okkur erum við lið í heims- klassa,“ segir hann og útskýrir að öflug bridsmenning sé á Íslandi. „Það vantar aðeins yngri menn inn í bridsið núna, það er annað sem glepur unga fólkið í dag. En það hefur verið öflug bridsmenning hjá okkur lengi.“ Hann segir einnig að best sé þegar fólk byrjar að spila brids fyrir tvítugt. Hann tekur fram að landsliðið í ár sé ágætt mið- að við lið fyrri ára. Mótið í ár markaði skemmtileg tímamóti hjá Jóni en 40 ár eru síðan hann spilaði fyrst með landsliðinu. „Það var því tilvalið að vinna mótið af því tilefni,“ segir hann að lokum. Sigur á 40 ára lands- liðsafmæli Jón Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.