Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 20
Montreal Jazz Festival Djassunnendur virðast á einu máli um að hápunktur ársins sé hátíðin í Montreal, að þessu sinni 26. júní til 5. júlí. Kanadamenn eru djassað fólk, slakir og svalir, og taka vel á móti ógrynni tónlistarfólks dagana sem hátíðin stendur yfir. Stanley Clarke lætur sig ekki vanta, Erykah Badu ekki heldur og flamenkó-gítarleikarinn Jesse Cook á örugglega eftir að fara fimum fingrum um gítarinn. Electric Daisy Carnival Unnendur raftónlistar ættu að fjárfesta í flugi til LasVegas og miða á Electric Daisy Carnival. Skrallið hefst í litríku lastaborginni í Nevada 19. júní og stendur í þrjá daga, en hitað er upp fyrir fjörið með hátíðum í San Juan, Mexíkóborg og NewYork. Tónlistin byrjar við sólsetur og hættir ekki fyrr en sólin rís á ný. Þeir sem hafa efni á VIP-pakkanum fá meðal annars aðgang að sínu eigin parísarhjóli og geta nýtt sér þjó- nustu líkamsmálara án endurgjalds. Segir það ýmislegt um stemninguna. Wilderness Festival Bretarnir eiga sínar hátíðir og halda þær eftir sínu eigin höfði. Wilderness-hátíðin hefur á sér greinilegt breskt yfirbragð, haldin dagana 6-9. ágúst í Oxfordskíri, og blandar saman tónlist, matarmenningu, sviðslistum og gáfule- gum fyrirlestrum. Björk hefur boðað komu sína og Ásgeir Trausti og margir fleiri tónlistarmenn frá öllum heimshornum sem eru málsvarar hinna ólíkustu tónlistarstefna. Haldnar eru stórar matarveislur á langborðum samhliða tónlistaratriðunum og meistarakokkar galdra fram undraverða rétti. Ef gestum leiðist maturinn og tónlistin má hlusta á fyrirlestra um pólitík, umhverfismál og bókmenntir, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi. Lollapalooza Þessi hátíð er haldin í Grant Park, á besta stað í Chicago á bökkum Michigan- vatns. Fer hátíðin fram um hásumar, frá 31. júli til 2. ágúst, svo veðrið ætti að vera hlýtt og notalegt í þessari borg sem þykir helst til köld á öðrum árstímum. Lollapalooza skartar alla jafna úrvali heimsþekktra tónlistarmanna og uppstillingin í ár ekki af lakara taginu. Er þannig von á Paul McCart- ney, Metallicu, Stromae og meira að segja Of Monsters and Men svo það er ekki úr vegi að pakka þjóðfánanum til að veifa fyrir þetta mergjaða band. Karnival í Río Þó að kjötkveðjuhátíðin fræga falli kannski ekki alveg að skilgreiningunni á tónlistarhátíð þá verður hún að vera með í þessari upptalningu. Á næsta ári varir hátíðin frá 5. til 10. febrúar og samfélagið allt hreyfist í takt við sambatónlis- tina. Hvert sem farið er hljómar lifandi tónlist og ekki hægt að þverfóta fyrir litríkum skrúðgöng- um þar sem spengilegar pæjur og stæðilegir gæjar hreyfa mjaðmirnar eins og Brasilíumönnum er einum lagið. Allir ættu að fara á karnival í Ríó a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Þar sem tónlistin ræður ríkjum TÓNLISTARHÁTÍÐIR UM ALLAN HEIM LAÐA TIL SÍN FERÐALANGA. HÁTÍÐIRNAR ERU AF ÝMSUM TOGA OG HÖFÐA ÝMIST TIL ÞEIRRA SEM VILJA ÞUNGMELTA HÁMENNINGU, HLÝÐA Á ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJASS EÐA LANGAR AÐ ROKKA FRÁ SÉR ALLA RÆNU. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.