Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 39
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Darwin hefur vakið athygli okkar á söguþeirrar tækni sem í náttúrunni felst. Karl Marx Búist er við því að tæknirisinn Apple kynni til sög- unnar nýja tónlistarveitu, endurbætta útgáfu af Beats Music, í sumar. Freistar fyrirtækið þess að ná hlut- deild í þeim ört vaxandi markaði sem tónlistarveitur á netinu eru, þar sem Spotify og YouTube ráða nú ríkjum. Einhverjar efasemdir eru um ágæti viðskiptahátta Apple þar sem alríkisráð viðskiptamála Bandaríkja hefur hafið rannsókn á viðskiptaháttum tæknirisans og bætist alríkisráðið þannig í hóp dómsmálaráðu- neytis Bandaríkjanna og samkeppnisráðs Evrópusam- bandsins en stofnanirnar tvær hafa áður rannsakað viðskiptahætti Apple í tengslum við tónlistarveituna. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu í vikunni rannsóknina beinast að Apple þar sem fyrirtækið er sagt hafa þrýst á tónlistarrétthafa- og útgefendur með það fyrir augum að þeir endurnýjuðu ekki samninga sína við tónlistarveitur sem bjóða upp á hlustun á tónlist án endurgjalds. Takist Apple ætlunarverkið gefur það augaleið að tónlistarveita Apple stendur mun betur í samkeppni þegar hún verður kynnt til sögunnar. Hátt settir einstaklingar innan tónlistargeirans hafa verið yfirheyrðir vegna málsins í rannsóknum stofnananna þriggja, þar sem það virðist sem Apple hafi notað ítök sín innan tónlistargeirans til þess að koma í veg fyrir endurnýjun samninga um að tónlistarveitur megi bjóða upp á endurgjaldslausa spilun á tónlist þeirra. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi. Fjöldi Spo- tify-notenda er 60 milljónir, en aðeins fjórðungur þeirra greiðir fyrir þjónustuna. Um 900 milljörðum króna var varið í tónlist á netinu á síðasta ári á sama tíma og sala á tónlist á síðum á borð við iTunes dróst saman um 8 prósent. Búist er við að greiða þurfi fyrir þjónustuna hjá Apple. „Þessir gaurar eru harðsvíraðir, alla leið upp að Tim Cook,“ sagði ónefndur heimildarmaður innan úr tónlistarheiminum við fjölmiðla Vestanhafs í vikunni. Einnig hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum að Apple sé búið að bjóðast til að greiða Universal Mu- sic Group sömu fjárhæð og YouTube greiðir tónlist- arrisanum, gegn því að UMG banni YouTube að spila lögin sín. VIÐSKIPTAHÆTTIR APPLE RANNSAKAÐIR Ókeypis tónlist ei meir? Apple er sagt hafa beitt sér fyrir því að tónlistarrétthafar endurnýjuðu ekki samninga við Spotify og YouTube. AFP Um þúsundir ára hefur mannfólk stuðst við smurningu af einhverjum toga til þess að koma í veg fyrir að líkamar hinna dauðu brotni niður. Hins vegar slær viðleitni Rússa til þess að viðhalda líkama Vladimirs Leníns, upphafsmanns Sovétríkj- anna, allt annað út. Margar kyn- slóðir vísindamanna hafa varið næstum heilli öld í að fínstilla þær aðferðir sem beitt er til þess að halda við útliti, sveigjanleika og trúverðugleika líkamsleifa bylting- arleiðtogans. Á þessu ári var skellt í lás í grafhýsi Leníns á Rauða torginu í Moskvu í því skyni að vís- indamenn gætu hresst upp á líkið svo það gæti aftur verið til sýnis og í sínu besta formi á 145 ára afmæli Leníns, hinn 22. apríl síðastliðinn. Fjallað er um málið á vef Scientific American. Umsjón með því að viðhalda lík- ama Leníns er í höndum stofnunar sem kallast Miðstöð um vísinda- rannsóknir og kennsluhætti í líf- tækni (e. Center for Scientific Research and Teaching Methods in Biological Technologies) í Moskvu. Hópur ólíkra vísindamanna hefur umsjón með líkamsleifum Leníns. Þeir hjálpa einnig til við að halda við líkömum þriggja annarra þjóðarleiðtoga, nánar tiltekið Ho Chi Minh og þeirra feðga Kims Il- sungs og Kims Jong-ils. Aðferðir Rússanna í dag þykja byltingar- kenndar að því leyti að lögð er áhersla á að viðhalda útliti, lögun, litum og sveigjanleika útlima Len- íns en ekki endilega að sjá til þess að líffræðilegar leifar hans haldi sér. Að þessu leyti hafa þeir skapað ferli sem er hálfvegis líffræðilegt og er ansi frábrugðið annars konar og hefðbundnari aðferðum við að smyrja lík. „Þeir skipta öðru hverju út hlutum af skinni og holdi Leníns fyrir plastefni og annars konar ónáttúrulegt efni svo hvað líffræði varðar er sífellt minna og minna af upprunalega líkamanum eftir,“ seg- ir Alexei Yrchak, prófessor í mann- fræði við Berkeley. „Það gerir að verkum að ferlið er allt öðruvísi en það sem hefur tíðkast til þessa, þar sem áherslan var alltaf á það að viðhalda upprunalega efninu á með- an lögun líkamans breytist.“ Lenín dó árið 1925 og flestir sov- éskir leiðtogar voru andsnúnir því að líkami hans yrði geymdur svo hægt yrði að sýna hann almenningi, nema þá aðeins tímabundið. Margir sáu fyrir sér að hann yrði grafinn í lokaðri gröf á Rauða torginu. Kald- ur vetur varð hins vegar til þess að líkamsleifar Leníns héldu sér í nokkuð viðunandi ástandi í næstum tvo mánuði og mikill mannfjöldi lagði leið sína á torgið til að berja þær augum. Á þessu tímabili fékk sú hug- mynd að smyrja líkið byr undir báða vængi. Til að forðast hvers kyns hugrenningatengsl við jarð- neskar leifar trúarleiðtoga var sú staðreynd gerð opinber að sovéskir vísindamenn bæru ábyrgð á því að halda líkinu við. MEÐ NÝJUSTU TÆKNI ER ÝMISLEGT HÆGT Grafhýsi Leníns er á besta stað við Rauða torgið. Lappað upp á Lenín Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. *Tilboð gildir til 4. maí 2015 eða meðan birgðir endast. iPhone 6Plus 16GB Tilboðsverð 124.990.-* Fullt verð: 139.990.- Grár | Gull | Silfur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.