Morgunblaðið - 26.05.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.05.2015, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Morgunblaðið/Eggert Óperan Júlíus Vífill Ingvarsson kveður Íslensku óperuna í vor en þar hefur hann bæði sungið í uppfærslum hennar og setið í stjórn um árabil. VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Þegar ég segi skilið við einn vett- vang til að hasla mér völl á öðrum er það sjaldan starfið sjálft sem eft- irsjá er að, heldur fyrst og fremst fólkið sem ég hef unnið með,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson en hann læt- ur af störfum sem stjórnarformaður Íslensku óperunnar núna í vor eftir samfellda stjórnarsetu frá árinu 1998. „Óperan er mér mjög kær enda hef ég sungið í nokkrum óp- eruuppfærslum hennar og setið lengi í stjórn og verið stjórn- arformaður frá árinu 2007. Ég er ekki að segja skilið við hana fyrir fullt og allt enda verð ég áfram reglulegur gestur á sýningum en það mun eflaust fækka tilefnunum til að hitta allt það einstaka fólk sem hefur starfað með mér í Óperunni.“ Söng í gegnum laganámið Júlíus Vífill hefur á undanförnum árum verið þekktur fyrir allt annað en sönginn enda haslað sér völl í borgarpólitíkinni og verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann hefur starfað við lögmennsku og stjórnað stórum fyrirtækjum en söngurinn er þó aldrei langt undan. „Fyrstu kynni mín af sönglistinni voru í menntaskóla og það má segja að sú listgrein hafi heillað mig upp frá því. Auðvitað hafði ég áhuga á annars konar tónlist líka. Fór á tón- leika með Deep Purple og Led Zep- pelin þegar þær hljómsveitir komu hingað en þegar ég heyrði fyrstu óp- eruna varð ekki aftur snúið, söng- dellan var komin til að vera.“ Júlíus sótti snemma söngtíma ásamt því að syngja í kórum en hann lærði m.a. hjá Magnúsi Jónssyni, tenór, og áttu þeir Magnús eftir að verða góðir vinir í kjölfarið. Þegar komið var í háskóla tók lífið aðra stefnu og lagði Júlíus lögfræðina fyrir sig. „Mér leiddist fljótlega lög- fræðin og hugurinn fór að leita út. Þess vegna ákvað ég að setja laga- námið á ís um tíma og skráði mig til náms í Tónlistarháskóla Vín- arborgar eftir inntökupróf þar. Mér varð þó ljóst að það væri kannski ekki skynsamlegt að hætta í lög- fræðinni og snéri því heim og tók 3. og 4. árið saman og lauk svo laga- náminu hér heima. Eftir það fór ég aftur út en að þessu sinni til Ítalíu með Svanhildi konunni minni og við vorum þar allt þar til ég kom heim árið 1982 að beiðni Sveins Ein- arssonar, sem þá var þjóðleik- hússtjóri, og vildi fá mig heim til að syngja eitt af aðalhlutverkunum í verkinu Meyjaskemman.“ Kynslóðaskipti í Óperunni Þegar ein kynslóð kveður sviðið tekur önnur við og þannig koll af kolli. Júlíus segist vera mjög þakk- látur fyrir að hafa náð í skottið á kynslóðinni sem var að hætta þegar hann ákvað að koma heim að syngja. „Margir af þessari gömlu kynslóð sem voru upp á sitt besta upp úr miðri síðustu öld voru enn að syngja þegar ég kom heim frá Ítalíu en voru þó margir að klára sinn feril. Meðal þeirra sem ég söng með á óperusviðinu voru t.d. Þuríður Páls- dóttir, Kristinn Hallsson, Guð- mundur Jónsson o.fl. í Þjóðleikhús- inu og auðvitað söngvarar á borð við Jón Sigurbjörnsson í Íslensku óp- erunni. Mér hefur alltaf þótt aðdá- unarvert hversu margir góðir söngvarar voru af þessari kynslóð, sem hafði svo miklu minna að byggja á en við sem komum á eftir.“ „Við erum því varla baggi á hinu opinbera“  Júlíus Vífill Ingvarsson hættir sem stjórnarformaður Íslensku óperunnar  Aðsókn hefur aukist á sýningar við flutning í Hörpu og Óperan greiðir meira til hins opinbera en nemur árlegum styrk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.