Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 40
H vernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Ég myndi segja að hann væri nú frekar ein- faldur og afslappaður. Mikið svart og mikið hvítt. Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Get reyndar ekki sagt það. Mér þykja margir fáránlega flottir í tauinu, en ég reyni samt ekki að klæða mig eins og þeir. Ætli það gerist samt ekki ómeðvitað … Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Ég veit ekki mikið um hönnuði. Hendi í JÖR hérna … Ætlar þú að festa kaup á einhverju sér- stöku fyrir vorið? Það er möst að fá sér eina munstraða mussu. Hefur þinn persónulegi stíll þróast mikið með árunum? Já, hann hefur einfaldast töluvert. Ég var mikið í marglitum munstrum hér áður fyrr. En einfalt er betra. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Bolir eru líklega mín veikasta hlið! Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verð- miðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Einhvern sóðalegan frakka. Ertu með eitthvert mottó þegar kemur að fatastíl? Já, það er að reyna að vera tiltölulega opinn fyrir nýjungum. Ekki of mikið og ekki of lítið. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Einhvern tímann var ég með tóbaksklút um hálsinn. Mér finnst þær myndir ekkert sérstakar í dag. Hver eru bestu fatakaupin þín? Nike air max-skórnir mínir nýju eru í uppáhaldi eins og er. FATASTÍLLINN EINFALDAST MEÐ ÁRUNUM Friðrik Dór Jónsson er með afslappaðan fatastíl. Hann klæddist mikið marg- litum munstrum áður fyrr en segir nú einfalt betra. Morgunblaðið/Eggert Ekki of mikið og ekki of lítið SÖNGVARINN FRIÐRIK DÓR JÓNSSON ER MEÐ SKEMMTILEGAN FATASTÍL. FRIÐRIK REYNIR AÐ VERA OPINN FYRIR NÝJUNGUM Í FATASTÍL OG SEGIR MUNSTRAÐA MUSSU ALGERT MÖST FYRIR SUMARIÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Aðspurður um tískuslys segist Friðrik ekki vera hrifinn af tóbaks- klútunum sem hann bar á yngri árum. Nýju Nike air max- strigaskórnir eru í uppáhaldi þessa dagana. Friðrik á gríðarlegt safn af bolum. Friðrik Dór heldur upp á ís- lenska hönn- unarhúsið JÖR by Guðmundur Jörundsson. Tíska Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Golli *Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson,stofnandi og yfirhönnuður JÖR by GuðmundurJörundsson, sem getið hefur sér gott orð fyrirhönnun sína, stendur fyrir tveggja vikna fata-hönnunarnámskeiði milli kl. 18.30 og 22. Þar fánemendur að kynnast ferli og fá innsýn í heimfatahönnunar. Námskeiðið hefst 17. maí næst- komandi. Guðmundur Jör. með námskeið í fatahönnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.