Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 50
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
S
kákfélagið Huginn reit nafn sitt á
rollu íslenskrar skáksögu með
sigri á nýloknu Íslandsmóti skák-
félaga. Fylgt var fimm ára bún-
aðaráætlun Hermanns Aðalsteins-
sonar, fjárbónda og formanns félagsins, er
hann lagði fram á skerplu árið 2010, ásamt
200 lausavísum um strategíska hugsun í skák
og ágæti framsóknarmennsku. Fengu sauða-
menn í sveit Goðans sáluga skýr fyrirmæli
um að hampa sigurverðlaunum á Íslands-
mótinu á 10 ára afmæli félagsins árið 2015,
félaginu til framdráttar og Framsókn-
arflokknum til dýrðar, auk þess sem þeim var
gert að læra lausavísurnar utanbókar. Her-
mann vissi sem var að á tímum endalauss böl-
móðs og upphafningar lágmenningar með gosi
í Eyjafjallajökli í ofanálag, væri nauðsyn að
blása liðsmönnum nýjum metnaði í brjóst.“
Þannig kemst einn félagsmanna í skák-
félaginu Hugin, Jón Þorvaldsson, að orði í
pistli á heimasíðu félagsins, skakhuginn.is, í
tilefni af fræknum sigri Hugins á Íslandsmóti
skákfélaga fyrr í vor.
Hermann Aðalsteinsson mætir sjálfur í Há-
degismóa til að gera grein fyrir afrekinu –
vopnaður einhverjum stærsta bikar sem ég
hef um ævina séð. Ekki svo að skilja að for-
maður Hugins beri bikarinn með sér allt sem
hann fer, hann var beðinn um mæta með
hann í viðtalið vegna myndatökunnar. Her-
mann býr norður í Reykjadal en er staddur í
stuttri heimsókn hér syðra. Sonur hans, Jón
Aðalsteinn, er að taka þátt í skákmóti á Sel-
fossi. Eins og þeir feðgar færa taflmennina,
færa taflmennirnir þá.
Tefldi mikið í grunnskóla
Hermann er fæddur árið 1968 og ólst upp í
Bárðardal. Faðir hans kenndi honum ungum
mannganginn og tefldi Hermann töluvert í
æsku, ekki síst eftir að hann hóf nám við lít-
inn heimavistarskóla í sveitinni. „Það voru
engar tölvur á þeim tíma og fyrir vikið var
mikið teflt í frístundum og spilaður fótbolti,“
segir Hermann en eftir það vék skákin fyrir
öðrum hugðarefnum, námi og starfi.
Það var síðan fyrir rúmum áratug að Her-
mann vakti taflmennina upp af værum blundi.
Hann var þá sestur að í Reykjadal og upp-
götvaði sér til ánægju að fleiri skák-
áhugamenn voru í sveitinni. „Við byrjuðum að
hittast hálfsmánaðarlega, einhverjir átta karl-
ar og héldum æfingar og mót fyrir okkur
sjálfa. Þetta var árið 2004 og ári síðar stofn-
uðum við formlegt félag sem nefnt var Goð-
inn,“ segir Hermann.
Spurður um nafngiftina upplýsir Hermann
að hópurinn hafi komið saman í nágrenni
Goðafoss og þangað sé nafnið sótt. „Það er nú
ekki flóknara,“ segir hann brosandi. Fyrir sex
árum flutti hópurinn sig yfir til Húsavíkur,
þar sem teflt er í húsakynnum verkalýðs-
félagsins Framsýnar.
Tíu meðlimi þarf til að fá aðild að Skák-
sambandi Íslands og Hermann og félagar
ákváðu að hafa vaðið fyrir neðan sig, ellefu
menn stofnuðu félagið. „Ég átti svo sem ekki
von á því að við yrðum teknir gildir en við
fengum aðild,“ segir hann.
Við þetta færðist líf í tuskurnar og Her-
mann fór að leita uppi menn nyrðra sem
höfðu verið að tefla áður fyrr. Það gekk svona
og svona. „Ég komst að því að sumir voru
dánir og aðrir fluttir burt en fann þó fjóra
eða fimm menn á Húsavík sem mér tókst að
plata til að byrja aftur að tefla. Ég vissi að fé-
lagið myndi fljótt deyja drottni sínum tækist
okkur ekki að auka breiddina. Sem betur fer
tókst það en af þessum ellefu stofnfélögum
Goðans erum við bara tveir virkir í dag.“
Nýliðun og heimasíða
Hermann gerði sér grein fyrir því að ekki
væri nóg að draga gamlar kempur á flot,
heldur yrði að tryggja stöðuga nýliðun. Þess
vegna efndi hann til námskeiða í grunn-
skólum, á Húsavík, Laugum og Stórutjörnum,
og sinnir því starfi enn. „Til að byrja með var
lítið kennsluefni til en það hefur lagast, þökk
sé Smára Rafni Teitssyni, skákmanni frá Ak-
ureyri.“
Næsta verkefni Goðans var að opna heima-
síðu og var það gert gegnum Moggabloggið á
mbl.is. „Þá fór boltinn að rúlla fyrir alvöru,“
segir Hermann en bloggið vakti greinilega at-
hygli – og það í öðrum landsfjórðungum.
„Í mig hringdi dularfullur maður í Hafnar-
firði, Jón Þorvaldsson. Honum fannst greini-
lega áhugavert að það væri svona mikið líf í
skákíþróttinni á landsbyggðinni og óskaði eft-
ir því að gerast félagi í Goðanum. Við höfðum
sett okkur skýrar reglur um að enginn fengi
aðild að félaginu utan héraðsins nema öll
stjórnin veitti einróma samþykki sitt og tók-
um okkur rúman umhugsunarfrest. Jón hefur
eflaust ekki vitað hvaðan á hann stóð veðrið.
Síðan hleyptum við honum inn, fyrstum íbúa
á höfuðborgarsvæðinu og sjáum ekki eftir því.
Jón er ekki bara liðtækur skákmaður heldur
líka vel tengdur í skáksamfélaginu og fljót-
lega fóru öflugir menn að streyma inn í félag-
ið,“ segir Hermann en Jón fékk strax til liðs
við Goðann Einar Hjalta Jensson, mjög sterk-
an skákmann, skákkennara og núverandi
þjálfara kvennalandsliðsins.
Hló að stórum áformum
Goðinn tók fyrst þátt í Íslandsmótinu vet-
urinn 2007-08, sendi eina sveit til keppni.
Þeim var fjölgað í tvær árið 2010. Hermann
segir engin heimsyfirráð hafa verið í kort-
unum en Jón hafi haft stóra drauma og hvatt
til þess að stefnt yrði að Íslandsmeistaratitli
árið 2015. „Ég hló bara að því á þeim tíma
enda var það algjörlega óraunhæft. Við höfð-
um engan mannskap í slík afrek.“
Það breyttist þó hratt. Fyrstu stórmeist-
ararnir, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss
Grétarsson, gengu til liðs við Goðann árið
2010 og að sögn Hermanns var félagið við það
að springa úr vaxtarverkjum.
Haustið 2012 var næsta skref tekið, þegar
Goðinn sameinaðist skákfélaginu Mátum, sem
samanstóð af Akureyringum búsettum á höf-
uðborgarsvæðinu. Var það fyrsta sameining
skákfélaga hér á landi í langan tíma. „Þarna
bættist okkur góður liðsauki, Pálmi Péturs-
son, Magnús Teitsson, Arnar Þorsteinsson,
Jón Árni Jónsson og margir fleiri,“ rifjar
Hermann upp.
Þegar hér var komið sögu taldi skákfélagið
Goðinn-Mátar rúmlega eitt hundrað félaga og
gekk í daglegu tali undir nafninu GM sem á
einkar vel við, enda enska skammstöfunin fyr-
ir stórmeistara, Grand Master.
GM náði prýðilegum árangri á Íslands-
mótinu veturinn 2012-13, hafnaði í fjórða sæti
í 1. deild. Veturinn áður var Goðinn í 2. deild.
Fengu á sig ellefu kærur
Þetta varð eini veturinn sem GM tók þátt í
Íslandsmótinu því sumarið 2013 sameinaðist
félagið öðru af stóru skákfélögunum í Reykja-
vík, Helli. Einhverjir töldu þann gjörning
raunar ólögmætan og kvörtuðu til Skák-
sambands Íslands. „Þetta var mjög umdeilt,
skömmu áður en Íslandsmótið hófst og við
fengum á okkur hvorki fleiri né færri en ell-
efu kærur. Þeim var öllum vísað frá. Það voru
engar reglur sem bönnuðu sameininguna en
eftir á að hyggja hefur hún eflaust orkað tví-
mælis.“
Veturinn 2013-14 tefldi hið nýja félag, GM
Hellir, fram níu sveitum á Íslandsmótinu og
hafnaði A-liðið í öðru sæti 1. deildar.
Kosið var um nafn og merki hins samein-
aða félags á aðalfundi 2014 og varð skák-
félagið Huginn fyrir valinu, eftir öðrum af
hröfnum Óðins.
Fyrir nýliðinn vetur gengu stórmeistararnir
Hjörvar Steinn Grétarsson og Stefán Krist-
jánsson til liðs við Hugin, auk þess sem félag-
ið kvaddi á vettvang tvo erlenda stórmeistara,
svo sem heimilt er samkvæmt reglum. Mest
voru það Gavin Jones frá Englandi og Robin
van Kampen frá Hollandi en einnig hefur
Kanadamaðurinn Eric Hansen teflt fyrir
Hugin. Hann ku vera af dönskum ættum.
Bæði A og B-lið Hugins tefldu í 1. deild í
vetur og varð A-liðið Íslandsmeistari. „Ég er
auðvitað mjög stoltur af þessum árangri,“
segir Hermann. „Það er ekki lítið mál að
manna sextán borð í 1. deild Íslandsmótsins
en þetta gekk eins og í sögu. Við erum með
gríðarlega góðan mannskap.“
370 skráðir félagar
Hermann, Jón Þorvaldsson og Vigfús Ó. Vig-
fússon, varaformaður Hugins, eru liðsstjórar
og sjá að mestu um liðsvalið enda segir for-
maðurinn það of mikið verk fyrir einn mann.
Sjálfur teflir hann á Íslandsmótinu og var í
F-liði Hugins í vetur.
370 skákmenn eru skráðir í Huginn, þar af
um 200 virkir. Spurður hvort það sé ekki
mikið mál að stýra svo stóru félagi að norðan
hristir Hermann höfuðið. „Nei, það hefur ekki
vafist fyrir mér. Ég sé um starfið fyrir norð-
an og Vigfús ber hitann og þungan af starfinu
hérna fyrir sunnan. Við höfum verið með
skákkennslu fyrir börn í Mjóddinni og í sam-
starfi við skákdeild Breiðabliks í Stúkunni í
Kópavogi. Síðan fer ég áfram í skólana fyrir
norðan. Það er nauðsynlegt að halda ungvið-
inu við efnið.“
Hann segir frekari stækkun eða samein-
ingar ekki á döfinni. „Félagið er mátulega
stórt eins og það er en í ljósi sögunnar er lík-
lega best að segja sem minnst um það mál.“
Hann brosir.
Hermann segir Hugin að sjálfsögðu stefna
að því að verja Íslandsbikarinn að ári. Langur
vegur sé þó framundan og aldrei að vita
nema breytingar verði gerðar á keppnisfyrir-
komulaginu á aðalfundi Skáksambandsins
sem haldinn verður í lok þessa mánaðar. Það
geti haft áhrif. „En auðvitað stefnum við að
því að halda okkur á toppnum. Þar viljum við
vera.“
Að bæta úr skák
ÁRIÐ 2005 STOFNAÐI HERMANN AÐALSTEINSSON, FISKELDISFRÆÐINGUR OG BÓNDI, ELLEFU MANNA
SKÁKFÉLAG NORÐUR Í REYKJADAL. ÁRATUG OG TVEIMUR SAMEININGUM SÍÐAR TELUR FÉLAGIÐ 370 MANNS
OG FAGNAÐI Á DÖGUNUM SÍNUM FYRSTA ÍSLANDSMEISTARATITLI. HERMANN ER AÐ VONUM
AÐ RIFNA ÚR STOLTI YFIR ÞESSUM GÓÐA ÁRANGRI SKÁKFÉLAGSINS HUGINS OG LOFAR
AÐ ÁFRAM VERÐI TEFLT TIL SIGURS, AUK ÞESS SEM HLÚÐ VERÐI VANDLEGA AÐ GRASRÓTINNI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
* Það er ekki lítiðmál að mannasextán borð í 1. deild
Íslandsmótsins en þetta
gekk eins og í sögu. Við
erum með gríðarlega
góðan mannskap.