Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 57
Fjölskylda frá Treviso við bænir í Moskunni, á fyrrverandi kirkjugólfi kaþólskrar kirkju, í verki Christoph Büchel í íslenska skálanum í Feneyjum.
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Kvennakór Garðabæjar
heldur fimmtán ára afmæl-
istónleika í Guðríðarkirkju á
morgun, sunnudag, klukkan
16. Stjórnandi kórsins er Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópransöngkona.
2
Meðlimir tónlistarhópsins
S.L.Á.T.U.R. koma fram á
tónleikum og tónsmíða-
smiðju í KEX hosteli á
sunnudag milli kl. 13 og 16. Með
þeim eru gestir sem tilheyra sænsku
tilraunatónlistarsamtökunum Fylk-
ingen. Dagskráin er hluti af fjöl-
skyldudagskrá KEX og eru börn og
foreldrar sérstaklega velkomin.
4
Jónína Guðnadóttir, sem
um árabil hefur verið í fram-
varðarsveit íslenskra leirlista-
manna, mun á sunnudag
klukkan 15 ræða við gesti á sýningu
sinni, Vörður, í Hafnarborg. Sýning-
unni lýkur um helgina.
5
Guðlaug Dröfn Gunn-
arsdóttir myndlistarkona
opnar í dag, laugardag,
klukkan 15 sýningu í Gallerí
Fold sem hún kallar Geirfugla. Á sýn-
ingunni er á þriðja tug verka á glærum
plexíglerplötum, af íslenskum fuglum
af ýmsu tagi, en einnig sýnir hún mál-
verk á striga og pappír. Þau sýna dýr
sem horfast í augu við áhorfandann.
3
Í tengslum við sýninguna Sam-
spil – Sigurjón Ólafsson og
Finn Juhl, sem nú stendur yfir í
Listasafni Sigurjóns á Laugar-
nesi, mun Aðalsteinn Ingólfsson
halda fyrirlestur í safninu á sunnudag
kl. 15, um nýja hönnun í Danmörku á
árunum 1930 til 1960 og verk Juhls.
MÆLT MEÐ
1
Myndlistarmaðurinn Christoph Büchel,
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár, er
fæddur í Sviss árið 1966 en hefur verið bú-
settur á Seyðisfirði og starfað þar að list
sinni frá árinu 2007.
Büchel stundaði nám við Listaháskólann í
Basel, Cooper Union í New York og
Listaháskólann í Düsseldorf. Hann starfar
með einu kunnasta galleríi samtímans, Hau-
ser & Wirth, og er þekktur við viðamiklar
innsetningar af ýmsu tagi, sem eru oft stór-
ar og tengdar aðstæðum á hverjum sýning-
arstað. Frá árinu 1998 hefur hann sett upp
fjölda umfangsmikilla innsetninga í samstarfi
við listasöfn víða um lönd, þar á meðal í
Palais de Tokyo í París og Kunsthalle Basel.
Eins og glögglega má sjá í viðfangsefni
Büchel nú í íslensks skálanum, hafa verk
hans iðulega sterka pólitíska og samfélags-
lega tengingu. Sköpun hans þykir þá ganga
það nærri veruleikanum að gestir gleyma
því nánast að þeir séu staddir í listaverki.
Nína Magnúsdóttir myndlistarmaður er sýningarstjóri ís-
lenska skálans í Feneyjum. Hún var stjórnarformaður Ný-
listasafnsins á árunum 2006-2009, framkvæmdastjóri Klink
og Bank 2004-2205 og ein af stofnendum Kling & Bang gall-
erís árið 2003. Þá var hún ein af stofnendum Sequences-
listahátíðarinnar.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið leggur íslenska
skálanum í Feneyjum til fé en aðrir styrktaraðilar eru Hau-
ser & Wirth galleríið, Ingunn Wernersdóttir, Juan Carlos
Verme, Íslandsstofa og Pro Helvetica.
Pólitísk og samfélags-
leg viðfangsefni
Christoph
Büchel
Nína
Magnúsdóttir
Mecca Cola stendur á þessum gossjálfsala sem sjá má í íslenska skálanum og er
hluti af innsetningu Büchel. Hann hefur áður unnið með trúarbrögð í list sinni.
Ljósmynd/Bjarni Grímsson