Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 21
Festival au Désert Þegar komið er suður fyrir miðbaug eru flestar tónlistarhátíðir tímasettar í radíus við áramót, enda árstíðirnar á „röngunni“ þeim megin á hnettinum. Þeir sem vilja fá tón- listarupplifun sem vestrænu hátíðirnar geta ekki hermt eftir ættu að skoða viðburði eins og Festival au Désert í Malí. Hátíðin fer fram í eyðimörkinni fyrir utan Timbúktú og spannar þrjá daga í janúar. Alþjóðlegir listamenn mæta á svæðið og tónlistar- fólk héðan og þaðan í Afríku. Hátíðin þykir mjög „exótísk“ og ætti ekki að koma á óvart ef kameldýr og túrbanklæddir eyðimerkurbúar birtast á dansgólfinu. Bayreuther Festspiele Ekki eru allar tónlistarhátíðir fyrir unga og spræka fólkið með stuttbuxurnar sínar og snjallsímana. Þeir sem vilja sökkva sér ofan í hámenninguna takast á hendur pílagrímsför til Bayreuth í Þýskalandi. Þar er árlega haldin hátíð til heiðurs Richard Wagner og óperur hans fluttar, allar með tölu. Þá er bara að hnýta á sig bindið og undirbúa sitjandann undir margar klukkustundir í tónlistarhúsinu sem Wagner sjálfur hannaði og njóta meistaraverka á borð við Tristan og Isolde, Hollendinginn fljúgandi og innbyrða Niflungahringinn frá A til Ö. Að sögn Wikipediu er aðsóknin svo mikil að fólk má vænta meira en fimm ára biðtíma eftir miða. Hróarskelda Ekki þarf að kynna Hróarskelduhátíðina fyrir Íslendingum. Ár hvert heldur fjöldi landsmanna til Danmerkur, með tjaldið og góða skapið, og hefur það huggulegt með kippu af Carlsberg í blíðunni. Í ár lendir hátíðin á dögunum 27. júní til 4. júlí. Af listamönnum sem troða upp má nefna Nicki Minaj, Kendrick Lamar, Ryan Adams, Die Antwoord, Muse, Pharrell Williams, The War on Drugs að ógleymdum Kippa Kaninus. Splendour in the Grass Ástralar halda fjölda tónlistar- hátíða, enda líflegt fólk. Splendour in the Grass er ein af þeim sem þykja bera af. Í ár lendir tónleikahaldið á 24.-26. júli, sem strangt til tekið er miður vetur hjá andfætlingum. Hátíðarsvæðið er Belongil Fields, rétt hjá strandbænum Byron Bay, sem er suður af Brisbane. Íslandsvinurinn Damon Albarn mætir á svæðið með félögum sínum úr Blur, Death Cab for Cutie og þokkadísin Azealia Banks. Og viti menn: Of Monsters and Men ætla líka að sýna sig. Fuji Rock Festival Austur í Asíu má finna fjölda fólks með brennandi rokk-bakteríu. Japanska hátíðin Fuji Rock Festival er fyrir löngu komin á kortið sem spennandi tónlistarviðburður og tefla skipuleggjendur fram bæði japönskum og austurasískumstjörnum sem og alþjóðlegum risum. Þetta skiptið er hátíðin haldin 25.-26 júlí og fara herlegheitin fram á Naeba-skíðasvæðinu í Niigata-héraði, nokkurn veginn um miðbik landsins, um það bil þriggja tíma lestarferð frá Tókýó. Þeir sem leggja á sig ferðina hringinn í kringum hnöttinn uppskera tónleika með Foo Fighters, Motörhead, Muse, Deadmau5, Belle and Sebastian og Noel Gallagher. 10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Glamox Luxo er leiðandi framleiðandi LED lýsingarbúnaðar og býður heildarlausnir fyrir sjúkrahús og hjúkrunarheimili Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingahönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.