Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Matur og drykkir
daga þurfti maður að bíða lengi. Ég hafði þó vit til að bíða og fór til Vest-
mannaeyja á meðan að vinna í fiskvinnslu og skellti mér á sjó. Maður tók
upp á ýmsu,“ segir hann hlæjandi. „En ég var oft spurður hvers vegna ég
sækti ekki um á fleiri stöðum. Ég var hins vegar harðákveðinn í þessu.
Fyrir einhverjum árum hafði ég séð auglýsingu frá Holtinu og fannst það
sjarmerandi. Og ég er stoltur af því. Þetta var góður skóli,“ segir hann.
Móðir hans helsta fyrirmyndin
Mataráhugann segir hann hafa komið frá móður sinni, Guðrúnu Þórðar-
dóttur. Hann ólst upp í Borgarnesi í sjö systkina hópi og á heimilinu var
alltaf framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. „Það var
bara allur pakkinn. En ég byrjaði snemma að fikra mig áfram í eldhúsinu
og það var í gegnum múttu. Það er kannski væmið að segja það en hún
er auðvitað fyrirmyndin mín.“ Einnig var það föðurbróðir hans, Eggert
Eggertsson, sem ýtti við unga manninum og hvatti hann áfram í náminu.
„Eggert var bryti hjá Eimskip og var kallaður Lilli. Það var eiginlega
hann sem kom mér í tengsl við Hótel Holt á sínum tíma og hann sparkaði
í mig og lét mig klára þetta.“
Aðspurður út í opnun á staðnum segist hann ekki geta svarað því en
spennan fyrir þeim tímapunkti sé orðin mikil. „Ég vildi að ég gæti sagt
hvenær ég ætla að opna en það er ekki hægt. En ég veit að þetta verður
flott og við höfum fengið til liðs við okkur glæsilegt teymi, m.a. Höllu
Hamar, sem hannaði staðinn, og einnig Sigmund V. Kjartansson, sem
hannaði húsgögnin. Ég er mjög stoltur af að hafa fengið að vinna með
þeim. Sætin á stólunum sem hann hannaði eru svo þægileg að við ættum
kannski að setja straum undir svo fólk sitji ekki alltof lengi,“ segir Jói að
lokum í gríni og skellir upp úr. Jói spjallar við vinkonuhópinn. Við hlið hans, vinstra megin, er eiginkona hans, Hafdís.
Krakkarnir taka við eftirréttinum, afskaplega girnilegri franskri súkkulaðiköku.
Blóðappelsínusalsa, bakað
hvítsúkkulaði, hjartafró
og blóðappelsínusósa
Frönsk súkkulaðikaka
400 g 55% súkkulaði
400 g smjör
400 g sykur
5 egg
70 ml kaffi
Sykur og kaffi soðið sam-
an í síróp þar til það fer
að þykkna, þá er smjörið
hrært saman við og þar á
eftir súkkulaðið. Eggin
eru pískuð vel saman og
hrært saman við blönd-
una. Kakan er sett í mót
og höfð u.þ.b. 1½ sentí-
metra þykk. Bökuð við
160°C í 40 mínútur og
svo kæld niður. Best að
baka daginn áður og leyfa
henni að stífna vel.
Blóðappelsínusalsa
3 stk blóðappelsínur
8 lauf fínt skorin
sítrónumelissa
Börkurinn er skorinn ut-
an af blóðappelsínunum
og allir bátarnir skornir úr
þeim, svo eru þeir skornir
í grófa bita og sítrónumel-
issunni blandað saman
við.
Blóðappelsínusósa
200 ml ferskur
blóðappelsínusafi
150 g sykur
Safanum og sykrinum er
blandað saman í pott.
Soðið niður í síróp og svo
kælt.
Bakað hvítsúkkulaði
150 g hvítt súkkulaði
Hvítsúkkulaðið er sett á
smjörpappír og bakað við
130°C í 15-20 mínútur,
svo er það kælt og leyft
að stífna vel. Þá má ann-
aðhvort skera það gróft
niður með hníf eða setja í
matvinnsluvél og mylja
það.
Frönsk
súkkulaðikaka
Það var skemmtileg stemning á meðal
gesta og maturinn einstaklega góður.
Morgunblaðið/Golli
* Ég hafðiþó vit til að bíða og
fór til Vest-
mannaeyja
á meðan að
vinna í fisk-
vinnslu og
skellti mér
á sjó. Maður
tók upp
á ýmsu.