Morgunblaðið - 26.05.2015, Qupperneq 22
H
erdís fæddist á Tún-
götu 37 í Reykjavík
26.5. 1945 en ólst upp
á Víðimelnum. Hún
var í Melaskóla og
Hagaskóla, lauk landsprófi við Von-
arstræti og stúdentsprófi frá MR
1965.
Herdís fór eitt sumar í sveit í
Bræðratungu í Biskupstungum og
var þrjú sumur á Brimilsvöllum á
Snæfellsnesi. Á unglingsárunum var
hún í sumarstörfum á Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur, hjá bygging-
arfulltrúa í Reykjavík, á skrifstofu
Flugfélagsins i Bændahöllinni og hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þá var
hún flugfreyja hjá Loftleiðum um
skeið eftir stúdentspróf.
Herdís nam teiknifræði við verk-
fræðideild HÍ 1970, nam við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands 1982-
85 og lauk BA-prófi í bókasafns- og
upplýsingafræði frá HÍ 1992.
Eftir námið í teiknifræði var Her-
dís teiknari á verfræðistofum í 11 ár,
fyrst hjá Bæjarverkfræðingi í Hafn-
arfirði og síðar á Tækniþjónustunni
sf í Reykjavík. Hún vann við Há-
skólabókasafn, Bókasafn Þjóðminja-
safns Íslands, Bókasafn Myndlista-
og handíðaskóla Íslands, við
Listaháskóla Íslands til 2004, á
Bókasafni Myndlistaskólans í
Reykjavík og við Bókasafn Norræna
hússins. Þá hefur hún sinnt sérverk-
efnum við bókasafn Þjóðminjasafns
Íslands og bókasafn Listasafns Ís-
lands.
Herdís var valin bæjarlistamaður
Seltjarnarness 1997. Hún hefur
fengið viðurkenningar og styrki til
að stunda nám við Haystack lista-
skólann í Maine og einnig við Sä-
tergläntan í Dalarna í Svíþjóð.
Herdís fékk það verkefni hjá
sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju að
vefa listaverk í kirkjuna og var það
helgað í desember 1999. Hún hefur
tekið þátt í samsýningum og hélt
einkasýningu í Norræna húsinu
1998.
Herdís var einn stofnandi Sorop-
timistaklúbbs Hafnafjarðar og
Garðabæjar og stofnfélagi Sorop-
timistaklúbbs Seltjarnarness.
Áhugamál Herdísar eru fjöl-
skyldan, myndlist, útivera, göngu-
ferðir og skíðaferðir: „Ég ferðaðist
talsvert með foreldrum mínum í
æsku en þau settu sig vel inn í stað-
hætti, sögu og sérkenni þar sem far-
ið var um. Sama geri ég en kirkjur
og kirkjulist segja oft mikla sögu.“
Herdís og eiginmaður hennar
voru í gönguhópnum Geirfuglar í 30
Herdís Tómasdóttir myndlistarkona – 70 ára
Ferðagarpar Herdís og Sigurður Kristján heitinn á Geirólfsgnúpi milli Skjaldabjarnarvikur og Sigluvíkur.
Ferðast til að fræðast
Seltjarnarneskirkja Herdís við
verk sitt, Frá myrkri til ljóss.
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015
Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður segist þessa stundinavera með hugann allan við sumarið eftir langan vetur. „Ég ermikill næturhrafn og tími hreinlega ekki að sofa þegar fugl-
arnir byrja að syngja í sumarnóttinni og keyri hægt heim af vinnu-
stofunni í morgunsárið og nýt birtunnar. Ég hyggst fagna fimmtugs-
afmæli mínu rækilega og kætast meðan kostur er en mun síðan
skreppa í Landsveitina. Þar ætla ég að teyga að mér sveitaloftið og
skoða hvernig plönturnar koma undan snjónum við sumarbústað fjöl-
skyldunnar. Þar stendur mikið til í sumar og það þarf að skipuleggja
hitt og þetta.
Ég ætla svo að skila af mér bæjarlistamannstitlinum til næsta lista-
manns Garðabæjar nú í lok maí og ég er nýbúin að koma af mér for-
mennsku í félaginu Íslensk grafík eftir fjögurra ára törn. Ég hlakka
sannarlega til að verða virðuleg fimmtug og slaka á.“
Soffía og Sveinn Erlendsson, eiginmaður hennar, ætla svo að skella
sér til Parísar í júní og skoða heimsborgina, fara í fimmtugsafmæli
góðrar vinkonu í franskri sveit og bralla þar eitthvað í skemmtilegum
hópi fólks á öllum aldri.
„Ég segi stundum að stærstu ákvarðanirnar og viðburðirnir í lífinu
gerist fyrirvaralaust og án þess að maður ráði nokkru þar um. Maður
er nú búinn að vera dálítið heppinn þar. Svo að stundum er gott að
hugsa ekki of mikið og reyna bara að njóta hvers dags. Fyrr en varir
er maður kominn í næsta verkefni.“
Hjónin Soffía og Sveinn við Columbia-háskólann í New York þar sem
Erlendur, sonur þeirra, nemur kvikmyndaleikstjórn.
Hlustar á fuglana
í sumarnóttinni
Soffía Sæmundsdóttir er fimmtug
Mosfellsbær Magni Þór
Arnarsson fæddist á
Akranesi 26. maí 2014.
Hann vó 3.500 g og var
50 cm langur. Foreldrar
hans eru Ásgerður Inga
Stefánsdóttir og
Arnar Þór Egilsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is