Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 10. MAÍ 2015
Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið
FC Sækó byrjaði árið 2011 og er samstarfsverkefni
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Land-
spítalans og Hlutverkaseturs. Þrjú undanfarin sumur
hefur geðsvið Landspítalans gengist fyrir knatt-
spyrnumóti á grasvellinum við Kleppsspítala og hef-
ur FC Sækó verið með í því en í vikunni var
ákveðið að færa út kvíarnar og efna í fyrsta skipti
til innanhússmóts, í Vodafonehöllinni. Að sögn Berg-
þórs G. Böðvarssonar, talsmanns FC Sækó, heppn-
aðist mótið afskaplega vel en sex lið mættu til leiks.
„Mótið fór vel fram og þetta var drengileg keppni,“
segir Bergþór en Sækó-liðar sáu um undirbúning í
samstarfið við aðra og kunna þeir Valsmönnum
bestu þakkir fyrir samstarfið. „Þetta mót á örugg-
lega eftir að verða árlegur viðburður héðan í frá,“
segir Bergþór.
Skammt var stórra högga á milli hjá Bergþóri og
félögum á fimmtudag en strax að móti loknu var
farið fyrir hönd FC Sækó til að taka á móti hvatn-
ingarverðlaunum velferðarráðs Reykjavíkur í flokki
verkefna. Bergþór tileinkar Hlutverkasetri verðlaun-
in því í gegnum þá vinnu fæddist hugmyndin að
verkefninu. FC Sækó fór í sína fyrstu keppnisferð
til útlanda í fyrra og staðfestir Bergþór að farið sé
að huga að annarri ferð sem farin yrði á næsta ári.
Hart var barist á knatt-
spyrnumóti FC Sækó.
Morgunblaðið/Kristinn
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FC SÆKÓ
Velheppnað innanhússmót
HART VAR BARIST Í VODAFONE-HÖLLINNI Á HLÍÐARENDA SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG
ÞEGAR KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FC SÆKÓ HÉLT SITT FYRSTA INNANHÚSSMÓT.
„Þetta er Haraldur Örn Ólafsson
sem talar. Ég er á toppi tilver-
unnar. Ég er búinn að ná norður-
pólnum,“ sagði Haraldur pólfari í
símtali við Davíð Oddsson í höf-
uðstöðvum bakvarðasveitar pól-
farans í gærkvöldi laust fyrir
klukkan hálftíu.
Með þessum orðum hófst frétt á
baksíðu Morgunblaðsins fimmtu-
daginn 11. maí 2000.
„Haraldur hefur skipað sér í fá-
mennan hóp manna í heiminum
sem tekist hefur að ganga bæði á
suður- og norðurpólinn en sá fjöldi
hleypur á örfáum tugum manna,“
sagði ennfremur í fréttinni.
Haraldur var þreyttur er hann
hringdi úr gervihnattasímanum af
norðurpólnum en lýsti því yfir að
þreytan viki fyrir sigurgleðinni.
„Þetta er alveg stórkostleg stund,“
sagði Haraldur um ferðalokin í
samtali við forsætisráðherra.
„Þessi fagnaðarlæti sem hér eru
endurspegla þá ánægju og það
stolt sem býr nú í hugum lands-
manna allra,“ sagði Davíð við Har-
ald, en talsverður fjöldi fólks
fylgdist með samtalinu. „Það kem-
ur í minn hlut að óska þér til ham-
ingju fyrir hönd samlanda þinna,
ríkisstjórnarinnar og þingsins.“
GAMLA FRÉTTIN
Kominn
á pólinn
Haraldur Ólafsson kampakátur á norðurpólnum fyrir fimmtán árum.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Haukur Morthens
dægurlagasöngvari
Tryggvi Ólafsson
listmálari
Gissur Sigurðsson
fréttamaður
AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is
HÚSAVÍK
AKUREYRI
SAUÐÁRKRÓKUR
ÍSAFJÖRÐUR
REYKJAVÍKKEFLAVÍK HÖFN
EGILSSTAÐIR
Avis býður upp á sveigjanlega
og áreiðanlega þjónustu,
sérsniðna að þörfum þíns
fyrirtækis. Hvort sem fyrirtækið
þitt þarf skammtíma- eða
langtímaleigu getum við fundið
lausn sem hentar.
Af hverju að binda
fjármuni í tækjum,
þegar þú getur látið
þá vinna fyrir þig
annars staðar?
EKKI EYÐA
Í ÓÞARFA