Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 56
V ið erum full tilhlökkunar og von- um að verkefnið eigi eftir að þróast á spennandi og áhuga- verðan hátt,“ sagði Christoph Büchel í stuttri yfirlýsingu í vik- unni, svissneski myndlistarmaðurinn sem bú- settur hefur verið á Íslandi síðustu átta árin er nú fulltrúi þjóðarinnar á hinum virta myndlist- artvíæringi í Feneyjum sem hófst í gær. Nán- ast ekkert lak út um fyrirhugað verkefni Büc- hel fyrr en heimspressan greindi frá því sama daginn, að hann myndi setja upp í aflagðri kirkju í Feneyjum verkið Moskan – Fyrsta moskan í hinum sögulega hluta Feneyja. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi vakið umtalsverða athygli og eftirtekt, áður en sýningin var opnuð; til að mynda valdi Bloom- berg fréttaveitan það efst á lista tíu athyglis- verðustu skálanna á tvíæringnum. En einnig kom í ljós að embætti sýslumanns Feneyja leist ekki á hugmyndina og dró að afgreiða leyfi fyrir sýningunni. Það var ekki fyrr en á síðustu stundu, í orðins fyllstu merkingu, að ljóst var að opnunarathöfnin gæti farið fram og gestum verið hleypt inn í skálann. Fjölbreytt fræðsludagskrá Þrátt fyrir að Büchel hafi sett upp viðamiklar innsetningar, og oft umdeildar, í merkum söfn- um og liststofnunum, þá er hann lítið fyrir sviðsljósið og hefur aldrei gefið fjölmiðlum færi á viðtölum. Sýningarstjóri verksins, Nína Magnúsdóttir, sem einnig er sambýliskona listamannsins, svarar því fyrir verkefnið og þegar rætt var við hana um miðja viku sagði hún vinnuna „vera á síðustu metrunum“ en þetta myndi hafast. Þegar Nína er spurð að því hvort verkið sé raunveruleg moska, svarar hún með óræðum hætti: „Fólk má velta fyrir sér, hvar þau mörk liggja …“ Hún bætir við að í moskunni verði metn- aðarfull upplýsingaþjónusta og munu áhuga- samir geta fylgst með dagskránni á vefnum www.mosque.is. Allir eru velkomnir í bæna- húsið eða íslenska skálann. „Í því sem við köllum fræðsluhluta bygging- arinnar er einskonar margnota kennslustofa þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Í músl- imasamfélaginu hér í Feneyjum er fólk frá 29 þjóðum, og 30 með því íslenska, og þeir komu með þá hugmynd að þar myndi hver þjóð kynna sínar venjur og siði með sínum hætti, hvort sem er í fyrirlestraformi eða til dæmis kennslu í handverki eða samræðum, um hefðir og menningu.“ Eins og ljósmyndir sýna, þá hefur á gólfi þessarar fyrrverandi kaþólsku kirkju verið komið fyrir bænateppum og svokölluðum mi- hrab, bænaskoti sem sýnir stefnuna til Mekka og þar munu múslimar iðka trú sína meðan ís- lenski skálinn er opinn. Nína segir að í kapellu við hliðina fari fræðslan fram. Þá er þar líka skrifstofa imams, svæði fyrir börn, aðstaða til að þvo sér fyrir bænir og annað sem tíðkast í bænahúsum múslima. Büchel hóf strax í undirbúningum samtal við samfélög múslima í Feneyjum og á Íslandi. „Þeir eru samstarfsaðilar í verkefninu og allt hefur verið gert í nánum samskiptum við þá,“ segir Nína. Vitaskuld er viðfangsefni sýningarinnar við- kvæmt, eins og fréttir síðustu daga hafa sýnt, þar sem embætti sýslumanns í Feneyjum dró lengi að afgreiða leyfi fyrir skálanum. Fá að- standendur sýningarinnar ekki þau viðbrögð að þetta sé vogað viðfangsefni? „Jú. Þetta hefur að sumu leyti verið mjög þungt í vöfum …“ svarar Nína hikandi. „Þetta hefur verið erfitt ferli, því eins og þú segir þá er þetta erfitt viðfangsefni og hér í Feneyjum hefur aldrei verið tilbeiðslustaður fyrir músl- ima. Það er merkilegt í því ljósi hvað Feneyjar eru mikil túristaborg. Í dag koma hingað fimm til átta flugvélar á dag frá arabalöndum, yfir helsta ferðamannatímann. Segja má að þetta sé viss þjónusta sem borgin býður ekki upp á.“ Múslimar þurfa því að halda í bænahús í hinum nýrri hluta borgarinnar, á meginland- inu, sem Nína segir vera um þriggja stund- arfjórðunga ferð. En Büchel forðast ekki erfið eða viðkvæm umfjöllunarefni í sinni list? „Nei, og hann vinnur mikið beint inn í að- stæður á hverjum stað og undirbýr sig áður en að uppsetningunni kemur, rannsakar sögu- legar forsendur og bakgrunn þeirra svæða og jafnvel bygginga sem hann vinnur inn í,“ svar- ar hún. „Hann vinnur alltaf mjög staðbundið og hefur reynt að finna fleti á viðfangsefninu sem eru áhugaverðir og kveikja samræður. Við staðinn og samtímann. Hann tengir líka aftur í sögulegar forsendur og hvað er brenn- andi í samtímanum.“ Er samræðan sem verkin skapa mikilvæg? „Já, tvímælalaust. Hún er stór þáttur verks- ins.“ Lífrænt og lifandi ferli Þegar Nína er spurð að því hvort tillagan sem þau sendu til valnefndar, sem valdi þau sem fulltrúa Íslands í Feneyjum, hafi verið eins og útkoman er nú þá segir hún að hjá Büchel sé þetta alltaf lífrænt og lifandi ferli. „Christoph leggur upp með hugmynd og konsept sem hann kynnti í þessu tilviki inn í þessar aðstæður. Svo fór í gang samræða, meðal annars við múslimasamfélagið, og verkið þróaðist og það verður líka í stanslausri þróun eftir opnunina. Við erum með það upplegg að hér verði tungumálakennsla, í ítölsku fyrir inn- flytjendur, í arabísku, sem múslimasamfélagið mun sjá um, og jafnframt í íslensku ef áhugi er hjá innflytjendum á að kynnast tungumáli og menningu Íslands, mögulega með það fyrir augum að sækja landið heim eða flytja til Ís- lands. Þetta verkefni kemur frá Íslandi og heima fer innflytjendum nú fjölgandi. Innflytjendur hafa verið fámennir þar til þessa enda ekki auðvelt ferli að fá að verða Íslendingur.“ Þegar spurt er hvort Büchel hafi áður unnið á svona beinan hátt með trúarbrögð í verkum sínum, segir Nína að það hafi hann gert og síðast í Tasmaníu í Ástralíu í vor sem leið. „Það var hluti af stóru verki sem hann kallaði „religious fair“ eða markað trúarbragðanna. Þar bauð hann fólki allra trúarbragða sem iðk- uð eru í landinu að kynna þau á einskonar markaðstorgi í tvo daga. Það var mjög vel heppnað.“ Þakklát fyrir stuðninginn Nína segir að eftir opnun íslenska skálans verði starfsfólk í honum, bæði á vegum músl- imasamfélagsins og annað starfsfólk sem hefur komið að undirbúningnum. „Við Christoph komum til með að vera áfram í nánum sam- skiptum við þau og komum aftur til að taka þátt í dagskránni.“ Þegar spurt er um kostnaðinn við fram- kvæmdina, sem eflaust er mikill, segir hún mjög gott fólk hafa komið að verkefninu og þá einnig lagt til fé. Þau séu mjög þakklát fyrir allan þann stuðning. „Það er mjög mikið mál að taka þátt í Feneyjatvíæringnum og ég held það megi alveg endurhugsa hvernig staðið er að því fjárhagslega,“ segir hún. „Með jafn tak- mörkuðum fjármunum og við höfum er mjög erfitt að framkvæma svona virkilega metn- aðarfull verkefni. Það hefur alltaf verið barningur hjá íslensku þátttakendunum og líka núna, fjármagnið er of lítið þótt allir ráðist engu að síður í metn- aðarfull verk. Hér er einn helsti vettvangurinn fyrir samtímalistir í heiminum.“ Að lokum sagði Nína að við uppsetningu sýningarinnar hefðu þau ekki fundið fyrir neinum neikvæðum athugasemdum um verkið frá nágrönnum skálans þótt margir spyrðu hvernig verkið kæmi til með að þróast. Mót- staðan hefði einungis komið frá yfirvöldum, eins og fyrr var frá greint og skapað óvissu um opnunina fram á síðustu stundu. ÍSLENSKI SKÁLINN Á FENEYJATVÍÆRINGNUM HEFUR VERIÐ OPNAÐUR MEÐ UMTÖLUÐU VERKI „Þetta hefur verið erfitt ferli“ „ÞETTA HEFUR AÐ SUMU LEYTI VERIÐ MJÖG ÞUNGT Í VÖFUM,“ SEGIR NÍNA MAGNÚSDÓTTIR, SÝNINGARSTJÓRI ÍSLENSKA SKÁLANS Í FENEYJUM. ÞAR HEFUR MOSKAN, VERK CHRISTOPHS BÜCHEL, VERIÐ OPNUÐ. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Skrifstofa fyrir imam eða múslimaklerk er hluti verks Christophs Büchel í íslenska skálanum. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 Á þriðju og síðustu tónleikum vetrarins í tónleikaröðinni Konsert með kaffinu, í menningarhúsinu Hannesarholti við Grund- arstíg á morgun, sunnudag, klukkan 15, munu þær Anna Jónsdóttir sópran, Þóra Pas- sauer kontraalt og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari, flytja tónlist eftir Johannes Brahms og Pál Ísólfsson. Hárómantísk ein- söngslög eftir þá stallbræður, eins og segir í tilkynningu, en einnig 5 dúetta op. 66 eftir Brahms. Brahms samdi dúettana sumarið 1875 í Ziegelhausen í nágrenni Heidelberg og voru þeir frumfluttir í Vínarborg 29. janúar 1978. Sönglögin og dúettarnir fjalla í aðalatriðum um fegurð og duttlunga lífsins og ástarinnar. TÓNLEIKAR Í HANNESARHOLTI KAFFIKONSERT Flytjendurnir á tónleikunum, Anna Jónsdóttir, Brynhildur Ásgeirsdóttir og Þóra Passauer. Hluti nafnlauss verks eftir Hrönn Einarsdóttur sem gefur að líta á sýningunni í Ketilhúsinu. „Sköpun bernskunnar“ nefnist samsýning sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag, laugardag, klukkan 15. Þátt- takendur eru nemendur úr öllum leik- og grunnskólum Akureyrar, tíu starfandi mynd- listarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarn- arhúsi. Þema sýningarinnar er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin var að blanda saman list starfandi myndlistarmanna, sem fást við bernskuna í víðum skilningi, og verkum eftir börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýj- um þátttakendum ár hvert. SAMSÝNING Í KETILHÚSINU BERNSKUVERK „Komdu í kvöld“ er yf- irskrift minningartónleika sem haldnir verða í Saln- um í Kópavogi í kvöld, laugardag, um lagahöfund- inn vinsæla Jón Sigurðs- son, sem margir þekktu á sínum tíma sem „Jón í bankanum“. Jón Sigurðsson á heið- urinn af nokkrum kunnustu dægurperlum ís- lenskrar tónlistarsögu en í ár eru níutíu ár frá fæðingu hans. Meðal laga sem Jón samdi eru „Einsi kalda úr eyjunum“, „Ég er kominn heim“, „Komdu í kvöld“ og „Úti í Hamborg“. Þór Breiðfjörð, Jögvan Hansen, Hera Björk, Gunni og Felix, Hjördís Geirsdóttir og fleiri munu sjá um sönginn en hljómsveit- arstjórn er í höndum Pálma Sigurhjartar- sonar. MINNAST JÓNS Í BANKANUM KOMDU Í KVÖLD Jón Sigurðsson Menning Inngangurinn í hina afhelguðu kirkju og klaustur Abbazia della Misericordia, sem hýsir Moskuna. Múslimi þvær sér fyrir bænir, í þvottaaðstöðu eins og þekkist í hefðbundnum moskum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.