Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Heilsa og hreyfing
Varan Græðir frá Sóley Organics var tilnefnd til NOPE-verðlauna sem besta nýja lífræna
náttúruvaran. NOPE stendur fyrir Natural and Organic Products Europe. Þrjár vörur kom-
ust í úrslit en Græðir hreppti ekki verðlaunin að þessu sinni. Alls voru 325 vörur sendar inn
en verðlaun voru veitt í mörgum flokkum. Þetta er ein stærsta heilsusýningin í Evrópu.
Græðir tilnefndur til verðlauna
Þ
rátt fyrir að það hafi ekki verið fyrr en árið 2007
sem Kristjana Bergsdóttir, elsti iðkandi í Þríkó,
Þríþrautarfélagi Kópavogs, hóf að stunda íþróttir
af fullum krafti er hún á leiðinni í Ironman-
þríþrautina í þriðja sinn núna í haust.
„Þetta hófst með heilsuátaki í vinnunni. Ég vann hjá
fyrirtæki sem var með heilsueflandi átak og leiðbeindi
einn starfsmaðurinn okkur sem vorum að byrja að
hlaupa,“ segir Kristjana, sem verður 63 ára á árinu. Hún
greindist með beinþynningu á þessum tíma og þurfti af
þeim sökum að fara á lyf, sem henni líkaði illa. „Það
kom aftan að mér þó svo að ég hafði verið að brotna í
10 til 15 ár. Maður er alltaf í afneitun en svo endar það
með því að maður þarf að horfast í augu við hlutina,“
segir Kristjana og bætir við að í fyrstu hafi hún aðeins
hlaupið á milli ljósastaura.
„Ég hafði alltaf gaman af því að hreyfa mig og hreyfði
mig mikið sem krakki og unglingur. Mín kynslóð er
þannig að maður gleymir sér í barnastandinu og í vinnu,
maður hugsar ekkert um heilsuna,“ segir hún, og íþróttir
voru bara fyrir fólk innan við tvítugt.
Úrslit í almenningsíþróttakeppnum eru flokkuð eftir ald-
urshópum, með fimm og tíu ára bili, og verðlaunasæti
fyrir bestan árangur í hverjum flokki. Það gefur fólki á
öllum aldri tækifæri til að keppa á jafningjagrundvelli og
auðveldar íþróttaiðkendum að setja sér raunhæf en krefj-
andi markmið og standa við þau. „Þannig er uppbygg-
ingin á þessum almenningsíþróttagreinum. Á viðburðum er
ég ræst á sama tíma og Kári Steinn Karlsson en árangur
metinn á mínum aldursforsendum. Þetta eru almennings-
íþróttir og allir eru gjaldgengir,“ segir Kristjana, sem er
gangandi dæmi þess að allir geta notið hreyfingarinnar.
Fór í þríþrautina árið sem hún varð sextug
„Ég byrjaði bara rólega, 55 ára gömul, og síðan hef ég
alltaf bætt við mig vegalengdum og hraða í hlaupunum,“
segir hún en tekur þó fram að hún, eins og aðrir, sé í
misgóðu formi yfir árið og árangurinn í samræmi við það.
Árið 2012, þegar Kristjana varð sextug, ákvað hún að
finna sér nýjar áskoranir, m.a. þríþrautina.
„Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt árið sem ég
yrði sextug og hef síðan farið í tvo Járnkarla sem ég
kláraði og erum við sex konur úr Þríkó að fara saman til
Flórída í haust þar sem við tökum þátt í Járnkarlinum,“
segir Kristjana. Hún segir að æfingahópurinn í Þríkó sé
ekkert endilega að keppa sín á milli, heldur snúist þetta
frekar um félagsskapinn og að eiga saman ánægjulegar
stundir á æfingum. „Það hafa allir sitt frelsi og hjálpar
félagsskapurinn mikið upp á samstöðuna í þessu. Það er
gaman og uppbyggilegt að vera innan um fólk sem vill
leggja á sig erfiði til að ná settu marki. Kosturinn við
æfingafélagana er að þeir standa við sín markmið, oft
erfið markmið, og styðja við vinina líka,“ segir hún. Upp-
byggilegast finnst henni að vera með fólki sem er að
stíga sín fyrstu skref í átt að heilbrigðari lífsstíl. Finnst
henni mjög uppörvandi að fylgjast með nýjum æfinga-
félögum í hlaupum og sundi. „Öndunin er ekki komin og
Nokkrir starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins Advania mynda hlaupahóp sem hleypur tvisvar í viku frá Guðrúnartúni 10. Kristjana Bergsdóttir er ein þeirra en hún fyrir miðju á myndinni.
Morgunblaðið/RAX
KÓPAVOGSÞRÍÞRAUTIN Í DAG
KRISTJANA BERGSDÓTTIR VERÐUR 63 ÁRA Í ÁR.
HÚN BYRJAÐI AÐ HLAUPA Í HEILSUEFLANDI ÁTAKI Á VINNUSTAÐ SÍNUM
ÁRIÐ 2007 EFTIR AÐ HÚN GREINDIST MEÐ BEINÞYNNINGU.
NÚNA ÁTTA ÁRUM SÍÐAR ER HÚN KOMIN Á FULLT Í ÞRÍÞRAUT OG
Á LEIÐ Á JÁRNKARLINN Í FLÓRÍDA Í HAUST, Í ÞRIÐJA SINN.
Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is
„Hæg braut“ stóð á skilti við eina sundbraut Kópavogslaugar sem var keppt á í Kópavogsþríþraut-
inni í fyrra. Hvort keppendur hafi ekki séð skiltið skal látið ósagt, en skriðsundið syntu þeir hratt.
„Eina leiðin er
að halda áfram“
Ljósmynd/Örn Sigurðsson