Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 30
Matur og drykkir Vissir þú … *… að rósakál er eitt óvinsælasta grænmetiðvíða um heim þrátt fyrir að vera mjög holltfyrir líkamann. Rósakál er fullt af næringar-efnum, hlaðið vítamínum og steinefnum oginniheldur nánast engar kaloríur, enga fitu,ekkert kólesteról og fyllir meira að segja vel ímagann. Hægt er að elda það á ýmsa vegu og fer það vel með ýmsum mat, t.d. lambakjöti eða villibráð á borð við gæs eða hreindýr. Á Vesturgötu í Reykjavík búa saman þau Hjörtur Hjartarson, unnusta hans Ásdís Rósa Hafliðadóttir og bróðir Ásdísar, Mímir Hafliðason. Þeir Hjörtur, sem starfar sem hönnuður hjá App-vise, og Mímir, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og sumarstarfsmaður á fyr- irtækjasviði Íslandsbanka, eru miklir matgæð- ingar og nýta hvert tækifæri til þess að prófa sig áfram í eldhúsinu. „Við skiptum með okkur dögunum í eldhús- inu og kryddum oft matseldina,“ segir Hjört- ur og vísar þar til þess að þeir mágar fari oft óhefðbundnar leiðir þegar kemur að matar- vali. „Við förum reglulega á uppskriftasíður, t.d. www.vinotek.is, og eldum það fyrsta sem við sjáum,“ segir Hjörtur. Mímir segir að með því að velja kvöldmatinn með þessum óvenju- lega og skemmtilega hætti sé hann búinn að prófa ýmsan mat, sem hann annars hefði ekki smakkað. Nefnir hann í því samhengi snigla- fyllta sveppi sem eru nú í miklu uppáhaldi hjá honum, en áður en hann smakkaði réttinn, sem þeir einmitt fundu á uppskriftarsíðu, fannst honum hvorki sveppir né sniglar góðir. „Mér fannst það alltaf svo óspennandi að borða eitt mest hægfara dýr jarðar og síður en svo fallegasta,“ segir Mímir á léttu nót- unum og bætir við að flestir séu hræddir við að stíga út fyrir þægindahring sinn þegar kemur að mat. „Eftir að við fórum að elda það fyrsta sem við sáum á uppskriftasíðum hefur viðhorf mitt til matar breyst mikið. Ég leit alltaf á mat sem eins konar bensíngjöf lík- amans, borðaði til að lifa, en núna lifi ég til þess að borða,“ segir Mímir. Morgunblaðið/Kristinn Þeim Mími, til vinstri, og Hirti, til hægri, leiðist ekki lífið og halda oft á ótroðnar slóðir í matargerð. GERA ÞAÐ SEM ÞEIR GETA FRÁ GRUNNI Matseldin ræðst af örlögunum MÁGARNIR HJÖRTUR HJARTARSON OG MÍMIR HAFLIÐASON FARA OFT ÓHEFÐBUNDNAR LEIÐIR Í MATARVALI MEÐ ÞVÍ AÐ ELDA FYRSTU UPPSKRIFTINA SEM ÞEIR FINNA Á ÝMSUM UPPSKRIFTARSÍÐUM. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fyrir 6 800 g nautahakk 2 laukar 3 hvítlauksrif 2 dósir niðursoðnir tómatar 2 dósir af tómatpúrru fersk basilíka kjötkraftur krydd að vild, oreganó og timían t.d.salt og pipar eftir smekk pastaplötur 2 egg 3 dl hveiti Hvíta sósan kotasæla 500 g sýrður rjómi 150 g 1 stk parmesanostur, 200 g Annað 2 pokar ferskur mozzarellaostur í litlum kúlum, 240 g 1 poki gratínostur, 150 g snittubrauð Laukur og hvítlaukur er saxaður og steiktur saman í stórum steikarpotti við lágan hita. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er nautahakkinu bætt út í og hiti hækkaður og steikt þar til hakkið er allt steikt. Tómötum, tómatpúrru, ferskri sax- aðri basilíku, kjötkrafti og kryddi er bætt við þegar kjötið er tilbúið og kjötsósan látin malla í 20 mínútur á vægum hita. Deigið fyrir pastaplöturnar er gert með því að hræra saman eggjunum tveimur og ca 300 g hveiti (fer eftir stærð eggjanna) þar til það nær góðri áferð og síðan flatt út í þunnt lag. Deigið má ekki vera of klístrað. Hvítu sósuna gerum við með því að rífa niður parmesanost og blanda honum við kotasælu og sýrðan rjóma. Gott er að setja smásalt. Hluti kjötsósunnar fer sem neðsta lag í eldfast mót, mozzarellaosturinn er skor- inn í þunnar sneiðar og hluti af honum fer ofan á kjötlagið, síðan pastaplötur ofan á það og ostasósunni svo dreift á pastaplöt- urnar. Þetta er gert koll af kolli þar til eld- fasta mótið er fullt og gratínostinum þá dreift ofan á síðasta lagið. Lasagnað er bakað í ofni við 200°C í 30 mín. og er borið fram með snittubrauði, ferskri bas- ilíku og rifnum parmesanosti ofan á. LASAGNA REYKJAVÍKURMANNSINS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.