Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Meistari Héðinn Steingrímsson (t.h.) vann Hjörvar Stein Grétarsson í lokaumferð Íslandsmótsins í skák í Hörpu í fyrradag. Héðinn hlaut 9,5 vinninga í 11 skákum en Hjörvar Steinn 8 vinninga. Kristinn Sagan, í stuttu máli: Á sjöunda áratug síðustu aldar var hart tekist á í íslensku sam- félagi um hvort virkja ætti orkuauðlindir landsins til að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og styrkja stoðir samfélagsins. Raunar byrjaði bar- áttan um betri lífs- afkomu þjóðarinnar miklu fyrr. Sveitapiltarnir sem fóru að gefa út Fjölni 1835 töldu að það sem Ísland þarfnaðist mest væri aukin fjöl- breytni í atvinnuháttum; auknar fiskveiðar, íslensk verslun og vöru- flutningar. Ég las einhvers staðar að á þeim tíma hefði Jónas Hall- grímsson skrifað hið eina sem hann skrifaði um stjórnmál á sinni ævi, þar sem skáldið sagði: „Óskandi væri að Íslendingar færu að sjá, að það er aumt líf og vesælt, að sitja sinn í hverju horni og hugsa um ekk- ert nema sjálfan sig, slíta í sundur samfélag sitt og skipta sundur afli sínu í svo marga parta, sem orðið getur, í stað þess að halda saman og draga allir einn taum. Hugsa fyrst og fremst um heiður og velgengni landsins, sem öllum góðum Íslend- ingum ætti þó að vera í fyrirrúmi.“ Þetta eru orð sem eiga enn við í dag. Hann orti einnig: Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Almennt séð er ekki hægt að segja annað en að þjóðin hafi valið að ganga til góðs á undanförnum ára- tugum. Fyrir 50 árum gat erfitt tíð- arfar og aflabrestur sett efnahag okkar úr skorðum og jafnvel skapað neyðarástand. Við þær aðstæður settu forystumenn Sjálfstæð- isflokksins orkufrekan iðnað á dag- skrá. Bjarni Benediktsson, fyrrver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þeim tíma: „Fossafl og hveraorka eru þær auðlindir, sem enn eru að mestu ónýttar, þó að stór- virki hafi þegar verið unnin með afli þeirra. En það er einungis upphaf þess sem koma skal. Mikilvægt er að tryggð verði orkuframleiðsla, sem gæti orðið undirstaða nýrrar at- vinnugreinar, stóriðju. Það orð lætur illa í eyrum sumra, en verkar lokk- andi á aðra.“ Með þessum orðum hófst barátta fyrir bættum lífskjörum lands- manna, barátta sem hefur staðið síð- an. Höfum við gengið veginn til góðs? Það þarf ekki annað en að líta um öxl til að átta sig á því að án auk- innar fjölbreytni í at- vinnuháttum, upp- byggingar frekari stoða undir íslenskt samfélag, hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við höfum náð. Og baráttan heldur áfram Í þau fimmtíu ár sem þessar stórstígu fram- farir hafa átt sér stað hefur baráttan verið stöðug. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið í forystu- hlutverki í innleiðingu framfara í ís- lenskum atvinnuháttum. Í dag stendur yfir enn ein orrustan um nýtingu orkuauðlinda til eflingar ís- lensku samfélagi, aukna verðmæta- sköpun, aukin tækifæri og fjölbreyttari störf fyrir ungt fólk. Það má segja að sömu öfl takist á nú og hafa tekist á um þessi mál síðustu áratugi. Það er mikilvægt að al- menningur geri sér grein fyrir þeim mikilvægu ákvörðunum sem við stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir góðan árangur er kallað eftir bætt- um lífskjörum, fjölbreyttari tæki- færum, sterku menntakerfi, öflugri heilbrigðisþjónustu, auknum lífs- gæðum eldri Íslendinga o.s.frv. Við gerum, og eigum að gera, kröfur um að íslenskt samfélag standist sam- anburð við það besta sem við þekkj- um í nágrannalöndunum. Svarið við þessum krefjandi spurningum er áframhaldandi uppbygging á þeim trausta grunni sem lagður hefur ver- ið. Aukin tæknivæðing sjávarútvegs og þróun orkufreks iðnaðar eiga stærstan þátt í því að skipa okkur í fremstu röð þegar metnar eru fram- farir og árangur ríkja. Orkufrekur iðnaður hefur fært okkur meiri lífs- gæði í formi ódýrari orku til heimila og almenns atvinnureksturs en þekkist annars staðar. Það er nokk- uð sem gleymist gjarnan í villandi umræðu, þar sem því er haldið fram að heimilin niðurgreiði orku til orku- freks iðnaðar. Til okkar er litið öf- undaraugum yfir þeim tækifærum sem við höfum til aukinnar verð- mætasköpunar á grunni raunveru- legrar framleiðslu. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa ekki þessi tækifæri sem hér bjóðast. Ein- hverjum finnst við hafa gengið of langt, en um það verður ekki deilt að uppbygging orkuframleiðslu hefur aukið þekkingu okkar, eflt háskóla og vísindasamfélag, aflað okkur ómetanlegrar reynslu og fært ungu fólki ný tækifæri og sjálfstraust. Öfl- ug íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl á alþjóðavettvangi á grunni þessarar reynslu og þekkingar. Hér vilja einhverjir stoppa og fara að gera eitthvað annað. Reynslan sýnir okkur glöggt að þetta „eitthvað ann- að“, öflug ferðaþjónusta, svo dæmi sé tekið, getur vel starfað í góðri sátt við frekari uppbyggingu í grunn- atvinnugreinum okkar. Mín skoðun er sú að við séum einungis á þrösk- uldi upphafs þess sem koma skal. Samspil nýtingar og verndunar Hin gagnrýna umræða sem átt hefur sér stað um samspil nýtingar og verndunar hefur fært okkur fram á veg. Augu okkar hafa opnast fyrir mikilvægi þess að ákvarðanir um frekari uppbyggingu verði gerðar í eins mikilli sátt við umhverfið sem kostur er. Inngrip hefur að sjálf- sögðu alltaf áhrif og við þurfum því að taka ígrundaðar ákvarðanir. Ekki verður annað sagt en að íslensku orkufyrirtækin hafi haft að leið- arljósi, við hönnun og byggingu orkumannvirkja, að aðlaga þau sem mest að umhverfi sínu og hvarvetna er snyrtimennskan í fyrirrúmi. Virkjanir hafa einnig skapað ferða- þjónustu aukin tækifæri sem sýna okkur vel hvernig samspil atvinnu- greina getur verið öllum til góðs. Orkufyrirtæki hafa opnað starfs- stöðvar sínar með þeim árangri að þær eru vinsælir áfangastaðir ferða- manna. Hönnun og framkvæmdir eru miðaðar við að falla sem best að umhverfinu og nú hefur Alþingi til umfjöllunar lagafrumvarp sem eyk- ur möguleika á lagningu raflína Landsnets í jörð í framtíðinni. Öllu þessu hefur umræðan um aukna um- hverfisvitund skilað og sú þróun mun halda áfram. Eftir einhverja áratugi þurfum við ekki að ræða um sjónmengun vegna loftlína. En það er mikilvægt að umræðan sé á rök- um reist og að ekki sé farið fram með fullyrðingar sem enga skoðun stand- ast. Ein slík kom frá formanni Nátt- úruverndarsamtaka Íslands fyrir skömmu og fór án athugasemda í fréttir RÚV. Þar var fullyrt að Landsvirkjun hefði áform um uppi- stöðulón í Þjórsárverum. Slíkt hefur aldrei staðið til en um sex km loftlína er frá Þjórsárverum að mörkum uppistöðulóns við Norðlingaöldu- veitu sem að mestu leyti verður í far- vegi árinnar. Virkjanakostir til umfjöllunar Þeir virkjanakostir sem nú eru til umfjöllunar, þ.e. neðri Þjórsá og Skrokkalda, valda nú miklum deilum á Alþingi. Virkjun við Skrokköldu var í nýtingaflokki Rammaáætlunar 2 og skoraði hátt í nýtingu en lágt gagnvart umhverfissjónarmiðum. Virkjunin sjálf mun nýta þegar manngerð lón og eina mannvirkið sem sjáanlegt verður er inntakið við lónið. Virkjunin sjálf verður í göng- um sem byggð verða vegna hennar. Lína frá virkjuninni er fyrirhuguð í jarðstreng og hefur því ekki sjáanleg áhrif á umhverfi sitt. Virkjanir í neðri Þjórsá eru ekki stórar að sniðum. Fyrst og fremst er verið að nýta stíflumannvirki og lón sem þegar eru fyrir ofar í ánni. Þær eru því sérlega hagkvæmar í kostn- aðarlegu tilliti. Nokkuð almenn sátt hefur verið um þessa virkjanakosti og þeir hafa hvorki áhrif á víðerni né mikil áhrif á umhverfi sitt. Virkj- ununum fylgja mikla samgöngu- bætur sem skapa aukin tækifæri fyr- ir ferðaþjónustu á svæðinu. Laxastofn árinnar sem hefur verið til umræðu er einhver sá mest rann- sakaði á Íslandi. Trúverðugar mót- vægisaðgerðir hafa verið hannaðar til að tryggja framgang stofnsins og Landsvirkjun hyggst láta reyna á þær í efstu virkjuninni áður en lengra væri haldið. Fram hefur kom- ið í atvinnuveganefnd þingsins að meira verði ekki rannsakað, nú þurfi að láta reyna á lausnirnar. Mikilvæg reynsla fyrirhugaðra mótvæg- isaðgerða mun fást við byggingu efstu virkjunarinnar. Sáttin rofin Að halda því fram að sátt um rammaáætlun sé rofin með tillögu meirihluta atvinnuveganefndar stenst enga skoðun. Á síðasta kjör- tímabili voru allir þeir kostir sem hér eru til umræðu skoðaðir ít- arlega. Í skýrslu verkefnastjórnar 2 kemur fram að reiknað var með gangsetningu virkjananna árið 2015 og 2016. Svandís Svavarsdóttir, þá- verandi umhverfisráðherra, ákvað að samþykkja ekki fyrirliggjandi að- alskipulag sveitarfélaganna á svæð- inu og var sú aðgerð dæmd löglaus í Hæstarétti. Hún sagði við það tæki- færi að lög skiptu hana ekki máli þegar kæmi að náttúruvernd. Þetta lögbrot hennar varð til þess að þess- ar virkjanir hafa ekki enn verið byggðar, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Í dag sakar hún meiri- hluta þingsins um að brjóta lög um rammaáætlun með því að fara ekki að niðurstöðu verkefnastjórnar, sem er ráðgefandi nefnd fyrir ráðherra um skipan virkjanakosta í flokka. Í lögunum er ekki fjallað um máls- meðferð tillögu á Alþingi, heldur ein- göngu hvernig staðið skal að málum í stjórnsýslunni. Málsmeðferð Al- þingis fer eftir lögum um þingsköp og þar er skýrt kveðið á um rétt þingmanna til að flytja breyting- artillögur um einstök mál. Nefndin sendi, eins og Svandís áður, breyt- ingartillögur sínar til fjölda umsagn- araðila. Um sjötíu gestir komu á fund nefndarinnar og fjölmargar umsagnir bárust. Eftir þessa ít- arlegu yfirferð var niðurstaða meiri- hluta nefndarinnar að áðurnefndir virkjanakostir færu í nýtingarflokk, þrátt fyrir að niðurstaða núverandi verkefnastjórnar hafi verið að hafa þá flesta í biðflokki áfram. Svandís Svavarsdóttir og fleiri ákváðu eftir sambærilegt ferli að fara ekki að til- lögum þáverandi verkefnisstjórnar og bar fram tillögu um að færa kost- ina í biðflokk. Það ætti að vera öllum ljóst sem kynna sér málið, að sátt um rammaáætlun var rofin af þeim sem nú hafa hæst. Það er miður, en nú er einfaldlega verið, með málefnalegum rökum, að færa þessa kosti í nýting- arflokk þannig að áfram verði haldið að vinna með þá. Meta þarf hvort fram þurfi að fara nýtt umhverf- ismat og eftir það er hægt að útfæra nánar þau skilyrði sem sett eru, m.a. um mótvægisaðgerðir vegna laxa- stofnsins. Framtíðin Það þarf ekki að fjölyrða um mik- ilvægi þess að uppbygging orku- freks iðnaðar haldi áfram. Á nýleg- um fundi Landsvirkjunar kom fram hversu arðbær sú stefna er fyrir ís- lenskt samfélag. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar hefur Landsvirkjun greitt niður skuldir sínar um tugi milljarða á undanförnum árum og er að komast í þá stöðu að arð- og skatt- greiðslur fyrirtækisins til eigenda sinna munu nema tugum milljarða árlega. Það er af sem áður var að leita þurfi logandi ljósi að fyr- irtækjum sem tilbúin eru að flytja starfsemi sína til Íslands. Nú bíða orkufyrirtækin eftir ákvörðun stjórnvalda um næstu skref þannig að þau geti gefið áhugasömum kaup- endum orku skýr svör um fram- haldið. Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? orti skáldið Jónas. Mín skoðun er að okkur hafi tekist það bærilega og með reynsluna í far- teskinu munum við gera enn betur í framtíðinni. Grunnur að traustu samfélagi hefur verið byggður og nú er það okkar að skapa tækifæri fyrir enn betri lífsgæði í okkar góða landi. Lífsgæði sem jafnast á við það sem best gerist meðal þjóða og bjóða ungum kynslóðum okkar lands fjöl- breyttari tækifæri til framtíðar. Eftir Jón Gunnarsson » Við gerum, og eigum að gera, kröfur um að íslenskt samfélag standist samanburð við það besta sem við þekkjum í nágranna- löndunum. Jón Gunnarsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis. Rammaáætlun – rofin sátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.