Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 23
Herdís Tómasdóttir Kristrún Guðmundsdóttir húsfr. á Kiðafelli Magnús Guðmundsson b. Kiðafelli í Kjós Kristín Magnúsdóttir húsfr. á Eyvindarstöðum og á Grímstaðaholti Jón Tómasson hreppstj. á Eyvindar- stöðum á Álftanesi, síðar á Grímsstaðaholti Tómas Jónsson borgarritari og borgar- lögm. í Rvík Elín Þorsteinsdóttir húsfr. á Eyvindarstöðum Tómas Gíslason hreppstj. á Eyvindarstöðum Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur Eggert Valgarðsson Claessen bankastj. og framkvæmdastj. VSÍ Kristín A. Claessen fyrrv. hjúkrunar- ritari í Rvík Eggert B. Guðmundsson forstjóri Þórður Thoroddsen læknir og alþm. í Rvík. Ingibjörg Þorláksson Claessen forsætisráðherrafrú Skúli Thoroddsen alþm. og ritstj. á Ísafirði og í Rvík Valgard Thoroddsen rafmagnsveitustj. ríkisins Gunnar Thoroddsen borgarstj. og fors.ráðherra Margrét Herdís Thorodd- sen viðskiptafræðingur María Lovísa Einarsdóttir lyfjafræðingur og kennari Anna Kristín Thoroddsen Kress matreiðsluk. í Rvík Helga Kress pro- fessor emeritus Jón Tómasson fyrrv. ríkislögm. og borgarritari Ragnheiður Elín Jónsd. húsfr. í Rvík Jóna Kristín Kjar- tansd. húsfr. í Rvík Kristín Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsen húsfr. á Leirá Jón Thoroddsen skáld og sýslumaður á Leirá Sigurður Thoroddsen lands-verkfr. og yfirkennari MR María Kristín Valgarðsdóttir Claessen Thoroddsen húsfr. í Rvík Sigríður Thoroddsen húsfr. í Rvík Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup Eiríkur Briem alþm. og prestaskólakennari Páll Briem amtmaður Ólafur Briem alþm. á Álf- geirsvöllum í Skagafirði Kristín Briem Claessen húsfr. á Sauðárkr. Úr frændgarði Herdísar Tómasdóttur Anna V. Valgarðs- dóttir Briem Claes- sen húsfr. í Viðey Margrét Þ. Ólafs- dóttir Briem húsfr. Rvík Ólafur Egils- son fyrrv. sendiherra Arent Claessen stórkaupm. í Rvík Sigríður Þórdís Claessen húsfr. í Rvík Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfr. Jean Valgard Claessen kaupmaður á Sauðárkróki og síðar landsféhirðir Stefán Gunnar Kjar- tansson vélfr. í Rvík Reynir Kjartansson húsasmiður í Rvík ár og með þeim gengur hún enn: „Þetta hefur verið samrýmdur hóp- ur alla tíð síðan og farið í gönguferð- ir víða um Ísland og erlendis. Fyrir 30 árum komum við hjónin okkur upp sumarhúsi í landi Hey- holts í Borgarfirði en þar er nú un- aðsreitur allrar fjölskyldunnar.“ Fjölskylda Herdís giftist 15.9. 1967 Sigurði Kristjáni Oddssyni, f. á Hafursá í Vallahreppi 22.1. 1940, d. 22.8. 2009, tæknifræðingi, þjóðgarðsverði á Þingvöllum og framkvæmdastjóra Þingvallanefndar. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðmundsdóttir Kjerúlf, f. 27.10. 1900, d. 5.11.1990, húsfreyja á Hafursá og á Akureyri, og Oddur Kristjánsson, f. 3.10. 1901, d. 8.11. 1979, byggingarmeistari. „Sigurður var þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í 14 ár. Það var ómet- anlegt að vera tengd þeim stað og taka óbeint þátt í starfi hans. Það var heiður að vera með íslensku sendinefndinni í Souzhou í Kína, og upplifa Þingvelli fara á heims- minjaskrá UNESCO 2004.“ Börn Herdísar og Sigurðar Krist- jáns eru Tómas Már Sigurðsson, f. 1.2. 1968, verkfræðingur og forstjóri í Reykjavík og í New York, en kona hans er Ólöf Nordal, lögfræðingur og innanríkisráðherra, og eru barna- börnin Sigurður, f. 1991; Jóhannes, f. 1994, Herdís, f. 1996, og Dóra, f. 2004; Kristín Vilborg Sigurð- ardóttir, f. 24.5. 1972, kennari og leirlistamaður á Seltjarnarnesi, en maður hennar er Haukur Hauksson ráðgjafi, og eru barnabörnin Hauk- ur Thor, f. 2005, og Sigurður Már , f. 2009; Sigríður Björg Sigurðardóttir, f. 3.5. 1977, myndlistarmaður í Reykjavík, en maður hennar er Nils Mikael Lind málvísindamaður og tónlistarmaður í Reykjavík, og er dóttir þeirra Klara Vilborg Lind, f. 2013 Systkini Herdísar eru María Kristín Tómasdóttir, f. 7.12. 1931, fyrrv. bankastarfsmaður hjá Rík- isábyrgðarsjóði í Reykjavík; Jón Gunnar Tómasson, f. 7.12. 1931 fyrrv. ríkislögmaður og borgarritari í Reykjavík; Sigurður Tómasson, f. 29.10. 1935, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, og Kristín Tómasdóttir, f. 8.9. 1940, fyrrv. öldrunarfulltrúi á Akureyri. Foreldrar Herdísar voru Sigríður Thoroddsen, f. 7.6. 1903, d. 11.6. 1996, húsfreyja, og Tómas Jónsson, f. 9.7. 1900, d. 24.9. 1964, borgarrit- ari og borgarlögmaður í Reykjavík. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Brandur Jónsson biskup var afætt Svínfellinga, sem var einhelsta höfðingjaætt landsins og fór með héraðsvöld á austanverðu landinu. Foreldrar Brands voru Jón Sigmundsson, goðorðsmaður á Svínafelli í Öræfum, og seinni kona hans, Halldóra Arnórsdóttir. Hún var af ætt Ásbirninga, dóttir Arnórs Kolbeinssonar. Talið er að Brandur hafi fæðst skömmu eftir 1200 (e.t.v. um 1205) á Svínafelli og alist þar upp. Hann var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álfta- veri 1247-1262, en þar var klaustur af Ágústínusarreglu. Líklega hefur hann áður verið munkur í klaustrinu. Á þeim árum sem hann var ábóti var hann tvisvar umboðsmaður Skál- holtsbiskups. Brandur kom talsvert að deilum höfðingja á Sturlungaöld og þá oft sem sáttasemjari. Í Svínfellinga sögu segir um Brand: „Hann réð fyrir austur í Þykkvabæ í Veri og var ágætur höfðingi, klerkur góður, vitur og vinsæll, ríkur og góðgjarn. Og í þann tíma hafði hann mesta mann- heill þeirra manna, er þá voru á Ís- landi.“ Eftir að Íslendingar gengu undir vald Noregskonungs árið 1262 var aftur farið að skipa íslenska menn í biskupsembættin. Var Brandur Jónsson þá útnefndur biskup á Hól- um. Hann sigldi til Noregs haustið 1262, var vígður 4. mars 1263 og kom til landsins sumarið 1263. En hans naut ekki lengi við í biskupsembætti á Hólum, því að hann andaðist ári síðar. Brandur Jónsson var vel lærður maður og var einnig þekktur rithöf- undur. Hann þýddi á íslensku Alex- anders sögu, söguljóð frá um 1170 eftir Philippus Gualterus, um Alex- ander mikla. Þetta er lausamálsþýð- ing og hreifst Halldór Laxness svo af verkinu að hann beitti sér fyrir því að Alexanders saga væri gefin út árið 1945 í alþýðlegri útgáfu. Brandur þýddi einnig Gyðinga sögu á íslensku og líklega fleiri rit. Brandur Jónsson var ókvæntur, en hann átti þó son, Þorstein Brands- son, bónda á Kálfafelli í Fljótshverfi. Brandur lést 26. maí 1264. Merkir Íslendingar Brandur Jónsson Þykkvabæjarklausturskirkja. Annar í hvítasunnu 95 ára Jón Vigfússon Sigurður Hallgrímsson 90 ára Róbert Sigmundsson Steinþór Þorsteinsson 85 ára Björg M. Indriðadóttir Halldóra Helgadóttir Víglundur Pálsson 80 ára Pálína Þorgrímsdóttir Rannveig Pálsdóttir Sigmar Jónsson 75 ára Birgir Hinriksson Gróa Jónatansdóttir María Jóhannsdóttir Sigrún Axelsdóttir Úlfar Hansson 70 ára Ásgerður Ásgeirsdóttir Elín Anna Kröyer Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir Jón Jóhannsson Margrét Baldursdóttir Ómar Ólafsson Ragna Sigrún Sveinsdóttir Svanhildur Björgvinsdóttir 60 ára Antonía Guðjónsdóttir Auður Elín Hjálmarsdóttir Ágúst Harðarson Birgir Víglundsson Guðbjörn Guðmundsson Guðfinna Albertsdóttir Gunnar Einarsson Helga María Bjarnadóttir Hólmgrímur S. Sigvaldason Júlíus Steinar Birgisson Katrín Gerður Júlíusdóttir Kristín Þórisdóttir 50 ára Alex Páll Ólafsson Atli Björn Bragason Berglind Björg Sigvaldadóttir Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir Brynjar Birgisson Finnbogi Finnbogason Gunnlaugur Ármann Finnbogason Hafdís Inga Karlsdóttir Hjördís Hrund Ingvadóttir Ingunn Erla Ingvadóttir Margrét De Leon Magnúsdóttir Reynir Heiðarsson Jónsson Símon Gísli Ólafsson Soffía Sæmundsdóttir 40 ára Hildur Pálsdóttir Hjörtur Pétursson Kristbjörg Helga Ingadóttir Kristinn Björn Marinósson Róbert Einar Jensson Þórhallur Þórðarson 30 ára Brynjar Stefánsson Freyr Gauti Sævarsson Guðrún Edda Finnbogadóttir Hjördís Ásta Þórisdóttir Ragnhildur Sif Hafstein Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir Stefán Þröstur Sigurjónsson Svava Úlfarsdóttir William Óðinn Lefever Þriðjudagur 95 ára Jón Ólafur Ormsson 90 ára Eygló Gísladóttir Kristbjörg Sigjónsdóttir 85 ára Elfrið Pálsdóttir Ragnhildur Helgadóttir Vilberg Vilbergsson 80 ára Guðni Sigurjónsson Halla Þuríður Gunnarsdóttir Hartmann G. Guðmannsson Kristín Hjálmarsdóttir Svandís Ingjaldsdóttir 75 ára Elsa Ingeborg Petersen Gísli Örn Gunnarsson Guðlaugur Ingason Jóhanna Björnsdóttir Jóhanna Erla Þorgilsdóttir Margrét Óskarsdóttir Margrét Rögnvaldsdóttir Ragnhildur Sigfúsdóttir Svava Jóhannsdóttir 70 ára Guðrún Óskarsdóttir Herdís Tómasdóttir Jóhann Edvin Weihe Stefánsson Jón Friðjónsson Ólafur Kjartansson Óskar Gunnarsson Sigrún Þorleifsdóttir Sæunn Anna Stefánsdóttir Sæunn Guðmundsdóttir Þorleifur Pálsson 60 ára Ásdís Ólafsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Björn Sigurjónsson Dóra Kristín Kristinsdóttir Guðrún Pálína Karlsdóttir Halldóra Jónsdóttir Jónína Magnúsdóttir Pétur E. Kristjánsson Sigurður Sigurðsson Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir Sólveig Pálsdóttir Valdís Ármann Þorvaldsdóttir Þórir Baldur Guðmundsson 50 ára Andrea Jónheiður Ísólfsdóttir Gunnhildur Gestsdóttir Helgi Bjarnason Helgi Hafsteinsson Inga Björk Runólfsdóttir Jóhann Kristjánsson Laufey Margrét Pálsdóttir Magnús Bjarki Stefánsson Sigríður K. Sverrisdóttir Sigurður Freysson Sólveig Ásgeirsdóttir Þórir Hauksson 40 ára Albert Sævarsson Bára Gunnlaugsdóttir Davíð B Scheving Gígja Grétarsdóttir Gísli Stefán Jónsson Gunnar Ármann Sveinsson Herborg Arnarsdóttir Hólmfríður Björk Pétursdóttir Hrafnhildur Steindórsdóttir Margrét Högna Ásgeirsdóttir Ragnar Kristján Skúlason Ragnheiður Kolviðsdóttir Sandra Valdís Guðmundsdóttir 30 ára Axel Bragi Andrésson Erika Lea Schulin Elvarsdóttir Helgi Sigurðarson Teitur Skúlason Til hamingju með daginn bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.