Fréttablaðið - 24.01.2015, Síða 16
24. janúar 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
MÍN SKOÐUN: HEIÐA KRISTÍN HELGADÓTTIR
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Heimurinn fer stöðugt batnandi samkvæmt flestum hlutlægum mælikvörðum. Það
skiptir eiginlega ekki máli hvar
gripið er niður, jafnrétti eykst,
glæpum fækkar, menntunar-
stig hækkar og svo mætti lengi
telja. Umræðan er þar engin
undantekning. Það er kannski
skiljanlegt að margir séu hugsi
yfir umræðunni en það á ekki
að vera vegna þess að hún fari
versnandi. Þvert á móti er
umræðan að batna, líkt og flest
annað í þessum heimi. Orsök-
ina má finna í tækniframförum
og opnun sam-
félagsins.
Umræðan
er einungis að
fara að aukast
vegna þess að
stöðugt fleiri
fá tækifæri
til að tjá sína
skoðun sem
áður höfðu það ekki. Samskipti
milli fólks eru að fara að aukast
og þau eru meira og minna að
fara að eiga sér stað á opin-
berum vettvangi í gegnum fjöl-
miðla, spjallsíður og endalaus
samskiptaforrit og annað sem
enn hefur ekki verið fundið
upp. Þannig verða mörkin milli
þess sem er einka og opinbert
sífellt óljósari. Samfélagið er að
opnast og leyndar hyggja, bak-
tjaldamakk og lygar sem þrífast
í myrkrinu eiga erfiðara með
að malla þegar fleiri augu eru
opin. Fólk í ábyrgðar stöðum á
erfiðara með að gefa af sér eina
mynd opinberlega og svo aðra
inni í lokuðum rýmum, eða hag-
ræða sannleikanum án þess að
það verði rifjað upp síðar meir.
Sannleikurinn er það sem koma
skal. Hvernig svo sem hann
blasir við hverjum og einum.
Umræða um umræðuna
Flest lifum við í sátt við þennan veruleika, höldum úti Facebook-, Twitter-, og
Instagramsíðum, svo ekki sé
minnst á Snapchattið sem um
þessar mundir er að veita for-
eldrum ómetanlega innsýn í hug-
arheim unglinganna okkar. Það
er ekkert minna af saurugum
hugsunum í gangi í dag heldur
en þúsund árum fyrir Krist, eini
munurinn er að í dag er til opin-
ber farvegur fyrir þær sem áður
var ekki.
Þar með ætti foreldrum og
öðrum fullorðnum að gefast tæki-
færi til þess að eiga samtal við
börnin sín um brenglaðar staðal-
ímyndir, hugsanavillur, mörk
og markaleysi. Börn og ung-
lingar hafa og munu alltaf leita
leiða til að stuða fullorðið fólkið
óháð öllum samskiptamiðlum og
tækni. Það er okkar að uppfræða
þau og beina þeim í uppbyggi-
legri áttir.
Aukin samskipti og umræða
er vandmeðfarinn hluti af lífi
okkar. Auknum samskiptum
fylgir hávaði og það getur reynst
erfitt að greina kjarnann frá
hisminu og hvað þá heyra í sjálf-
um sér. Rasistarnir, homma-
hatararnir, kvenhatarar og allir
hinir hafa alltaf verið þarna úti.
Það er hins vegar fyrst núna sem
þeir eru dregnir fram í dagsljós-
ið án þess að eiga sér neina und-
ankomuleið. Það sama gildir um
stjórnmálamenn og -konur sem
ljúga og unglinga sem stunda
ögrandi hegðun. Það hefur ekk-
ert breyst annað en að við vitum
meira um náungann en við gerð-
um áður.
Saurugar hugsanir ekkert nýtt
Kjarninn í umræðunni um umræðuna er ef til vill sá að þeir sem vilja „taka
umræðuna“ verða gjarnan
óánægðir og kvartsárir þegar
hún endar ekki í þeim farvegi
sem þeir vilja og neita þannig að
axla ábyrgð á sjálfum sér í sam-
skiptum við aðra. Það hefur ekk-
ert með umræðuna að gera. Það
er ábyrgðarhluti að láta skoð-
un sína í ljós hvort sem það er í
samskiptum manna á milli eða á
opinberum vettvangi.
Umræðan getur verið snörp,
djúp, grunn, óvægin, áhugaverð
og stundum óhugnanleg allt
eftir því hvaða miðill er skoðað-
ur hverju sinni og hverjir eiga í
hlut. Umræðan og magn hennar
endurspeglar samfélagið sem
við lifum í þar sem ótal radd-
ir fá að heyrast og í kjölfarið
eru þær gagnrýndar eða þeim
hampað. Það er veruleikinn. Að
vera sífellt að barma sér yfir
umræðunni er tilgangslaust. Ef
þú vilt taka þátt í umræðunni þá
er ekki gefið að innlegginu þínu
verði tekið sem salómonsdómi
og himnarnir opnist. Það gerist
bara í bókum og bíómyndum.
Umboðsmaður Alþingis sagði
á fundi stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar í gær að lokinni
frumkvæðisathugun sinni á
samskiptum fyrrverandi inn-
anríkisráðherra og lögreglu-
stjórans í Reykjavík að þeir
sem gegna opinberum störfum
verði að búa við það að sam-
skipti þeirra séu opinber. Þeir
sem kjósa að tjá sig opinber-
lega verða líka að búa við það
að samskipti þeirra eru opinber.
Besta leiðin til þess að fóta sig í
þeim veruleika er að segja satt
og óttast ekkert.
Fólk talar og svo talar það um eitthvað annaðMinningarsjóður Ólafíu Jónsdóttur auglýsir
STYRK TIL RANNSÓKNA
á sviði geðverndar.
Umsóknum skal skila til Geðverndarfélags Íslands,
Hátúni 10, 105 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 2015.
Úthlutun fer fram á aðalfundi Geðverndarfélags
Íslands í mars 2015.
Stjórn Minningarsjóðs Ólafíu Jónsdóttur
V
íglundur Þorsteinsson lögfræðingur, sem var meðal
mest áberandi viðskiptamanna á árunum fyrir hrun,
hefur lagt á sig vinnu til að upplýsa hvað gerðist þegar
lánasöfn gömlu bankanna voru færð í þá nýju og þeir
urðu til. Víglundur ber einkum Steingrím J. Sigfússon
þungum sökum í málflutningi sínum. Víglundur, sem hefur sent
gögn um málið til allra alþingismanna, segir meðal annars: „Með
bréfi þessu og afriti sem ég sendi öllum öðrum þingmönnum legg
ég það á herðar ykkar alþingismanna að taka viðeigandi ákvarð-
anir um nauðsynlega rannsókn
þessa máls sem ef til vill er
stórfelldasta svika- og blekk-
ingarmál sem sögur fara af hér
á landi. Nú gefst ykkur tækifæri
til að endurheimta traust.“
Sem fyrr segir er Steingrímur
J. Sigfússon borinn þungum
sökum í greinargerðinni:
„Þetta starf leiddi til þess að fjármálaráðherrann gerði árið 2009
samninga við skilanefndir gömlu bankanna um að hleypa þeim
inn í nýju bankana í þeim tilgangi að taka upp stofnúrskurði FME
frá haustinu 2008 til ábata fyrir kröfuhafa gömlu bankanna. Þátt-
takendur í þessu starfi voru fjölmargir starfsmenn ráðuneyta,
skilanefnda og hinna nýju banka og á hliðarlínunni stóðu Fjár-
málaeftirlitið og Seðlabankinn. Allt fór þetta leynt og viðskipta-
vinir bankanna skipulega leyndir því og blekktir um það hver
þeirra staða væri gagnvart hinum nýju bönkum.“
Steingrímur J. Sigfússon hóf vörnina í fréttum Stöðvar 2 í
gærkvöld þar sem hann vísar ásökununum á bug og segir þær
fráleitar. Víglundur misskilji málið og það falli í raun á fyrstu
metrunum. Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og
það fólk annað sem mestu skipti og mestu réð í tíð síðustu ríkis-
stjórnar verður að svara ítarlegar en nú hefur verið gert. Þau
verða að fullvissa okkur um að þau hafi ekki unnið gegn hags-
munum íslensks almennings, gegn hagsmunum Íslands. Það
verður eflaust gert, en hvar og hvernig?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í viðtali á
Bylgjunni í gærmorgun, þar sem hann sagði málið vera ástæðuna
fyrir skuldaleiðréttingunni. „Þetta var mikið átakamál þannig
að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því
að skuldaleiðréttingin varð þetta stóra mál. Við töldum það ekki
aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart
heimilunum. Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega
gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niður-
færslu.“
En hvað gerist næst? Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að
hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa
bankanna að leiðarljósi. Forsætisráðherra sagði í fréttum Stöðvar
2 í gærkvöld að málið krefðist rannsóknar. „Kröfuhöfum voru
gefnir peningar,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali á Bylgjunni.
Enn vantar ótal mörg svör. Þau munu koma fram við rannsóknina.
Fram undan eru hörð átök um þetta mál. Í stjórnmálunum hafa
þeir Steingrímur J. og Sigmundur Davíð skipað sér í fremstu röð
fylkinganna. Forsætisráðherra hefur nánast gert málflutning Víg-
lundar að sínum. Þar stendur málið nú.
Fyrrverandi ráðherrar eru bornir þungum sökum:
Þungar ásakanir
gegn Steingrími
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
8
2
-A
E
A
C
1
7
8
2
-A
D
7
0
1
7
8
2
-A
C
3
4
1
7
8
2
-A
A
F
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K