Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 47
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 nefndur á nafn. He sagði í viðtali við The New Yorker að hann hefði allt- af verið óvinsæll hjá íhaldsöflum í Kína, en upp á síðkastið hefði ástandið versnað: „Þeir eru ekki jafn tilbúnir að leyfa virkar umræð- ur.“ He hefur barist fyrir umbótum í kínversku réttarfari og heldur því fram að kínverski kommúnistaflokk- urinn sé ólögleg samtök í Kína þar sem hann sé ekki skráður. Þessi nýja lína mælist ekki vel fyrir hjá kínverskum mennta- mönnum, að því er segir í frétta- skýringu um málið í The Wash- ington Post. Vísa margir til þess að kommúnisminn sé innfluttur frá Vesturlöndum. Xia Yeliang, gesta- fræðimaður hjá Cato-stofnuninni í Washington, sem var hagfræðingur við Peking-háskóla þar til hann var rekinn árið 2013, að hann segir fyrir skoðanir sínar, vænir kínversk yfir- völd um hræsni í The Washington Post. „Var Karl Marx austur- lenskur?“ spyr hann. „Voru ekki marxismi og sósíalismi fengnir frá vestrinu?“ Flokksstefna í listum Forsetinn vill líka leggja línuna í listum. Listamenn ættu að „fylgja stefnu flokksins í listum,“ sagði Xi þegar hann ávarpaði listamenn og rithöfunda í Peking í október í fyrra. Þeir ættu ekki að „missa fót- festuna í sjávarföllum markaðs- hagkerfisins né missa áttanna þegar þeir [svöruðu] spurningunni „hverj- um eigi að þjóna““. Samkvæmt frétt fréttastofunnar Xinhua af ræðunni sagði hann listamönnum hvernig og hvað þeir ættu að skapa: „Notið anda raunsæis og rómantískra til- finninga til að lýsa upp hið raun- verulega líf, notið ljós til að hrekja brott myrkrið og hið góða til að sigra ljótleikann. Leyfum fólki að sjá hið góða, fyllast von, eiga sér drauma.“ Einnig hefur verið harðar tekið á andófi eftir að Xi varð forseti. 44 blaðamenn sitja í fangelsi í Kína, samkvæmt samtökunum CPJ, Nefnd til varnar blaðamönnum, fleiri en í nokkru öðru landi. Þekktir lögmenn, sem hafa látið að sér kveða í mannréttindamálum, hafa verið settir í fangelsi. Í febrúar í fyrra var útgefandi frá Hong Kong, sem ætlaði að gefa út gagnrýna ævisögu um Xi, hand- tekinn þegar hann kom til meginlands Kína. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að smygla sjö málning- ardósum. Nýtt valdakerfi Eftir að Xi komst til valda hefur málflutningur gegn Bandaríkjunum og vestrænum áhrifum farið vax- andi. Samkvæmt athugun blaðsins Christian Science Monitor þrefald- aðist fjöldi and-vestrænna greina í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kín- verska kommúnistaflokksins, milli 2013 og 2014. Umræðan snýst þó ekki bara um andúð á öllu vestrænu og þá sérstaklega bandarísku, held- ur einnig hvernig Kína eigi að leysa Bandaríkin af hólmi sem heimsveldi. Blaðamaðurinn Fareed Zakaria skrifaði í vikulegum dálki sínum í The Washington Post í nóvember í fyrra að Kínverjar væru að reyna að skipta út því valdakerfi, sem Banda- ríkjamenn komu á eftir að heims- styrjöldinni síðari lauk 1945, fyrir sitt eigið. Slíkur málflutningur hefði vissu- lega alltaf verið til staðar, meira að segja í valdatíð hins rósama Hus Jintaos, en hin nýja lína gæti mark- að mestu stefnubreytingu í alþjóða- stjórnmálum í aldarfjórðung, að mati Zakarias. Hann rekur í greininni hvernig kínverskir ráðamenn reyni ávallt að finna sér vettvang þar sem Banda- ríkjamenn séu ekki fyrir á fleti. Fyrir ári kom Xi fram á ráðstefnu um samskipti og uppbyggingu trausts í Asíu. Ráðstefnuna héldu lítt þekkt samtök og segir Zakaria að helsti kosturinn við hana fyrir Kínverja hafi virst vera fjarvera Bandaríkjamanna. Í ræðu sinni þar sagði Xi að það væri hlutverk „þjóða Asíu að reka málefni Asíu … og tryggja öryggi Asíu“. Eins og Zak- aria bendir á hefur aðeins eitt ríki utan Asíu leikið lykilhlutverk í að tryggja öryggi í Asíu. Besta dæmið um viðleitni Kín- verja til að hasla sér völl og snið- ganga um leið Bandaríkin er senni- lega hinn nýi fjárfestingarbanki fyrir Asíu, AIIB, sem stofnaður var í byrjun apríl. Rétt áður en fresturinn til að ger- ast stofnaðili að bankanum rann út rigndi inn umsóknum, þar á meðal frá ríkjum, sem ekki teljast meðal helstu bandamanna Kínverja. Þar má nefna Taívan og Noreg. Í frétt- um sagði að meira að segja kín- verskir ráðamenn hefðu verið gátt- aðir á áhuganum. 46 ríki sóttust eftir því að taka þátt í stofnun bankans, sem á að hafa aðsetur í Peking. Kínverjar áttu von á að áhuginn yrði mestur meðal ríkja í Asíu, en fjöldi ríkja ut- an álfunnar slóst í hópinn, þar á meðal 14 af 20 helstu iðnaðarþjóða heims. Í þeim hópi eru Brasilíu- menn, Frakkar, Rússar og Þjóð- verjar. Íslendingar eru einnig meðal stofnþjóðanna. Bandaríkjastjórn lagðist gegn stofnun bankans, en Kínverjar ákváðu að bjóða þeim byrginn. Blað- ið The New York Times hefur eftir bandamönnum Bandaríkjamanna að stjórnvöld í Washington hafi gagn- rýnt bankann á þeim forsendum að hann væri úthugsuð tilraun til að grafa undan Alþjóðabankanum og Þróunarbanka Asíu, al- þjóðlegum fjármála- stofnunum þar sem Bandaríkjamenn og Japanar hafa tögl og hagldir. Staðreyndin er hins vegar sú að þær fjár- málastofnanir þar sem Bandaríkjamenn hafa mest ítök anna ekki eftirspurn eftir fjármagni til að leggja vegi, járn- brautarteina og leiðslur og Kínverj- ar eiga drjúga sjóði. Þegar Bretar, sem löngum hafa verið dyggustu bandamenn Banda- ríkjamanna, ákváðu að vera með vegna þess að Kína væri of stór markaður til að þeir hefðu efni á að sitja hjá var sem brysti stífla. Af helstu bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu var aðeins Japan eftir. Suður- Kórea ákvað að vera með og sömu- leiðis Ástralía eftir að hafa gefið fyr- irheit um annað. Kínverskir ráðamenn eru að sögn The New York Times sigri hrósandi yfir því að bandamenn Bandaríkja- manna í Asíu og Evrópu hafi farið þvert gegn vilja þeirra. „Hann hefur kjark til að sigrast á hvaða tígri sem er, sama hversu stór tígurinn er,“ segir í einu popp- laginu um Xi Jinping. „Hann er hvorki hræddur við himin, né jörð. Okkur dreymir um að hitta hann.“ AFP * Synirog dætur Kína fylgja þér fram veginn, hönd í hönd Kínverska landsliðið datt í fyrra niður í 97. sætið á lista FIFA yfir bestu knattspyrnuþjóðir heims, en hefur á þessu ári tekist að príla upp í 82. sætið. Hæst hefur liðið komist í 38. sætið árið 1998. Það er sama sæti og Ísland vermir núna eftir að hafa náð 33. sæti í fyrra. Þótt kínverska landsliðið hafi ekki átt mikilli velgengni að fagna (það er að segja karlalandsliðið, kvennaliðið hefur verið í fremstu röð um nokkurt skeið, komist einu sinni í úrslitaleikinn í heims- meistarakeppni og hafa unnið As- íubikarinn átta sinnum) eru mikl- ar kröfur gerðar til þess og hefur komið til óeirða út af gengi þess. Þess eru dæmi að sett hafi verið afsökunarbeiðni á vefsíðu liðsins hafi það leikið sérlega illa. Þegar kínverska landsliðið tap- aði 5-1 í vináttulandsleik fyrir slöku liði Taílands 2013. Ekki var betra fyrir stoltið að sjö leik- mönnum taílenska landsliðsins hefði verið skipt út fyrir ungliða. Reiður múgur kom í veg fyrir að rúta með landsliðinu kæmist í burtu. Út brutust óeirðir og særðust hundrað menn. Í Kína eru mótmæli bönnuð og tekið á þeim af hörku. Reiði blossaði einnig upp á félagsmiðlum og var helsta tillagan að landsliðið yrði leyst upp. Opinber viðbrögð voru vægð- arlaus. Á síðum ríkisblaðsins Fréttir frá Peking sagði að bætt hefði verið við „nýjum kafla í „skammarsögu“ landsliðsins“ og ríkisfréttaveitan Xinhua sagði að getuleysi í að halda boltanum, lé- leg liðsheild og „einkum og sér í lagi alger skortur á baráttuanda“ hefði leitt til „mest niðurlægjandi ósigurs landsliðsins um árabil“ fyrir „unglingaliði“. Allar forsendur ættu að vera í hendi í Kína til að ná árangri í fót- bolta. Áhuginn er mikill og þjóðin fjölmenn. 1,4 milljarðar manna ættu að vera drjúg uppspretta fótboltamanna. Stjórnvöld hafa náð árangri í íþróttum með átaki. Kínverjar sópuðu til sín gullverðlaunum á Ólympíuleikunum 2008. Annað er hvort þær aðferðir dugi í hóp- íþróttum sem byggjast á liðsheild og frumkvæði og frumkvæði ein- staklingsins. Gao Lin og Yu Dabao, leikmenn kínverska landsliðsins, fagna marki í vináttleik við Túnis í lok mars. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1. Kínverska landsliðið er um þessar mundir í 82. sæti á lista FIFA yfir bestu knattspyrnuþjóðir heims. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.