Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 25
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fótboltamaðurinn Magnús Már Einarsson er kempa vik- unnar. Hann æfir með meistaraflokki Leiknis, stolti Breiðholtsins. Hversu oft æfir þú á viku? Liðið æfir að jafnaði fimm til sex sinnum í viku allt árið um kring. Aðallega er um að ræða fótboltaæfingar en inn á milli koma hlaupa- og styrktaræfingar, sérstaklega á veturna þegar undirbúningur er í gangi fyrir sumarið. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að finna sér hreyfingu við hæfi. Hreyfing á að vera skemmtileg og fólk á að njóta þess að hreyfa sig. Það eru óteljandi möguleikar og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að rækta líkama og sál. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Í fótboltanum er yfirleitt frí í október. Maður reynir að halda sér við á meðan með því að fara nokkrum sinnum í fótbolta á sparkvelli með félögunum eða í ræktina. Eftir nokkra daga í hvíld fer ég að sakna þess mikið að hreyfa mig. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já. Ég reyni að borða mjög hollt þótt maður leyfi sér að sjálfsögðu óhollustu af og til. Ég passa einn- ig að drekka mikið vatn. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Ég hef blessunarlega verið mjög heppinn með meiðsli í gegnum tíðina. Hef þó lent nokkrum sinn- um í akmeiðslum og tognun aftan í læri. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Ég reyni að borða hollt og það geng- ur yfirleitt vel. Ég er lítið í gos- drykkjum en ég er hins vegar mikill súkkulaðikall og á oft erfitt með að hemja mig þegar súkkulaði er í boði. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Ég held að algeng mistök séu að fara alltof geyst af stað og missa mátt- inn í kjölfarið. Eins er algengt að fólk finni ekki réttan vettvang fyrir sína hreyfingu. Sumum líður best í hópi en aðrir vilja æfa í einrúmi. Faðir minn var til dæmis ekki mikið fyrir hreyfingu áður en hann fann sig í fjölbreyttum og skemmtilegum ketilbjölluæfingum hjá kettlebells.is. Ég hef prófað það líka og það er hreyf- ing sem hægt er að mæla með fyrir fólk sem er að leita að rétta staðnum. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Hef spilað á móti fullt af góðum leikmönnum bæði á yngri árum sem og í meistaraflokki. Gylfi Þór Sigurðsson fær þennan titil. Hann var öflugur í 3. flokki Breiðabliks áður en hann fór til Reading. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Mikið. Ég finn mun á líkama og sál þegar ég hreyfi mig og það er frábær tilfinning þegar maður er búinn að ljúka erfiðri æfingu eða leik. Hver er besti samherjinn? Hef spilað með virkilega mörgum toppmönnum í gegnum tíðina bæði hjá Aftureld- ingu og í Leikni. Alltof erfitt að gera upp á milli manna! Hver er fyrirmynd þín? Á yngri árum voru margir fótboltamenn í uppáhaldi en þegar allt kemur til alls er það móðir mín, Hanna Símonardóttir. Hún hefur kennt mér ótrúlega margt í líf- inu og alið mig upp við hollt mataræði, mikilvægi þess að hreyfa sig og hugsa jákvætt. Hugarfarið skiptir nefnilega heilmiklu máli þegar kemur að hreyfingu. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Lionel Messi. Hann sýndi það enn og aftur í liðinni viku þegar hann afgreiddi Þýska- landsmeistara Bayern eins og að drekka vatn. Þessi náungi er besti fótboltamaður sögunnar og ég efast um að einhver í líkingu við hann eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á næstu áratugum. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10 ár? Vonandi verð ég glaður og ánægður á þeim stað sem ég verð á. Það kæmi mér á óvart ef ég væri ekki að vinna eitthvað í kringum fótbolta þar sem það hefur verið ævistarfið hingað til. Tíminn verður að leiða í ljós hvort ég verð ennþá sjálfur að spila fótbolta þá eða ekki. Skilaboð að lokum? Njótið þess að hreyfa ykkur á meðan lík- aminn leyfir. Það eru ekki allir svo heppnir að vera með fulla heilsu. KEMPA VIKUNNAR ER MAGNÚS MÁR EINARSSON Hugarfarið skiptir heilmiklu Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð Afrókennararnir Mamady og Sandra Sano verða með afrónámskeið við lifandi trommuslátt í Steps Dancecenter á Akureyri helgina 9. og 10. maí. Tímar verða báða dagana fyrir 6-8 ára, 9-12 ára og 13 ára og eldri. Kjörið tækifæri fyrir dansara til að prófa eitthvað nýtt. Afró á Akureyri*Elskaðu vorið og voninageym, þá verður þér sporlétt hver ganga. Guðmundur Guðmundsson skólaskáld manni finnst maður standa í stað fyrstu vikurnar en samt er haldið áfram. Það er eitthvað við þetta sem er svo hvetjandi og það eru þessir jákvæðu mannlegu eiginleikar sem eru svo mikils virði,“ segir hún. Þegar í keppni er komið líður henni eins og á balli eða árshátíð. „Allir í sínu fínasta pússi og búnir að æfa sig. Mitt mottó er að ég vil ekki koma algerlega uppgefin úr keppni eða æfingu. Ég undirbý mig vel þannig að ég gangi ekki frá mér og æfi þannig að ég ofbjóði mér ekki,“ segir hún. Þá segir hún að einnig lærist það með tímanum hvers lags hegðun valdi álagsmeiðslum. „Flestir tala um að hafa þurft að hætta að hreyfa sig vegna verkja. Verkir eru algjörlega ofmetnir að mínu mati, þeir eru ekkert alltaf hættulegir heilsunni. Ef þú ert ekki bú- inn að hreyfa þig lengi þá færðu verki. Haltu áfram og alls ekki hætta. Eina leiðin til að styrkja þig er að halda áfram,“ segir hún. Þeim gengur best sem hafa engar væntingar Kristjönu finnst það stórkostlegt, nú þegar hún lítur til baka, að hún skuli hafa komið sér af stað. „Í byrjun var ég bara glöð með að komast á milli ljósastaura því það er eitthvað við það að vera úti, vera á hreyfingu, en í raun og veru er þetta bráðnauðsynlegt fyrir hjarta og lungu,“ segir hún og bætir við að í staðinn fyrir að fara út að hlaupa með hundinn fari hún út að hlaupa með hjart- að. Hún segir það svo skrítið hvert lífið geti leitt mann, í upphafi hafði hún ekki hugmynd um að nokkrum árum síðar yrði hún búin að hlaupa Laugaveginn nokkrum sinnum. „Svo bara fer þetta að raungerast smám saman. Þeim gengur best sem hafa engar væntingar,“ segir hún. Það hafi líka gert henni gott að brjóta upp það mynstur sem hún hafði verið í árum saman. „Í stað þess að fara heim að elda fór ég út að leika og hreyfa mig,“ segir hún og hvetur fólk til þess að koma sér af stað. „Ég er að æfa með yngra fólki og er með sömu æfinga- áætlun. Það gera allir sitt besta. Fyrir þá sem eldri eru er gott að hlaupa og labba,“ segir hún og bendir á að auðvelt sé að nálgast æfingaáætlanir. Þá segir hún að einnig sé gott að hafa samband við félagið sem eru hugsað fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna, því það sé mikill kostur að ganga í félag til þess að umgangast aðra, finna samherja. Æfingarnar eru álagsskiptar í a, b og c hópa til að tryggja að hver og einn geti stundað hreyfinguna á sín- um forsendum. Nokkur hundruð keppa í þríþraut í Kópavogi í dag Um hundrað einstaklingar taka þátt í einstaklingskeppni og um 150 manns í fjölskyldu- og unglingakeppninni þeg- ar Kópavogsþríþrautin, fyrsta þríþrautarmót ársins, fer fram í dag, sunnudag. B-flokkur einstaklingskeppninnar verður ræstur af stað klukkan hálfníu um morgun og A-flokkurinn þremur kort- erum síðar, klukkan 9:15. Einstaklingskeppnin saman- stendur af 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi. Á eftir aðalþrautinni tekur fjölskyldu- og ungmenna- þríþrautin við þar sem keppt er í helmingi styttri vega- lengdum; 200 m sundi, 5,2 km hjólreiðum og 1,4 km hlaupi, og geta fjölskyldur klárað þríþrautina í sameiningu þar sem hver fjölskyldumeðlimur tekur sinn hluta. Engin aldurstakmörk eru í fjölskylduþríþrautinni og geta því af- ar, ömmur, mömmur og pabbar tekið þátt í henni ásamt börnum sínum. Fjölskylduþrautin hefst klukkan 11:00 en barnaþrautin klukkan 9:30. Allar frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Þríþrautarfélags Kópavogs, sem stendur fyrir mótinu, www.thriko.is. * Í staðinn fyrir að hlaupa með hundinnhleyp ég með hjartað Ljósmynd/Örn Sigurðsson Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Hafðu veisluna eftir þínu höfði! Skoðaðu úrvalið á vefverslun okkar bakarameistarinn.is. Veisluþjónusta undir stjórn matreiðslumeistarans Skúla Hansen Er veisla framundan? Sími 533 3000 bakarameistarinn.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.