Morgunblaðið - 26.05.2015, Page 24

Morgunblaðið - 26.05.2015, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert farin/n að sjá sambönd þín í jákvæðara ljósi. Hvers vegna ekki að hafa gaman af því? Settu eitthvað á svið sem lað- ar nýja vini og ástmegi að þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Það opnar þér ýmislegt nýtt hversu auðvelt þú átt með að skilja aðstæður ann- arra. Hugsaðu þinn gang og leyfðu tímanum að vinna með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það ríður á miklu að þú dreifir ekki kröftum þínum um of. Fjölskyldumeðlimir sem þú hefur ekki séð í háa herrans tíð láta senn á sér kræla. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú skalt varast að gefa yfirmönnum þínum góð ráð í dag. Gakktu glaður til verka, því þú átt í vændum skemmtileg verkefni sem gera kröfur til allra þinna hæfileika. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt vekja aðdáun annarra sökum skipulagshæfileika þinna og hversu vel þér tekst að nýta tímann. Ykkur langar til að að- stoða einhvern sem þið þekkið í gegnum vinnuna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Engar miklar breytingar eins og er – þú ert þú, bara hamingjusamari. Allir eru að reyna að sanna að þeir hafi rétt fyrir sér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hefur vegnað vel og horfir nú björt- um augum fram á veginn. Eyddu tíma með þeim vinum sem kunna að meta litlu, skrítnu uppátækin þín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk bregst furðulega við vel- gengni þinni. Tilkomumiklar fréttir úr félags- lífinu koma við sögu – ef vinir hafa eitthvað að halda upp á, hefur þú það líka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Gættu þess að láta það ekki stíga þér til höfuðs því það gæti orðið þér að falli. Taktu frekar áhættu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er fyrirmunað að halda þig heima við þessa dagana. Einnig er mögulegt að þú reynir að fá einhvern til þess að breyta lífi sínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Skoðanir þínar eru afar persónu- legs eðlis í dag. Ef þú lofar aðeins minna verður morgundagurinn léttari. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugmyndaauðgi þín dregur langt í samkeppni við aðra. Taktu því vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu. Þessi „sauðburðarlimra“ BjörnsIngólfssonar á Leirnum er hressileg: Hin langhyrnta og lagðprúða Barbara hún lagðist í króna og bar bara, en svo varð hún óð og á öskrinu stóð svo að helst minnti á brjálaðan barbara. Arnar Sigurbjörnsson svaraði að bragði:„Skemmtileg limra, Björn, og minnir mig á eina sem ég krot- aði einhverntíman niður hjá mér. Urmul af afkvæmum bar Nanna, af umhyggju gætti hún barnanna. Og enn heyrist frétt sem eflaust er rétt um gaur sem er búinn að barńana.“ „Skemmtilegur orðaleikur,“ seg- ir Björgvin R. Leifsson. „ Minnir mig á fyrstu limruna (og líklega það fyrsta), sem ég setti á Leirinn: Karlinn hét Jónatan læknir en kona hans Jóna tannlæknir. Ef Jóna’ er tannlæknir og Jónatan læknir, hvort er þá Jónatan(n)læknir?“ Kristján Karlsson orti: „Ég sé ekki sól fyrir yður,“ mælti Sigurður, „hér sé friður.“ Síðan ýtti hann til hliðar frú Iðunni Viðar, sem var ekki til staðar, því miður. Karlinn á Laugaveginum fór á sýningu hjá septem-hópnum: Er punkt hann með pensilbragði á pí hringsins þversum lagði það varð kúltúr hálfverk eða klessumálverk eins og karlinn frá Hriflu sér sagði. Gísli Jónsson orti: „Alltaf leita til laupanna hrafnar, og ég læt þér í staup, Anna Rafnar,“ sagði Lí Pó frá Kína við lagskonu sína er þau komu til Kaupmannahafnar. Sjálfur orti Lí Pó eftir drykkju, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar:́ Ég vakna, því ég heyri fugla fjöld sem fyllir garðinn söngvum; og ég spyr: Hvort mundi vera morgunn eða kvöld? Og mangófuglinn kvakar: Það er vor! ÞÚ heitir þetta vers eftir Súmn- ún Íbn Hamza í þýðingu Helga: Á heimsins unað hef ég glatað trú, en samt er helguð þér mín innsta þrá, og þegar svefninn lokar minni brá á milli auga og augnaloks ert þú. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sauðburðarlimra og orðaleikir Í klípu „ÞAÐ ER MIKIL ÓVISSA Í GANGI – EÐA EKKI – HVER VEIT?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIKUFRÍ? GIFTU ÞIG BARA OG FARÐU Í BRÚÐKAUPSFERÐ Í EINHVERRI AF KAFFIPÁSUNUM ÞÍNUM Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...það sem gerir meðalið svo gott MIG DREYMDI ÞIG Í NÓTT, LÍSA EN SÆTT MIG DREYMDI LÍKA GODZILLA SITTHVOR DRAUMURINN VONA ÉG VIÐ SKULUM SEGJA ÞAÐ …OG ÉG ÆTLAAÐ YFIRGEFA HERBERGIÐ HRÓLFUR! BÍDDU! SON MINN LANGAR Í EIGINHANDARÁRITUN KNÚTUR! HLAUPTU TIL BAKA OG PÁRAÐU „X“ HANDA HONUM Víkverji varð á dögunum saklaustfórnarlamb kerfisbreytinga. Þetta kom honum algjörlega í opna skjöldu og hann var nokkra daga að jafna sig á ruglinu. Upp í hugann kom frasi á borð við „if it aińt broken, dońt fix it“ og síðan var kerfinu blót- að í sand og ösku. Svona getur lífið verið erfitt. x x x Í stuttu máli er harmsagan eitthvað íþessum dúr: Víkverji var á leið til útlanda og þá þarf að setja öryggið á oddinn. Auk nokkurra öryggistóla þarf evrópska sjúkratryggingakortið að vera með í för. Í ljós kom að það var útrunnið og Víkverji gerði sér ferð niður í Tryggingastofnun eins og hann hafði alltaf áður gert með skjótum hætti, kortið verið komið út úr prentaranum samstundis. Vík- verji beið þolinmóður og kurteis eftir því að komast að og fletti Vanity Fair á meðan. Loksins kom röðin að hon- um og það var eins og starfsmaður TR sæi á svip Víkverja í hvaða til- gangi hann var kominn, þannig að varla þurfti að bera upp erindið. Nei, því miður, var svarið, Sjúkratrygg- ingar sjá um þessi kort núna og skrif- stofan hefur flutt upp í Vínlandsleið! Það leið næstum yfir Víkverja, um leið og hann fékk afhent kort um hvar Vínlandsleið væri. x x x Frekar en að fara í kjölfar Leifsheppna ákvað Víkverji að nýta sér nútímatækni og fór inn á vef Sjúkratrygginga. Þá kom í ljós að af- greiðsla evrópska sjúkratrygg- ingakortsins tekur 7-10 daga, með því að panta á netinu og fá heimsent. Þetta dugði Víkverja skammt, hann var að fara utan eftir þrjá daga. Ekki var hægt að mæta á staðinn og fá fullgilt kort, ó nei. En það mega Sjúkratryggingar eiga að stofnunin gerir ráð fyrir að landinn sé með allt niður um sig, og býður upp á bráða- birgðaskírteini til að prenta út af net- inu. Þau gilda til þriggja mánaða. En af hverju þessi breyting var gerð á útgáfu kortanna er Víkverja algjörlega hulið. Einhver ákvað að gera fólki lífið leitt og sá hinn sami má gefa sig fram við Víkverja, ef hann þorir! víkverji@mbl.is Víkverji Hann svaraði: „Elska skalt þú Drott- in, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öll- um huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Lúkasarguðspjall 10:27) Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.