Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 22
Heilsa og hreyfing Magnesíum? *Magnesíum er fjórða algengasta efnið í lík-amanum og inniheldur öll fæða efnið. Sér-staklega má finna magnesíum í kornmeti,grænmeti, kjöti, hnetum og möndlum. Hefurþví oft verið lýst sem undralyfi: lætur fólksofa betur, slakar á taugakerfinu, vöðvarverða stærri og sterkari, líkaminn liðugri, bein sterkari og tennur sömuleiðis. Þá hefur magnesíum jákvæð áhrif á sýrustig líkamans. Öskjuhlíðin hefur reynst mörgum útivistargörpum þarfaþing. Þótt oft sé talað um að til að vill- ast ekki í íslenskum skógi þurfi ekki annað en að standa upp býður Öskjuhlíðin borgarbúum séríslenskt tækifæri til að hreyfa sig innan fagurgrænna trjánna. Morgunblaðið/Ómar Þú þarft ekki að vera sérstök áhugamanneskja um plöntur til að njóta góðs af Grasagarðinum í Laugardal, þótt vissulega skemmi það ekki fyrir. Göngu- og hlaupastígar garðarins geta nýst hverjum þeim sem vill rækta líkama og sál. Morgunblaðið/Ernir Hlíðargarðurinn, rétt fyrir neðan Hamraborg í Kópavogi, er vel hannaður garður og ekki síður hentugur í hverslags útivist sem Kópavogsbúar vilja stunda hverju sinni. Neðan við garðinn er Kópavogstjörn, sem er fallegt svæði til að stunda hvers kyns útiæfingar. Morgunblaðið/Ómar Nágrannasvæði Öskjuhlíðarinnar, Nauthólsvíkin, þarf ekki að vera ylströnd frekar en maður vill, en aldrei hefur mild sjávargola skemmt fyrir teygjuæfingum. Svo er aldrei að vita nema mann langi í sundsprett eftir skokkið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skrúðgarður Hafnfirðinga, Hellisgerði, kom til sögunnar 1922 og er einstaklega fallegt þar um að litast. Garðinum var ætlað „að vera skemmtistaður þar sem bæjarbúar áttu kost á að njóta ánægju og hvíld- ar í tómstundum sínum“ og hefur ekki brugðist. Tilvalið er að hlaupa þar í gegn, staldra við og teygja. Morgunblaðið/Styrmir Kári SUMARIÐ ER ÓÐUM AÐ GANGA Í GARÐ OG MARG- UR FARINN AÐ SPREYTA SIG Á SKOKKI EÐA ANNARRI ÚTIVIST. SUNNUDAGSBLAÐIÐ TÓK SAMAN NOKKRA FALLEGA STAÐI ÞAR SEM TEYGJUÆFINGAR OG FERSKT LOFT FARA VEL SAMAN. EF ÞÚ ÆTLAR Á ANNAÐ BORÐ AÐ HLAUPA OG GERA ÆFINGAR, AF HVERJU EKKI AÐ GERA ÞAÐ Í FALLEGU UMHVERFI? Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Nokkur falleg útivistarsvæði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.