Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 80
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Leiðtogar Evrópusambands-ins hafa margir hverjir verið uggandi vegna þing-kosninganna í Grikklandi á morgun. Sigurstrangleg-asti flokkurinn hefur statt og stöðugt heitið grísku þjóðinni því að sætta sig ekki lengur við þrýst- ing frá Evrópusambandinu, held- ur knýja fram niðurfellingu ríkis- skulda og hverfa af braut hinna ströngu aðhaldsaðgerða. „Aðhaldsaðgerðirnar í Grikk- landi hafa mistekist,“ sagði Alexis Tsi pras, leiðtogi SYRIZA, í blaða- grein nú í vikunni. „Þær hafa lamað efnahagslífið og skilið stóran hluta vinnuaflsins eftir án atvinnu. Þetta er mannúðarvandi.“ Hann segir óhjákvæmilegt að breyta þessu, semja upp á nýtt um hinar íþyngjandi skuldir gríska ríkissjóðsins og fá að minnsta kosti þriðjung þeirra felldan niður. Dræm viðbrögð Viðbrögðin frá Evrópusamband- inu hafa verið dræm. Skilaboðin þaðan hafa öll verið á eina lund: skuldir séu skuldir og því verði ekki breytt. „Það verður erfitt fyrir okkur að gefa eftir skuldir eða bjóða skuld- breytingar á þessu stigi,“ sagði til dæmis Alexander Stubb, forsætis- ráðherra Finnlands, fyrir fáum dögum. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari hefur meira að segja léð máls á því, sem hún áður hefur sagt óhugs- andi, að Grikklandi verði vísað úr evrusamstarfinu komist SYRIZA til valda og reyni að standa við kosn- ingaloforðin. Aðstoðarmaður henn- ar ítrekaði þó strax eftir að þessi ummæli féllu að þýska stjórnin hefði alls ekki skipt um stefnu: Enn væri stefnt að því að Grikkland yrði áfram meðal evruríkja. Þá hefur núverandi stjórn Nýs lýðræðis og PASOK sagt loforð SYRIZA-flokksins fráleit og inni- stæðulaus með öllu. Grikkir geti ekki komist hjá því að greiða skuld- ir sínar og það verði bara til þess að auka á tjónið að fara að róta í því, sem þegar er búið að semja um. Evangelos Venizelos aðstoðar- forsætisráðherra hefur sagt Tsi- pras lofa fólki töfrabrögðum: „Tsi- pr as lofar paradís á jörðu án fórna, afturhvarfi til velmegunar með einhverjum töfrabrögðum, eins og hann væri Harry Potter.“ Vill halda í evruna Þess ber þó að geta að Tsipras hefur þrátt fyrir allt viljað halda í evruna, rétt eins og langflestir Grikkir. Samkvæmt skoðanakönn- unum segjast nærri 75 prósent Grikkja vilja hafa evruna áfram. Hann vill hins vegar fá leiðtoga Evrópusambandsins í lið með sér við að gera breytingar. „Þar sem aðhaldsaðgerðirnar hafa valdið ofurskuldum í Evrópuríkjum, þá viljum við nú efna til evrópskr- ar skuldaráðstefnu, sem mun efla hagvöxt í Evrópu til muna,“ sagði Tsipras til dæmis í blaðagrein sinni í vikunni. Eitt af því sem Tsipras hefur kallað eftir er að Seðlabanki Evr- ópusambandsins hefji stórfellda innspýtingu fjármagns til aðildar- ríkjanna. Þessi ósk hans rættist nú á fimmtudaginn, þegar Mario Draghi, seðlabankastjóri ESB, skýrði frá því að milljarðatugum evra yrði varið til þess mánaðarlega að kaupa ríkis- skuldabréf og önnur áhættusamari verðbréf í aðildarríkjunum. Fær fimmtíu þingsæti aukreitis Samkvæmt skoðanakönnunum getur SYRIZA reiknað með því að Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. Alexis Tsipras, leiðtogi flokksins, boðar róttækar breytingar og heitir því að niðurlægingartímabil Grikklands sé brátt á enda. FORYSTULAUSIR Kosningafundir Gullinnar dögunar hafa verið harla fjölmennir, þrátt fyrir að forystusveit flokksins sitji að stórum hluta í fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í síðustu þingkosningum í Grikklandi vann Gullin dögun, flokkur þjóðernis- sinna yst til hægri, mikinn sigur og kom í fyrsta sinn mönnum inn á þing. Sextán mönnum, og varð þar með fjórði stærsti flokkurinn á þinginu. Heldur daufara hefur verið yfir flokknum nú í kosningabaráttunni, en það stafar ekki síst af því að meginhluti forystuliðs og þingflokks Gullinnar dögunar situr í fangelsi. Flokknum er engu að síður spáð 5 til 7 prósentum atkvæða, og þar með allt upp í 20 þingmenn eða jafnvel rúmlega það. Fylgið hefur sem sagt aukist þrátt fyrir að forsprakkarnir séu forfallaðir í kosningabaráttunni. Leiðtogar flokksins neita því jafnan að Gullin dögun sé flokkur nýnas- ista, en það breytir því ekki að fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur kenna hann við nýnasisma, og hafa þar til marks bæði merki og fána flokksins, yfirlýsingar flokksmanna og ekki síst framferði þeirra, sem kom þeim beina leið í steininn. GULLIN DÖGUN LIFIR ENN ANDSTÆÐIR PÓLAR LE PEN SEGIST FAGNA SIGRI TSIPRAS, ÞÓTT HANN SÉ VINSTRA MEGIN Í evrópskum fjölmiðlum hefur SYRIZA einatt verið kallaður popúlistaflokkur, flokkur sem stundar lýðskrum eða lýðdekur, og þar settur í hóp með mis- munandi öfgakenndum þjóðernisflokk- um sem flestir eru á hægri vængnum frekar en þeim vinstri. Þetta eru flokkar á borð við Þjóð- ernisfylkingu Le Pen í Frakklandi, Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, Flokk sannra Finna í Finnlandi, Frelsisflokkinn í Hollandi, Norðurbandalagið á Ítalíu og Danska þjóðarflokkinn í Danmörku, svo nokkrir séu nefndir. Í Frakklandi hefur Marine Le Pen lýst yfir eindregnum stuðningi við SYRIZA, jafnvel þótt sjálf sé hún langt til hægri á hinu pólitíska litrófi: „Þetta gerir mig ekkert að herskáum öfgavinstrimanni,“ sagði hún í viðtali við franska dagblaðið Le Monde nú í vikunni. „Við erum ekki sammála allri stefnuskrá þeirra, sér- staklega ekki því sem lýtur að innflytj- endamálum, en við yrðum himinlifandi ef þeir sigra.“ Það sem hún segist eiga sameiginlegt með SYRIZA er andstaðan við Evrópu- sambandið, eða það sem hún kallar „alræðishyggju Evrópusambandsins og bandamanna þess á fjármálamörkuð- unum“. SYRIZA horfir samt öðruvísi á málið. Leiðtogi flokksins, Alexis Tsipras, hefur tekið skýrt fram að hann vilji alls ekki að Grikkland hætti að nota evruna. Hann segir hins vegar að aðhaldsað- gerðirnar séu að ganga af lýðræðinu í Evrópu dauðu: „Ef öflum framfara og lýðræðis tekst ekki að breyta Evrópu, þá verða það Marine Le Pen og banda- menn hennar yst á hægri vængnum sem breyta henni fyrir okkur.“ MARINE LE PEN Lítur á SYRIZA sem bandamann sinn í andstöðu við Evrópu- sambandið. NORDICPHOTOS/AFP SKULDAKLAFI GRÍSKA RÍKISINS © GRAPHIC NEWSHeimildir: AGS, Societé Generale, Financial Times Gríska ríkið skuldar nú 317 milljarða evra. Sú fjárhæð nemur um það bil 175 prósentum af vergri landsframleiðslu Grikklands. SYRIZA vill að þriðjungur skuldanna hið minnsta verði afskrifaður. 400 300 200 100 0 Skuldir gríska ríkisins (í milljörðum evra) Skuld: 317 milljarðar evra 08 2014 15 16 17 18 19 20 21 22 175% 168% 157% 149% 142% 135% 128% 122% 117% 09 01 11 12 31 41 Október 2009: Skuldakreppan hefst Tvíhliða lán á evrusvæðinu 53 ma € Seðlabanki ESB 27 ma € AGS 24 ma € Aðrir 17 ma € 2010-14: Grikkland fær 206,9 milljarða evra* í björgunarlán 59,5 1 milljarðar evra prósent björgunar-77 sjóðanna fara til grískra nka og til banka ba sem eiga grísk ldabréfsku Evrópski fjármálastöðug- leikasjóðurinn (EFSF) 142 ma € Markaðsskuldir (aðrir bankar en seðlabankar) 54 ma € * Þríeykið svonefnda (evruríkin, Evrópski seðlabankinn og AGS) hefur heitið Grikkjum alls 282,6 milljörðum evra, fyrst 110 milljörðum árið 2010 og svo aftur 172,6 milljörðum árið 2012. Til þessa hafa Grikkir fengið 206,9 milljarða greidda út í 23 hlutagreiðslum. ** AGS reiknar með hagvexti upp á 4,9 prósent að meðaltali á ári. Gríska fjármálaráðuneytið spáir 2,9 prósenta hagvexti á þessu ári. Lækkun ríkisskulda** (hlutfall af vergri landsframleiðslu) 7% 11% 8% 7% 7% 7% 6% 5% 350ma€ 321ma€ 263ma€ 300ma€ ALEXIS TSIPRAS Á FJÖLMENNUM KOSNINGAFUNDI Leiðtogi SYRIZA þykir eiga góða möguleika á því að verða næsti forsætisráðherra Grikklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Aðhaldsaðgerðirnar í Grikklandi hafa mistekist. Þær hafa lamað efnahagslífið og skilið stóran hluta vinnuaflsins eftir án atvinnu. Þetta er mannúðarvandi. Alexis Tsipras fá 35 prósent atkvæða, eða jafnvel meira. Hægriflokkurinn Nýtt lýð- ræði, sem síðan 2012 hefur verið í forystu samsteypustjórnar með gamla sósíalistaflokknum PASOK, nær ekki 30 prósentum atkvæða, ef talning upp úr kjörkössunum verður á sömu nótum og skoðana- kannanir benda til. Kosningalög í Grikklandi eru þannig að sá flokkur, sem flest atkvæði fær, nýtur þess sérstaklega við úthlutun þingsæta. Eftir að búið er að úthluta 250 af 300 sætum á þinginu fær atkvæðaflesti flokkur- inn þau 50 sem eftir standa til þess að tryggja að hann eigi auðveldara með að mynda meirihlutastjórn. Þannig að jafnvel þótt ekki muni nema prósentubroti á SYRIZA og Nýju lýðræði þegar úrslitin liggja fyrir, þá fær sá flokkur sem stend- ur betur ótvírætt forskot til stjórn- armyndunar. Þessi regla gerir það að verkum að 35 prósent atkvæða myndu skila SYRIZA 144 þingsæt- um á 300 manna þjóðþingi Grikk- lands. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 8 4 -A 6 4 C 1 7 8 4 -A 5 1 0 1 7 8 4 -A 3 D 4 1 7 8 4 -A 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.