Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 20
Montreal Jazz Festival Djassunnendur virðast á einu máli um að hápunktur ársins sé hátíðin í Montreal, að þessu sinni 26. júní til 5. júlí. Kanadamenn eru djassað fólk, slakir og svalir, og taka vel á móti ógrynni tónlistarfólks dagana sem hátíðin stendur yfir. Stanley Clarke lætur sig ekki vanta, Erykah Badu ekki heldur og flamenkó-gítarleikarinn Jesse Cook á örugglega eftir að fara fimum fingrum um gítarinn. Electric Daisy Carnival Unnendur raftónlistar ættu að fjárfesta í flugi til LasVegas og miða á Electric Daisy Carnival. Skrallið hefst í litríku lastaborginni í Nevada 19. júní og stendur í þrjá daga, en hitað er upp fyrir fjörið með hátíðum í San Juan, Mexíkóborg og NewYork. Tónlistin byrjar við sólsetur og hættir ekki fyrr en sólin rís á ný. Þeir sem hafa efni á VIP-pakkanum fá meðal annars aðgang að sínu eigin parísarhjóli og geta nýtt sér þjó- nustu líkamsmálara án endurgjalds. Segir það ýmislegt um stemninguna. Wilderness Festival Bretarnir eiga sínar hátíðir og halda þær eftir sínu eigin höfði. Wilderness-hátíðin hefur á sér greinilegt breskt yfirbragð, haldin dagana 6-9. ágúst í Oxfordskíri, og blandar saman tónlist, matarmenningu, sviðslistum og gáfule- gum fyrirlestrum. Björk hefur boðað komu sína og Ásgeir Trausti og margir fleiri tónlistarmenn frá öllum heimshornum sem eru málsvarar hinna ólíkustu tónlistarstefna. Haldnar eru stórar matarveislur á langborðum samhliða tónlistaratriðunum og meistarakokkar galdra fram undraverða rétti. Ef gestum leiðist maturinn og tónlistin má hlusta á fyrirlestra um pólitík, umhverfismál og bókmenntir, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi. Lollapalooza Þessi hátíð er haldin í Grant Park, á besta stað í Chicago á bökkum Michigan- vatns. Fer hátíðin fram um hásumar, frá 31. júli til 2. ágúst, svo veðrið ætti að vera hlýtt og notalegt í þessari borg sem þykir helst til köld á öðrum árstímum. Lollapalooza skartar alla jafna úrvali heimsþekktra tónlistarmanna og uppstillingin í ár ekki af lakara taginu. Er þannig von á Paul McCart- ney, Metallicu, Stromae og meira að segja Of Monsters and Men svo það er ekki úr vegi að pakka þjóðfánanum til að veifa fyrir þetta mergjaða band. Karnival í Río Þó að kjötkveðjuhátíðin fræga falli kannski ekki alveg að skilgreiningunni á tónlistarhátíð þá verður hún að vera með í þessari upptalningu. Á næsta ári varir hátíðin frá 5. til 10. febrúar og samfélagið allt hreyfist í takt við sambatónlis- tina. Hvert sem farið er hljómar lifandi tónlist og ekki hægt að þverfóta fyrir litríkum skrúðgöng- um þar sem spengilegar pæjur og stæðilegir gæjar hreyfa mjaðmirnar eins og Brasilíumönnum er einum lagið. Allir ættu að fara á karnival í Ríó a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Þar sem tónlistin ræður ríkjum TÓNLISTARHÁTÍÐIR UM ALLAN HEIM LAÐA TIL SÍN FERÐALANGA. HÁTÍÐIRNAR ERU AF ÝMSUM TOGA OG HÖFÐA ÝMIST TIL ÞEIRRA SEM VILJA ÞUNGMELTA HÁMENNINGU, HLÝÐA Á ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJASS EÐA LANGAR AÐ ROKKA FRÁ SÉR ALLA RÆNU. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.