Morgunblaðið - 26.05.2015, Side 32

Morgunblaðið - 26.05.2015, Side 32
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 146. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1.Fresta verkföllum um fimm … 2. Sigurvegari í Eurovision … 3. Grunur um kynferðisbrot … 4. „Hann öskrar bara svo hátt“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dúettinn Down & Out heldur tón- leika á Café Rosenberg í kvöld kl. 21. „Down & Out hóf tónlistarterror- istaferil sinn í hjarta húsvísku pönk- bylgjunnar í lok níunda áratugar síð- ustu aldar. Er hann þó ekki pönkhljómsveit í hefðbundnum skiln- ingi heldur meira svona tveir feitir miðaldra menn með kassagítara að leika frumsamin lög af miklu kappi en lítilli forsjá,“ segir í tilkynningu. Dúettinn skipa æskuvinirnir Ár- mann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, aldursforsetar hljóm- sveitarinnar Ljótu hálfvitarnir. Leika af miklu kappi en lítilli forsjá  Megas og Skúli Sverrisson, ásamt hljómsveit, frumflytja Ósómaljóð Þorvalds heitins Þorsteinssonar í heild sinni í Gamla bíói í kvöld kl. 20 og eru tónleikarnir á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Þorvaldur var þekktur sem leikskáld, rithöf- undur og myndlistarmaður en færri þekkja lagasmiðinn Þorvald. „Í ljóðunum tala ímyndaðar per- sónur sem þusast út í lífið og sam- félagið. Þau eru eins og litlir leik- þættir og í þeim má greina kjarnann að mörgu sem Þorvaldur átti seinna eftir að láta frá sér fara. Þar má einn- ig heyra hvernig Þorvaldur hafði strax fundið sinn beitta stíl meðan hann var enn í námi og þau eru mik- ilvæg viðbót við höf- undarverk hans sem spannar tugi bóka og leikrita, auk allra myndlistarsýning- anna,“ segir m.a. um Ósómaljóð á vef Listahá- tíðar. Ósómaljóð Þorvalds flutt í Gamla bíói SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél NV- til, annars vestlæg eða breytileg átt 3-10 og víða skúrir. Hiti 4 til 11 stig, en 1 til 5 stig á NV-verðu landinu. VEÐUR KR-ingar tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu eftir nauman sigur gegn botnliði ÍBV í gær. Val- ur og Fjölnir skildu jöfn í sex marka leik og Fylkir gerði góða ferð suður með sjó þar sem liðið lagði Keflavík. 5. umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum og stórleikur kvöldsins verður í Garðabæ þar sem Íslands- meistarar Stjörnunnar og FH eigast við. »1-8 KR-ingar tylltu sér á toppinn Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hóf utanhússtímabilið vel en hún keppti á tveimur mótum í Belgíu og Hollandi um helgina. Aníta náði góð- um árangri á mótunum tveimur og frammistaða henn- ar lofar svo sann- arlega góðu fyrir tímabilið. »1 Góður árangur hjá Anítu í Belgíu og í Hollandi GR-ingar unnu tvöfaldan sigur á fyrsta stigamóti ársins á Eimskips- mótaröðinni í golfi, sem haldið var af Golfklúbbi Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru. Ragnhildur Kristinsdóttir sigr- aði í kvennaflokki og var það hennar fyrsti sigur á mótaröðinni en Ragn- hildur er aðeins 18 ára gömul. Hjá körlunum sigraði Andri Þór Björns- son. »7 Ragnhildur og Andri fögnuðu í Leirunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bolli Pétur Bollason ólst upp í Lauf- ási við Eyjafjörð þar sem faðir hans og nafni, Gústavsson, þjónaði sem prestur um langt skeið. Bolli yngri gegnir nú sama starfi á sama stað. Er auk þess frístundabóndi og nú rithöfundur. Var að senda frá sér smásögur, bókina Kveikjur. „Helsta kveikjan að gerð bókar- innar er sú löngun að bjóða upp á hugleiðingar úr nútímanum með dæmisögum sem hvetja til samtals og vangaveltna,“ segir Bolli. „Ég ákvað að skrifa 40 sögur, með smá aðstoð konu minnar og dóttur sem eiga hvor sína kveikjuna í bókinni. 40 er mystísk tala að mínu mati og góður rammi enda ósjaldan notuð sem tímarammi utan um mjög krefjandi aðstæður í Biblí- unni.“ Hann nefnir eyðimerkur- göngu Ísraelsmanna, freistingu Jesú í eyðimörkinni og Nóa í synda- flóðinu. Bolli kveðst í bókinni oft lýsa mjög krefjandi aðstæðum sem eru skáldskapur „en reynslumyndir úr bernsku minni, lífi og starfi og um- hverfi læðast inn í sumar sögurnar. Þetta eru allt sögur sem hæglega geta gerst í raun og mörg okkar geta samsamað sig við“. Sauðburður stendur nú sem hæst í Laufási sem annars staðar. Bolli tekur yfirleitt næturvaktina. „Góðar hugmyndir kvikna mjög oft í fjár- húsinu,“ segir hann. Í bókinni er snert á siðferðisleg- um álitamálum, þjóðfélagsmeinum og trúnni í ýmsum myndum. „Reiði kemur talsvert fyrir og sýnist mér sem það endurspegli nokkuð sam- tímann, samfélagið er á margan hátt reitt vegna þeirrar ólgu og margvíslegra hræringa sem hafa ríkt í þjóðfélaginu í heldur langan tíma. Það sést á orðræðunni að ófáir eru að fást við reiðina og hún getur verið margþætt, þjóðfélagsmál í bland við einkamál, þess vegna óuppgerð frá fyrri tíð. Í sögunum er sömuleiðis hvatt til þess að byrgja ekki reiðina inni heldur fjalla um raunverulega ástæðu hennar við fólk sem við treystum, finna henni farveg,“ segir Bolli. Hann skrifar um fóstureyð- ingar, líffæragjafir, viðhorf til geðsjúkdóma og aldurs, til samkynhneigðar, eineltis, svo eitthvað sé nefnt. „Málefni samkynhneigðra hafa verið áberandi í umræðu innan kirkjunnar og enn á kirkjan langt í land þar, samanber umfjöllun um samviskufrelsi kirkjunnar þjóna á undan- förnum dögum.“ Bolli hvetur til vangaveltna  Klerkurinn í Laufási sendir frá sér 40 smásögur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Prestur og blekbóndi Bolli Pétur Bollason, prestur í Laufási, frístundabóndi og nú rithöfundur. Þessi mógoltótta gimbur, Móa, fékk að glugga í smásagnasafnið úti í fjárhúsi! Góðar hugmyndir verða oft til þar, segir klerkurinn. Hátíð verður haldin í Laufási fyrstu helgina í ágúst í tilefni af 150 ára af- mæli kirkjunnar fallegu á staðnum. Kirkjan er Bolla hugleikin, ekki bara Laufáskirkja heldur samfélagið, og það sést vel á bókinni. „Ég býð les- andanum upp á dálítið verkefni. Ljósmyndir eftir vin minn og veiði- félaga, Völund Jónsson blaðaljósmyndara, prýða bókina og myndirnar tengjast sögunum sem og ritningarvers sem eru við hverja sögu. Þarna fær lesandinn að tengja við og það gæti jafnvel orðið örvun til að fletta upp í Biblíunni og kynna sér það góða bókasafn sem hefur haft svona mikil áhrif á menn- ingu okkar og tungu. Í lok hverrar sögu eru tvær spurningar, svokallaðar umræðukveikjur, sem eiga að hvetja til samtals og frekari vanga- veltna.“ 150 ára afmæli kirkjunnar HÁTÍÐ Í LAUFÁSI Í BYRJUN ÁGÚST Laufáskirkja Á miðvikudag og fimmtudag Norðan 5-15 m/s, hvassast NV- og V-lands. Rigning með köflum, jafnvel slydda fyrir norðan, en líkur á stöku skúrum syðra. Hiti 2 til 10 stig, mildast á S-landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.