Fréttablaðið - 24.01.2015, Qupperneq 102
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 58
DOMINOS KARLA
KEFLAVÍK - ÞÓR ÞORL. 114-97
SNÆFELL - SKALLAGRÍMUR 97-62
STAÐAN
KR 14 13 1 1403-1156 26
Tindastóll 14 11 3 1315-1183 22
Stjarnan 14 8 6 1235-1209 16
Keflavík 14 8 6 1176-1178 16
Njarðvík 14 8 6 1185-1121 16
Snæfell 14 8 6 1244-1228 16
Grindavík 14 7 7 1252-1281 14
Þór Þ. 14 7 7 1306-1341 14
Haukar 14 7 7 1214-1200 14
Fjölnir 14 3 11 1163-1322 6
Skallagrímur 14 2 12 1098-1307 4
ÍR 14 2 12 1196-1261 4
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@frettabladid.is
HANDBOLTI Aron Pálmarsson spilar
ekki með íslenska landsliðinu gegn
Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta
staðfesti Örnólfur Valdimarsson,
læknir íslenska liðsins, í gærmorgun.
„Aron fékk höfuðhögg undir
kjálkann [gegn Tékklandi] og líklega er
ástæðan fyrir [heilahristingnum] að
hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum
vikum. Þá var hann orðinn veikur
fyrir. Það er ekki víst en líklegt,“ sagði
Örnólfur en Aron varð fyrir líkamsárás
í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og
nýárs. Örnólfur sagði engu að síður að
það hefði ekki verið áhættusamt að
láta Aron spila í Katar.
Örnólfur sagði að líklegra væri
en ekki að Aron spilaði ekki meira á
heimsmeistaramótinu en það kæmi
þó ekki í ljós strax.
„Hvað heilahristing varðar verður
maður að fara eftir einkennum. Hann
verður að vera einkennalaus áður en
hann byrjar að hreyfa sig á ný,“ sagði
Örnólfur. „Ef hann verður svo í lagi
við áreynslu má hann spila en ef hann
verður áfram með einkenni verður
hann að hvíla á ný.“ Aron hefur verið
lykilmaður í íslenska liðinu á mótinu
til þessa og ljóst að hans verður
saknað þegar strákarnir leika gegn
Egyptalandi klukkan 16.00 í dag. - esá
Líkamsárásin á Aron Pálmarsson var mögulega örlagavaldur
ÞUNGT HÖGG Aron Pálmarsson fékk að
finna fyrir því. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
HANDBOLTI Möguleikar Íslands í að komast áfram í 16-liða úrslit
HM í handbolta liggja í tveimur þáttum. Annaðhvort að
vinna Egyptaland í dag eða treysta á að strákarnir nái
betri úrslitum í sínum leik en Tékkar gera gegn Alsír.
Alsíringar virðast vera með langlakasta lið riðilsins
í Doha og teljast því ólíklegir til afreka gegn Tékk-
landi sem eru að spila upp á líf og dauða í dag.
Strákarnir þurfa því allra helst að vinna lið
Egyptaland sem hefur bæði spilað vel gegn sterkum
liðum í mótinu til þessa og fær þar að auki gríðarlega
góðan stuðning fjölmargra landa sinna í stúkunni.
Viðbúið er að lætin í Al Sadd-höllinni verði mikil í kvöld.
Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi
og mætir þá að öllum líkindum annaðhvort Danmörku eða
Póllandi í 16-liða úrslitum. Dönum dugir jafntefli í leik liðanna í
kvöld til að tryggja sér annað sæti síns riðils. - esá
Sigur á Egyptum eða treysta á Alsír
SPORT
ÚRSLIT
A RIÐILL
Brasilía - Síle 30 - 22 (12-13)
Spánn - Slóvenía 30 - 26 (14-10)
Katar - Hvíta-Rússland 26 - 22 (7-12)
LOKASTAÐAN
Spánn 5 5 0 0 162-127 10
Katar 5 4 0 1 137-122 8
Slóvenía 5 3 0 2 160-145 6
Brasilía 5 2 0 3 146-143 4
Hvíta-Rússl. 5 1 0 4 147-155 2
Síle 5 0 0 5 104-164 0
B RIÐILL
Túnis - Íran 30 - 23 (12-12)
Makedónía - Austurríki 36 - 31 (16-16)
Króatía - Bosnía 28 - 21 (17-8)
LOKASTAÐAN
Króatía 5 5 0 0 158-124 10
Makedónía 5 4 0 1 153-138 8
Austurríki 5 2 1 2 147-140 5
Túnis 5 2 1 2 132-133 5
Bosnía 5 1 0 4 118-128 2
Íran 5 0 0 5 127-172 0
SEXTÁN LIÐA ÚRSLITIN Á SUN.
Spánn - Túnis Króatía - Brasilía
Austurríki - Katar Slóvenía - Makedónía
LEIKIR DAGSINS
C: Ísland - Egyptaland kl. 16:00
C: Frakkland - Svíþjóð kl. 18:00
C: Alsír - Tékkland kl. 18:00
D: Sádí-Arabía - Þýskal. kl. 16:00
C: Rússland - Argentína kl. 16:00
C: Danmörk - Pólland kl. 18:00
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
HANDBOLTI Það er komið að ögur-
stundu íslenska landsliðsins
á HM í Katar. Eftir skelfilega
frammistöðu og ellefu marka tap
gegn Tékklandi í fyrradag eru
strákarnir í þeirri stöðu að þurfa
að vinna öflugt lið Egyptalands
sem gæti allt eins verið að spila á
heimavelli - slíkur er stuðningur
þeirra fjölmörgu Egypta sem hér
eru staddir í landinu.
Til að bæta gráu ofan á svart
fékkst í gær staðfest að Aron
Pálmarsson muni ekki spila með
Íslandi í dag og jafnvel ekki
meira á mótinu. Örnólfur Valdi-
marsson, læknir íslenska liðs-
ins, staðfesti að Aron væri með
einkenni heilahristings en hann
fór af velli á 24. mínútu leiks-
ins gegn Tékklandi eftir að hafa
fengið högg undir kjálkann.
Vont að vera án Arons
„Aron er góður leikmaður og
það er vont að vera án hans. En
það þýðir ekki að velta sér upp
úr leikmönnum sem ekki eru
til staðar. Við þurfum að ein-
beita okkur að þeim leikmönn-
um sem munu spila í leiknum og
að kalla fram góða frammistöðu
frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í
samtali við Fréttablaðið á hóteli
íslenska liðsins í Doha í gær.
„Við erum að vinna í því að
koma ábyrgðinni á fleiri menn.
Menn þurfa að átta sig á því að
allir þurfa að taka á sig meiri
ábyrgð og axla hana,“ bætir
þjálfarinn við.
Áhyggjur af sveiflunum
Heilt yfir hefur vantað of mikið
upp á frammistöðu Íslands í
keppninni í Katar. Liðið virtist á
réttri leið með góðri frammistöðu
gegn Frakklandi á þriðjudag en
svo kom hrunið gegn Tékkum.
„Í dag snýst þetta um að menn
líti í eigin barm og að allir geti
unnið með sitt til að bæta liðið. Ef
allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu
og mæta klárir í leikinn þá getum
við sem lið staðið betur saman
og notað sameiningarkraftinn til
að spila vel á ný,“ segir Aron en
viðurkennir að sveiflurnar séu of
miklar í liðinu.
„Auðvitað hefur maður áhyggj-
ur af því hversu langt er á milli
mjög góðrar frammistöðu annars
vegar og mjög slakrar hins vegar.
það er eitthvað sem þarf að finna
lausnir á,“ segir Aron. „Við þurf-
um að geta lagt allt þetta til hliðar.
Það eina sem gildir er leikurinn á
morgun [í dag] og að fá okkur til
að rísa upp úr öskustónni.“
Gæði til að nýta dauðafærin
Skotnýting íslenska liðsins hefur
verið með eindæmum slök og fá lið
nýta skot sín verr en íslenska liðið.
Gegn Tékkum var hún aðeins 43
prósent og þeir Aron Pálmarsson,
Arnór Atlason og Guðjón Valur
Sigurðsson skoruðu samanlagt
aðeins eitt mark úr átján skotum.
„Það getur verið erfitt fyrir
þjálfara að stýra því hvern-
ig menn nýta skotin sín,“ segir
Aron aðspurður um þennan þátt
í íslenska liðinu. „Það geta marg-
ar ástæður legið þar að baki –
spennustig, sjálfstraust og hvernig
menn eru undirbúnir fyrir það að
spila gegn ákveðnum markvörðum
svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron.
„Við getum reynt að stilla
spennustigið fyrir leikmannahóp-
inn en þegar menn eru komnir út
í sín dauðafæri þarf hver og einn
að hafa nægilega mikil gæði til að
klára þau. Hver og einn þarf að
vinna í því hjá sjálfum sér.“
Þurfa að svara fyrir sig
Það er ekki annað sjá en að það
hafi ríkt góð stemning í íslenska
landsliðinu og ríki enn. Það sé því
ekki vandamál en nú reyni á skap-
gerð hvers og eins leikmanns að
mati Arons.
„Strákarnir þurfa að svara fyrir
sig. Þeir þurfa að svara fyrir síð-
asta leik og koma til baka. Það
skiptir öllu máli. Við þurftum
ekkert að endurskoða taktíkina
okkar gegn Tékkum því fyrst og
fremst snerist okkar vandi um
hugarfarslegt ástand leikmanna.
Nú er það stóra málið fyrir morg-
undaginn.“
Rísa upp úr öskustónni
Það er að duga eða drepast á HM. Yfi rgnæfandi líkur eru á að allt annað en sigur á Egyptum muni senda
strákana í hinn skelfi lega Forsetabikar. „Hver og einn þurft i að líta í eigin barm,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
ENN EITT KLÚÐRIÐ Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hefur horft upp á menn klikka á mörgum færum. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
HANDBOLTI „Hver og einn þarf að
taka til hjá sjálfum sér og mæta svo
til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta
betur. Þetta snýst um karakter –
að menn spili af lífi og sál og leggi
hjartað að veði. Svo verðum við að
sjá hverju það skilar okkur.“
Þetta segir Snorri Steinn Guð-
jónsson um undirbúning íslenska
liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn
Egyptalandi á HM í Katar í dag.
Snorri Steinn hefur eins og flestir
aðrir átt misjafna daga á HM en
afar ólíklegt er að nokkuð annað en
sigur gegn Egyptum í dag dugi til að
tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit.
Hann segir að liðið muni undir-
búa sig eins og venjulega fyrir
næsta andstæðing í keppninni en
lítið annað sé hægt að gera nema að
leyfa hverjum og einum að vinna í
sínum málum sjálfur.
„Það er erfitt að ætlast til þess
að einhverjir fari að efla barátt-
una í öðrum. Þannig horfir það að
minnsta kosti við mér. Ef allir sinna
sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“
Snorri Steinn segir enn fremur að
það gefist ekki tími til að leita skýr-
inga enda svo stutt á milli leikja.
„Ég hef hugsað um orsakir þess
hversu illa við spiluðum gegn Tékk-
landi en engar skýringar fundið. Ég
á því miður engin góð svör fyrir þig
og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það
væri vika í næsta leik þá væri hægt
að velta þessu fyrir sér fram og til
baka en það er ekki tími til þess.“
Aron Pálmarsson verður ekki
með í dag eftir höfuðhögg sem
hann fékk gegn Tékklandi í fyrra-
dag. „Auðvitað vill maður hafa
hann með en svona er bara staðan.
Maður verður því að ýta því til hlið-
ar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigur-
bergur Sveinsson] sjá bara um þetta
og ég hef fulla trú á að þeir geri það
vel,“ segir Snorri Steinn. - esá
Hef fulla trú á Arnóri og Begga
Snorri Steinn segir að enginn tími gefi st til að leita skýringa á gengi Íslands.
AÐ SPILA AF LÍFI OG SÁL Snorri Steinn
Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska
landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
FA
S
TU
S
_H
_0
2
.0
1
.1
5
Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h.
Veit á vandaða lausn
Spurðu um sveskjusafann í næsta apóteki.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
8
3
-A
A
7
C
1
7
8
3
-A
9
4
0
1
7
8
3
-A
8
0
4
1
7
8
3
-A
6
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K