Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 17
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Það vill stundum gleymast að það á ekki síður við að
nota hjálma þegar farið er á hlaupahjólin sem eru sí-
vinsæl. Börnin þeysast á hjólunum og lenda á steinum
og öðru á stígunum og geta auðveldlega dottið.
Líka hjálm fyrir hlaupahjól*Það er margt mikilvægara í lífinu en aðvinna gullverðlaun. Fjölskyldan er mérmikilvægari og hún stendur með mér.
Ben Johnson íþróttamaður.
Kattaeigendum, sem langar tilað skilja kettina sína betur,má benda á áhugaverða bók
um tungumál katta sem National
Geographic hefur gefið út og er eft-
ir Bandaríkjamanninn Gary
Weitzman en bókin er einnig einkar
aðgengileg fyrir börn.
Mjálm, mal, hvæs og ýmis hljóð
eiga að sögn Weitzmann, sem hefur
lengi rannsakað atferli katta, að
tákna alls konar tilfinningar og blæ-
brigðamunur hljóðanna getur skipt
miklu máli.
Kettlingar geta framkallað 16
tegundir af mjálmi og hvað hvert
mjálm táknar er nær aldrei breyt-
anleg milli katta og þýðir yfirleitt
eitthvað svo sem; Hleyptu mér út,
gefðu mér mat, ég er þyrstur og
mig vantar knús en í bókinni er far-
ið vandlega yfir hvað hvert mjálm
þýðir alla jafna og hljóðinu lýst.
En það eru ekki bara heyranleg
hljóð sem kettir nota til að koma
skoðunum sínum og óskum á fram-
færi því það getur líka verið krafs
og hvernig þeir nota augun og
skottið sem hefur þýðingu. Til dæm-
is tjáir kötturinn vináttu sína við
manninn með því að blikka öðru
auganu til hans hægt og Weitzman
gengur svo langt að fullyrða að nær
komist köttur því ekki að senda eig-
anda sínum koss. Prófi eigendur að
blikka köttinn sinn í góðu tómi mun
kötturinn endurgjalda slíkt blikk
samkvæmt bókinni.
Þá er það á við handaband að
rétta skottið beint upp í loftið.
Eyrun og hvernig kettir hreyfa
þau er líka partur af þeirra tján-
ingu. Margir kattaeigendur þekkja
það vel, ef þeir verða hræddir
leggja þeir þau flöt niður. Þeirra
leiðarvísir í lífinu, veiðihárin sjálf,
eru þá beint út eins og hár á
strákúst þegar kettir eru glaðir og
ánægðir en því meira niður, því
daprari og neikvæðari tilfinningar
eru þeir að upplifa.
Benda má á að á RÚV síðastliðið
mánudagskvöld var þáttur um ýms-
ar leyndar hliðar katta og atferli
þeirra en hægt er að horfa á þátt-
inn á Sarpinum.
HEGÐUN KATTA Í BÓK NATIONAL GEOGRAPHIC
16 mismunandi
mjálm og kossar
Flestir kettir nota sömu mjálm fyrir sömu óskir og hvernig þeir nota til dæmis
augun segir mikið um þeirra hug. Blikk er ástarjátning til eigandanna.
Getty Images
NATIONAL GEOGRAPHIC
HEFUR GEFIÐ ÚT BÓK UM
TUNGUMÁL OG LÍKAMS-
TJÁNINGU KATTA EN
KETTIR TJÁ SIG MEIRA EN
EIGENDUR ÞEIRRA GRUNAR.
Nú þegar sú stund nálgast að sólin
varla sest verður bæði stöðugt auð-
veldara að vakna á morgnana en einn-
ig erfitt að fara að sofa stundum og
jafnvel er vaknað of snemma á sum-
um heimilum.
Börnum reynist stundum erfitt að
skilja af hverju það er nauðsynlegt að
fara að sofa þegar það er ennþá „dag-
ur“ og rífa sig svo jafnvel upp löngu
áður en dagur er í raun runninn upp.
Á kvöldin getur verið gott að hafa
alltaf sömu rútínu svo þau skynji bet-
ur að það er kominn háttatími þrátt
fyrir sólina; lesa, fara í bað, hlusta á
útvarpssögu eða annað og þá er ráð
að reyna að myrkva herbergið eins
mikið og hægt er.
Þó er það fyrst og fremst að
myrkva herbergið aukalega yfir sum-
artímann og oft duga myrkv-
unargluggatjöld ekki nógu vel því það
skín inn meðfram köntunum. Þannig
má setja upp tímabundna sólarfilmu
á rúðurnar sem er glær að sjá utan
frá en dempar birtuna talsvert en
slíka filmu má meðal annars panta á
netinu.
Almenn gluggatjöld halda ekki nema brotabroti af sumarbirtunni úti og
því þarf að gera aukalegar ráðstafanir á sumrin til að ná að sofa lengur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bjartar nætur
reynast erfiðar
REYNT AÐ SOFA LENGUR
Erla Björg Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, tekur
lúdó og leir á daginn með yngsta barninu en kleppara og Friends
á kvöldin með eldri börnunum. Best er þegar allir sameinast í
sófakúr en hún á þrjú börn, Köru Björk 15 ára, Gunnar Tuma 11
ára og Kára 4 ára.
Sjónvarpsþátturinn sem allir geta horft á? „Þessa dagana er
Fríða og dýrið það eina sem öll fjölskyldan horfir saman á enda
er yngsti fjölskyldumeðlimurinn mikill harðstjóri þegar það
kemur að sjónvarpsfjarstýringunni. Við hin látum okkur hafa það og sönglum væmin
Disney-lög daginn út og inn. Aftur á móti horfum við saman á Modern family og Friends
þegar litla dýrið fer að sofa.“
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? „Barbeque-kjúklingur er alltaf mjög vinsæll.
En nýlega prófuðum við Doritos-kjúkling og var hann formlega kosinn nýi laugardags-
matur fjölskyldunnar. Svo finnst okkur öllum makkarónugrautur voða góður. Með fullt af
kanilsykri.“
Skemmtilegast að gera saman? „Við förum mikið í sund og svo hefur keilan verið að
koma sterk inn. Nú með hækkandi sól munum við fara meira í göngu- og hjólatúra í Laug-
ardalinn og svo langar okkur að labba svolítið á fjöll í sumar. En svo erum við líka algjör
kúrudýr og því allra notalegast að draga svefnsófann út í stofunni og kúra í klessu.“
Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? „Við erum mikið fyrir að spila.
Lúdó og slönguspil eru í uppáhaldi á daginn. Kleppari og rommý á kvöldin. Svo finnst okkur
voða gaman að leira, það er dásamlega róandi iðja og þar sem við erum öll frekar hvatvís og
óþolinmóð tökum við leirinn fram yfir púsl. Svo erum við ágætis bakarar.“
Eigið þið eftirlætisstað sem þið skreppið á um helgar? „Við reynum að hitta fólkið
okkar sem mest um helgar enda virku dagarnir afar annasamir með öllum tómstund-
unum, vinnu og heimalærdómi. Þannig að um helgar njótum við þess að vera í faðmi
vina og fjölskyldu, annaðhvort heima hjá okkur eða þeim. Eftirlætisstaðurinn er eig-
inlega bara þar sem við getum átt fallega samveru.“
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Disney-lög söngluð
daginn út og inn
Erla Björg Gunnarsdóttir
með Kára, Kötu og
Gunnari Tuma.
FERÐASUMAR 2015
ferðablað innanlands
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. maí.
Í blaðinu verður
viðburðardagatal sem
ferðalangar geta flett
upp í á ferðalögum
um landið og séð
hvað er um að vera á
því svæði sem verið er
að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Ferðasumar 2015
ferðablað
innanlands
föstudaginn
22. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is