Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Sýning með verkum eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarkonu verður opnuð í galleríi hennar í Kaupmannahöfn, Galleri Christoffer Egelund, á föstudag í næstu viku. Um leið verður búið að koma verk- um eftir Steinunni fyrir á tuttugu stöðum í almenningsrýmum í Kaup- mannahöfn. Er það sýningin Places, með skúlptúrum listakonunnar í mannslíki sem víða hafa verið settir upp, og munu verkin gleðja gesti og gangandi í borginni til ágústloka. Verum Steinunnar verður dreift um Kaupmannahöfn. Ein tekur við flugfarþegum við flugstöðina á Kast- rup-flugvelli og aðrar verða meðal annars við menningarmiðstöðina Norðurbryggju í Kristjánshöfn, í Nýhöfninni, á Amagertorgi, við gall- eríið við Breiðgötu 75, nokkur verk- anna verða í Churchillparken og enn fleiri við síkið í Grönningen. Places er samstarfsverkefni Steinunnar, gallerísins, Norður- bryggju, sendiráðs Íslands í Kaup- mannahöfn, borgarinnar og Kaup- mannahafnarflugvallar. Morgunblaðið/Kristinn Listakonan Mannsmyndir Steinunnar munu standa í fjölförnum görðum, á Kastrup-flugvelli og á torgum í Kaupmannahöfn í allt sumar. Verk Steinunnar í Kaupmannahöfn Leikarinn Matthew Lewis, sá sem lék Neville Longbottom í kvikmyndunum um Harry Pot- ter, situr fyrir fáklæddur á ljós- myndum í tímaritinu Attitude og virðist myndasyrpan hafa farið fyrir brjóstið á höfundi bókanna um galdrastrákinn, JK Rowling. „Ekki eins slæmt og að horfa á Dan í Equus en nærri því,“ tísti Rowling um myndasyrpuna og átti þar við leikarann Daniel Radcliffe, þann er lék Harry Potter, sem kom fram nakinn í leikritinu Equus árið 2007. „Jæja, þetta er vandræðalegt. Fyrirgefðu, Jo...,“ tísti Lewis á móti og svaraði Rowling þá: „Ég mun alltaf styðja þig í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur, Matthew. Klæddu þig nú í föt.“ Fáklæddur Lewis á forsíðu tímaritsins Attitude. Hann er orðinn 25 ára. Rowling skammar fáklæddan Lewis Júlíus Vífill, Viðar Gunnarsson, Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir og fleiri af þeirra kynslóð voru að taka við kyndlinum um það leyti sem Júlíus kom heim frá Ítalíu og segir hann starfið á þeim tíma hafa verið fjölbreytt og verkefnin mörg. „Ég söng í mörgum uppfærslum á þessum tíma og hafði þónokkuð að gera en eins og oft vill verða fóru önnur verkefni að verða fyr- irferðameiri og ég kvaddi því sviðið um sjö árum eftir heimkomuna. Ég get samt ekki sagt að ég hafi saknað þess að syngja á sviði og tilfærslan af sviðinu á nýjan vettvang var mér algjörlega áreynslulaus. Ætli ég megi samt ekki reikna með því núna þegar ég lýk afskiptum af Óperunni að ég finni til saknaðar. Ég tilkynnti í stjórninni fyrir nokkru að ég hefði ákveðið að hætta sem stjórn- arformaður enda er þetta orðinn nokkuð góður tími. Það er góð til- finning að hætta þegar vel gengur. Um 60 þúsund gestir hafa komið að sjá óperuuppfærslur og atburði á vegum Óperunnar frá því að hún flutti í Hörpu fyrir um fjórum árum. Viðtökurnar sýna að óperan sem listgrein er að styrkjast og ég er stoltur af að hafa verið þátttakandi í þeim árangri sem náðst hefur, ásamt fjölmörgum öðrum auðvitað, og þá nefni ég í því sambandi sér- staklega óperustjórann Stefán Bald- ursson. Mér finnst gott að vita af Óperunni í góðum höndum þeirra frábæru söngvara sem við eigum í dag. Þá er alveg einstakt fólk sem kemur að stjórn hennar og starfi.“ Fjársvelt sjálfseignarstofnun Rekstur Íslensku óperunnar hef- ur aldrei verið auðveldur og segir Júlíus það hafa verið mikið þrek- virki að koma henni á fót. „Ég held að öll excel-skjöl hefðu sýnt að það væri engin forsenda fyrir óp- erustarfsemi á Íslandi þegar eld- huginn Garðar Cortes hafði frum- kvæði að stofnun Íslensku óperunnar. Enda var það svo að við sem sungum við Óperuna á þeim tíma vorum tilbúin til að taka okkur lægri laun svo hlutirnir gætu geng- ið. Þegar starfsemin var komin í fastari skorður fóru tónlistarmenn, eðlilega, fram á full laun fyrir sína vinnu og þá verður reksturinn um leið þyngri. Í kjölfarið varð opinber stuðningur forsenda þess að hægt er að reka Óperuna.“ Efnahagshrunið setti verulegt strik í reikninginn og bendir Júlíus á að fjárframlög frá hinu opinbera hafi lækkað í krónutölu frá árinu 2007, ólíkt framlögum til annarra sambærilegra menningarstofnana. „Óperan er ekki ríkisstofnun heldur sjálfseignarstofnun, sem er mjög heppilegt form að mörgu leyti enda er okkur hægara um vik að leita að samstarfs- og stuðningsaðilum til að styrkja okkar rekstrargrundvöll. Við sjáum það hins vegar að þegar á móti blæs í samfélaginu eru það stofnanir eins og Óperan sem sitja eftir og verða frekar fórnarlömb niðurskurðar en stofnanir ríkisins, sem hafa þá lögbundnu hlutverki að gegna. Í dag er staðan sú að Óperan greiðir meira til opinberra aðila í formi húsaleigu og staðgreiðslu af launum en sem nemur styrk ríkisins til starfsemi hennar. Við erum því varla baggi á hinu opinbera eins og heyrst hefur. Tekjur okkar af miða- sölu eru líka hærri en ríkisframlagið sem verður að teljast gott af menn- ingarstofnun. En til að skapa Óp- erunni listrænt svigrúm er nauðsyn- legt að hækka fjárframlög til hennar.“ Gamla bíó, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Harpa Leiga á aðstöðu í Hörpu er stór hluti af rekstrargjöldum Óperunnar en Júlíus segir það hafa verið nauð- synlegt skref að færa starfsemi hennar í Hörpu. „Auðvitað sakna ég Gamla bíós en raunveruleikinn var hins vegar sá að þó við hefðum fyllt hvert einasta sæti og leyft fólki að sitja í stigaganginum var tap á hverri sýningu. Húsið var bara ein- faldlega of lítið. Fyrir utan það er hljómurinn í Hörpu allt annar enda sérstaklega sem byggt tónlistarhús. Við sjáum líka hversu áhugi á óp- erulistinni hefur stóraukist með flutningnum sem hefur skilað sér í meiri aðsókn. Það er líka alveg óhætt að fullyrða að sýningar í Hörpu hafa verið í háum gæða- flokki. Það sýna meðal annars dóm- ar sem við höfum fengið í erlendum óperutímaritum.“ Til tals hefur komið að sameina starfsemi Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Slíkt rekstrarform er þekkt á Norð- urlöndum og gæti orðið nokkurt hagræði í því fyrir Óperuna. Júlíus segir þó mestu skipta að tryggja framtíð listgreinarinnar. „Ég fór á fund menntamálaráðherra í fyrra með Stefáni Baldurssyni, óperu- stjóra, og við ræddum um framtíð Íslensku óperunnar. Í kjölfarið af þeim fundi var stofnuð nefnd, sem enn er að störfum, og fjallar um aukið samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Ein af þeim leiðum sem hafa verið skoð- aðar er sameining en fljótlega kom í ljós mikilvægi þess að tryggja Óp- erunni sem mest listrænt sjálfstæði og því er ég sjálfur sammála. Aukið samstarf þessara tveggja menning- arstofnana er álitlegri niðurstaða en sameining. Mér er þó mest í mun að framtíð listformsins verði tryggt og í góðum höndum.“ Draumur að setja upp Wagner og verk ungra tónskálda Uppsetning á óperu er aldrei ódýr og ef aðsókn er dræm takmarkar það getu Óperunnar til að setja upp ný verk í kjölfarið. „Það hefur auð- vitað gerst að við höfum þurft að fresta sýningum vegna þess að við höfum orðið að safna fjárhagslegum kröftum. Sætanýting er þó gífurlega góð hjá okkur og fáar óperur í heim- inum sem geta státað af annarri eins nýtingu. Þrátt fyrir að sætafjöldinn hafi farið úr 500 í Gamla bíói í um 1.400 í Hörpu eru tölur um sætanýt- ingu ekki síðri eftir flutninginn,“ segir Júlíus Vífill. „Auðvitað eru mörg verk óperutónskálda sem enn hafa ekki verið færð upp í Hörpu en gaman væri að sjá verk eftir Rich- ard Strauss, Wagner og meistara eins og Britten og Stravinsky. Eins og Wagner er dáður af þeim sem þekkja hann þá er stór hópur sem treystir sér ekki á Wagner-óperur enda flestar mjög langar. Það er hins vegar nauðsynlegt ef við ætlum að kalla Íslensku óperuna okkar þjóðaróperu að hún hafi burði til að sýna meiri breidd tónbókmenntana og virka hvetjandi fyrir ung tón- skáld jafnvel þó óvissa geti verið um aðsókn. Síðan er það hitt að við vit- um aldrei hvaða verk slá í gegn. Við renndum blint í sjóinn með óperuna Ragnheiði, sem síðan reyndist æv- intýraferð og sló öll aðsóknarmet og hefur laðað að yngra fólk og kynnt því óperulistina. Uppeldishlutverkið er eitt mikilvægasta hlutverk Ís- lensku óperunnar.“ Samanburður framlaga í milljónum króna 2007 2015 Breyting í % 2007 Raun-hækkun/ framreiknað Lækkun Íslenski dansflokkurinn 107 132 24% 166 -20% Íslenska óperan 176 171 -3% 272 -37% Kvikmyndasjóður 586 725 24% 908 -20% Sinfóníuhljómsveit Ísl. 453 1.000 121% 702 43% Þjóðleikhúsið 610 800 31% 945 -15% Alls 1.932 2.828 46% 2.992 -5% Aðsókn og sætanýting Verk ár Gestafjöldi Sýningafjöldi Meðalaðsókn sætanýting Ariadne á Naxos 2007 2.396 6 399 84% Óperuperlur 2007 1.060 4 265 56% La traviata 2008 7.611 16 476 101% Cosi fan tutte 2008 2.371 5 474 100% Dagbók Önnu Frank 2008 334 1 334 71% Cavalleria rusticana/Pagliacci 2008 4.574 9 508 107% Janis 27 2008 4.263 14 305 64% Óperuperlur 2009 1.300 5 260 55% Ástardrykkurinn 2009 5.268 13 405 86% Rigoletto 2010 4.350 10 435 92% Svanasöngur 2011 375 2 188 40% Perluportið 2011 657 2 329 69% Töfraflautan 2011 12.315 12 1.026 72% La Boheme 2012 9.793 8 1.224 86% Il Trovatore 2012 6.096 6 1.016 72% Carmen 2013 8.464 7 1.209 85% Ragnheiður 2014 12.559 9 1.395 99% Don Carlo 2014 5.708 5 1.142 81% Ragnheiður 2014 2.691 2 1.346 95% Samtals 92.185 163 Meðalaðsókn á ári: 11.523 gestir » Óperan er ekki ríkisstofnun heldur sjálfseign-arstofnun, sem er mjög heppilegt form að mörgu leyti enda er okkur hægara um vik að leita að samstarfs- og stuðningsaðilum til að styrkja okkar rekstrargrundvöll. Við sjáum það hins vegar að þegar á móti blæs í samfélaginu eru það stofn- anir eins og Óperan sem sitja eftir Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 27/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson - síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar Hystory (Litla sviðið) Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Fim 4/6 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Lau 30/5 kl. 20:00 Síðustu sýningar Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar sýningar Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.