Fréttablaðið - 24.01.2015, Síða 51

Fréttablaðið - 24.01.2015, Síða 51
| ATVINNA | Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing Sérfræðingur í starfsstöð Fiskistofu í Vestmannaeyjum Laus er til umsóknar staða sérfræðings á veiðieftirlitssviði í starfsstöð Fiskistofu í Vestmannaeyjum. Staðan heyrir undir sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs í síma 5697977. Umsóknir, sem hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli kann að skipta, sendist á netfangið ingath@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar: „Sérfræðingur Vestmannaeyjum“. Helstu verkefni: • Gerð og viðhald ferla á veiðieftirlitssviði. Ábyrgð á að verkferlar og vinnulýsingar séu skráðar, endurskoðaðar og uppfærðar reglulega • Bréfaskriftir er varða verkefni sviðsins • Greining og úrvinnsla gagna • Rafrænt eftirlit Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking á gæðastjórnun • Mjög góð tölvuþekking • Mjög góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Glöggskyggni á tölur og hæfni til greiningar og úrvinnslu gagna • Nákvæm, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Frumkvæði og drifkraftur Þekking eða reynsla á sviði sjávarútvegs er kostur. Veiðieftirlitsmenn í starfsstöðvar Fiskistofu á Akureyri og Ísafirði Fiskistofa óskar að ráða veiðieftirlitsmenn í starfsstöðvar sínar á Akureyri og Ísafirði. Um eina stöðu er að ræða á hvorri starfsstöð. Staðan á Akureyri heyrir undir deildarstjóra veiðieftirlitssviðs – austur en staðan á Ísafirði heyrir undir deildarstjóra veiðieftirlitssviðs – vestur. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veita Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs í síma 5697977, Þórhallur Ottesen deildarstjóri veiðieftirlits – vestur í síma 5697932 og Sævar Guðmundsson deildarstjóri veiðieftirlits – austur í síma 4782010. Umsóknir sem hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli kann að skipta sendist á netfangið ingath@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar annars vegar „Veiðieftirlitsmaður Akureyri“ og hins vegar „Veiðieftirlitsmaður Ísafirði“. Helstu verkefni: • Eftirlit á sjó. Eftirlit á sjó felst m.a. í lengdarmælingum á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirliti með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. • Eftirlit í landi. Eftirlitsstörf í landi fela m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu og skilum afladagbóka. Starfið felur einnig í sér skrifstofustörf s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma. Hæfniskröfur: • Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur reynslu af störfum í sjávarútvegi. • Góð íslensku- og tölvukunnátta er áskilin. • Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. • Góð færni í mannlegum samskiptum. Skipstjórnarréttindi eru kostur. Deildarstjóri upplýsingadeildar í starfsstöð Fiskistofu á Akureyri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra upplýsingadeildar Fiskistofu í starfsstöð Fiskistofu á Akureyri. Upplýsingadeild hefur umsjón með rekstri fiskveiðistjórnunarkerfisins þ. á m. úthlutun aflaheimilda og úrvinnslu gagna úr gagnastöfnum stofnunarinnar. Deildarstjóri upplýsingadeildar heyrir undir sviðsstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin veita Þorsteinn Hilmarsson, sviðsstjóri þjónustu- og upplýsingasviðs og Auðunn Ágústsson, deildarstjóri í síma 5697900. Umsóknir sem hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli kann að skipta sendist á netfangið ingath@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar: „Deildarstjóri upplýsingadeildar“. Helstu verkefni: • Ábyrgð á úthlutun aflamarks og annarri ráðstöfun aflaheimilda • Ábyrgð á söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga • Vinnsla og greining gagna • Dagleg stjórnun upplýsingadeildar Hæfnis- og menntunarkröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur. • Framúrskarandi þekking og reynsla í greiningu og úrvinnslu á talnaefni • Þekking á gagnagrunnum, kunnátta í SQL-forritun er kostur • Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Stjórnunarreynsla er æskileg Mikill kostur er að umsækjendur hafi þekkingu á málefnum sjávarútvegs Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2015. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. LAUGARDAGUR 24. janúar 2015 11 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 8 6 -8 F 1 C 1 7 8 6 -8 D E 0 1 7 8 6 -8 C A 4 1 7 8 6 -8 B 6 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.