Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 Mér er sagt að þegar Sundlaug Vest-urbæjar í Reykjavík var reist upp úrmiðri síðustu öld hafi frumkvæðið komið frá Framfarafélagi Vesturbæjar. Tilvist þessa félags hafi borið vott um áhuga íbúanna á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Róður þessa félags hefur þó að öllum líkindum ekki verið mjög þungur því yfirvöldin á þessum tíma litu á það sem hlutverk sitt að sjá fyrir allri innri grunnþjónustu og aðstaða til íþrótta og hreyfingar var þar ekki undanskilin. Sund- laug Vesturbæjar var og er án íburðar en glæsileg er hún. Það jók á glæsileikann að í anddyrinu hafði verið komið fyrir fiskabúri einu miklu með skrautfiskum ættuðum sunnan úr álfum. Þessi viðbót við vatnaveröld Vestur- bæjarlaugarinnar hreif gestina, ekki síst yngri kynslóðina. Svo leið tíminn og fiskabúrið var tekið niður, þótti eflaust ekki svara kostnaði að gleðja aug- að, eða til hvers ætti að gera það? En nú gerist nokkuð merkilegt. Og það nú alveg nýlega. Í anda gamla framfarafélagsins taka nokkrir Vesturbæingar sig saman um að ræða leiðir til að glæða nærumhverfið lífi. Kaffihús Vesturbæjar mun vera af þessari rót en áður kom fiskabúrið í sundlaug Vestur- bæjar. Gamla fiskabúrið hafði lifað af í óljósum endurminningum. En nú var ákveðið að safna í nýtt búr. Þar með var sagt að sá tími væri runninn upp að nýju þar sem menn tækju ábyrgð á umhverfi sínu. Og borgin svaraði með því að heita því að viðhalda búrinu. Mér varð þetta tilefni nokkurra hugleiðinga. Í fyrsta lagi spurði ég hvort það gæti verið að við sem samfélag hefðum færst í þá átt að skera svo við nögl í öllu sem er okkur sameig- inlegt að við tímum ekki lengur að kosta annað en það sem ýtrasta nauðsyn krefur? Gæti verið að, nánast án þess að við tækjum eftir því, værum við komin inn í veröld þar sem augað er aðeins glatt innan veggja prívatheimsins en síður í sameiginlegu rými? Ég minnist þess þegar ég lenti í fyrsta skipti á JFK-flugvell- inum í NewYork og bjóst við glæsilegu um- hverfi en áttaði mig svo á að í ríkasta landi heims er auðlegðin aðeins í takmörkuðum mæli nýtt í almannarýminu. Og hugurinn reikar til glæsilegra bygginga sem fátæk íslensk þjóð byggði á tímum van- efna á öndverðri öldinni sem leið og hvernig örlætið á sameiginlegt manngert umhverfi virðist síðan skreppa saman í öfugu hlutfalli við aukna auðlegð þjóðarinnar. En er þá allt að fara á versta veg? Nei, svo er ekki. Fiskabúrið í Sundlaug Vesturbæjar er til marks um að landið getur risið að nýju og byrjað að hugsa stórt fyrir okkur öll – saman. Fiskabúrið í Sundlaug Vesturbæjar * Það jók á glæsileikannað í anddyrinu hafðiverið komið fyrir fiskabúri einu miklu með skrautfiskum ættuðum sunnan úr álfum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl skrif- aði á Facebook: „Það er merkileg tilfinning að vera vottað fjárhags- legt svarthol. Það verður nú bara að viðurkennast. Ég skiptist á að flissa að þessu og stara tóm- eygur og vantrúa út í heiminn. Ein- hverntíma reiknaði ljóðskáldið James Sherry það út, svart á hvítu, að ef maður tæki auða pappírsörk – sem hefur eitthvert tiltekið markaðsvirði, það er hægt að selja pappír og græða á því – og prent- aði á hana ljóð þá glataði hún ekki bara virði sínu heldur yrði það neikvætt. Ljóð eyða peningum, skilja eftir sig sviðna jörð. Mikil- fengleg brotlending mín í greiðslu- matinu (sem ég hef áfrýjað) – er enn ein sönnun þess að gildi lista, metið í beinhörðum peningum, er alltaf neikvætt, sama hvað annað kemur til.“ Blaðamað- urinn Friðrika Benónýsdóttir lagði orð í belg eftir greinaskrif þar sem pólitísk framtíð Katrínar Jakobsdóttir var reifuð: „Sorry, en er það kalla úti í bæ að ákveða hvað Katrín J. tekur sér fyrir hendur í framtíðinni? Hrikalegt patronæs!“ Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, fyrrver- andi borgar- fulltrúi Sjálfs- stæðisflokks, skrifaði á Twitt- er: „Verð að hrósa Ms fyrir nýtt sykurminna skólajógúrt. Takk kærlega sam- keppnisaðilar. #arna #biobu #mjolka“. Grínistinn Halldór Hall- dórsson með meiru, betur þekktur sem Dóri DNA, færði draum sinn í orð á Twitter: „Ef ég væri mjög ríkur myndi ég kaupa mér fót- boltamann, eins og félagslið. Bara láta hann hanga með mér.“ AF NETINU Vettvangur hina hamingjusömu hóru heldur verið beitt miklu ofbeldi. Þá skín tvískinnungur þessa tíma líka vel í gegn þar sem kúnnarnir voru þeir sem fordæmdu vændiskonurnar í opinberri umræðu að degi til en keyptu svo þjónustu af þeim á nóttunni.“ Kvöldið er blanda af leik og söng en þó verður enn bætt um betur og líka dansað þar sem Mar- grét Erla Maack ætlar að setja sinn svip á kvöldið. Bogomil Font, sem hefur gefið út plötu í anda þessarar tónlistar, mun einnig stíga á pall. Brynhildur lauk burtfararprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík og prófi í leiklist frá Drama Studio. Undanfarin ár hefur hún þó fyrst og fremst vakið athygli fyrir framleiðslu barna- efnis í útvarpi og sjónvarpi. Aðalheiður lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hef- ur leikið á píanó með fjölmörgum einsöngvurum og kórum. „Ég hef verið mjög heilluð af þessari tónlist síð- an ég var rétt um tvítugt og var í mínu söng- námi,“ segir Brynhildur Björnsdóttir söngkona sem ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleik- ara skapar óvenjulega stemningu á Kaffi Rósen- berg núna á mánudagskvöldið, 11. maí. Staðnum ætla þær að breyta í ódýra og tötra- lega knæpu þar sem þemað er vændiskonur, viðskiptavinir og glasaguddur. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Kurt Weill við texta Ber- tolds Brechts og fleiri en yfirskrift tónleikanna er Hin ramma ánauð kynlífsins. „Titillinn kemur úr einu laginu og er þýðing Þorsteins Gylfasonar, sem þýddi mikið af þess- um textum. Það sem er svo grípandi við þessi verk er að þótt laglínurnar séu undursamlegar fallegar eru textarnir afar óhugnanlegir þar sem hver einasta kona sem talar er vændiskona sem hefur upplifað allt annað en goðsögnina um Breyta Rósenberg í vændisbúllu Brynhildur Björnsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir munu skapa sérstaka stemningu á Kaffi Rósenberg á mánudagskvöld og sérstakir gestir eru Bogomil Font og Margrét Erla Maack. Ljósmynd/Halla Kristín Einarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.