Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 10

Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 10
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Eyðsla frá 3,8 l/100 km 2CO frá 99g/km 5 stjörnur í árekstrarprófi EuroNcap Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2015 - 2016. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 5.-24. júlí 2015. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar@utn.stjr.is fyrir 10. febrúar 2015. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SÁDI-ARABÍA Salman bin Abdul- Aziz al Saud tók í gær við konungs- tign í Sádi-Arabíu eftir að hálf- bróðir hans, Abdúllah konungur, lést níræður að aldri. Salman gaf strax út yfirlýsingu um að áfram yrði haldið á sömu braut og hingað til: „Við munum áfram fylgja þeirri réttu stefnu sem Sádi-Arabía hefur fylgt frá stofnun,“ sagði hann. Eitt af fyrstu verkum Salmans konungs var svo að taka ákvörð- un um að arftaki hans yrði annar hálfbróðir þeirra, Muqrin, sem verður sjötugur á þessu ári. Muqr- in er yngsti eftirlifandi sonur ætt- föðurins Ibn Sauds, sem var fyrsti konungur Sádi-Arabíu og ríkti frá árinu 1932 til 1953. Salman er sjálfur nýorðinn 79 ára, og þar með níu árum eldri en Abdúllah var þegar hann tók við völdum fyrir tuttugu árum. Alls eignaðist Ibn Saud 45 syni með 22 eiginkonum, en 36 þessara sona komust til fullorðinsára. Ibn Saud eignaðist auk þess fjölmarg- ar dætur. Saud-fjöskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu frá árinu 1932, og haldið þessum völdum ekki síst í krafti olíuauðs fjöl- skyldunnar, en olía fannst í Sádi- Arabíu árið 1938. Hin stoðin undir veldi Saud-fjöl- skyldunnar hefur verið bandalag hennar við strangtrúaða mús- lima, sem hafa allra náðarsam- legast látið það eiga sig að gera uppreisn gegn henni þótt ekki séu þeir sagðir beinlínis sáttir við lifnaðarhætti hennar. Hinir strangtrúuðu hafa verið til friðs vegna örlætis Saud-fjöl- skyldunnar gagnvart þeim, en olíu- auðurinn hefur óspart verið not- aður til að styrkja trúarstarfsemi hinna heittrúðu, bæði í Sádi-Arab- íu sjálfri og utan hennar. Hugmyndafræði hinna heit- trúuðu Sádi-Araba hefur ráðið ríkjum meðal annars í strangri refsilöggjöf landsins, sem jafn- an vekur furðu á Vesturlöndum þegar fréttir berast af opinberum aftökum og limlestingum. Þessi sama hugmyndafræði hefur einn- ig orðið ein helsta fyrirmynd her- skárra íslamistahreyfinga á borð við talibana, al-Kaída og Íslamska ríkið. Fjölmargir þjóðhöfðingjar og stjórnmálaleiðtogar hafa lýst yfir samúð sinni og söknuði vegna frá- falls Abdúllah, þar á meðal banda- rískir ráðamenn á borð við Barack Obama forseta, John Kerry utan- ríkisráðherra, Chuck Hagel varn- armálaráðherra og George W. Bush, fyrrverandi forseta. gudsteinn@frettabladid.is Sama stefnan áfram Salman, nærri áttræður hálfbróðir Abdúllah konungs, tók við völdum í gær, strax eftir andlát hins níræða konungs sem stjórnað hafði landinu í tvo áratugi. SALMAN KONUNGUR Arftakinn er 79 ára hálfbróðir hins látna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Eitt af fyrstu verkum Salmans konungs var svo að taka ákvörðun um að arftaki hans verði hálfbróðir þeirra Abdúllah. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 8 4 -0 3 5 C 1 7 8 4 -0 2 2 0 1 7 8 4 -0 0 E 4 1 7 8 3 -F F A 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.