Fréttablaðið - 18.07.2015, Page 20

Fréttablaðið - 18.07.2015, Page 20
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Ellefu ára stúlka stungin til bana. Þannig hljómaði forsíðufyrirsögn Frétta-blaðsins þann 1. júní árið 2004. Morguninn áður hafði móðir Einars Zeppelin Hildarsonar myrt litlu systur hans og reynt að drepa hann. Þegar blaðið barst inn um bréfa- lúgur landsmanna lá Einar sofandi á bráðamóttöku Landspítalans. Hann var með stungusár í kviðn- um, í öxl og síðu. Enginn hafði enn sagt honum að litla systir hans, Guðný Hödd, væri látin. „Ég fór á Korn-tónleika um kvöldið. Þetta voru góðir tónleikar á sínum tíma. Þegar ég kom svo heim fann ég strax að mamma var dálítið hástemmd. Hún sagði við mig að út af tónleikunum yrðu örugglega mikil læti í bænum og bað mig um að taka skaft af ryk- sugu og skorða undir hurðarhún- inum á útidyrahurðinni. Hafandi alist upp með mömmu minni þá var maður vanur alls konar vit- leysu. Hún sagði eitthvað svona og maður var alveg hættur að ríf- ast um það.“ Ranghugmyndir og vænisýki Einar hafði alist upp við ranghug- myndir móður sinnar alla tíð. Árið 2004 var hann orðinn fjórtán ára, hafði fermst mánuði fyrir kvöld- ið örlagaríka, og var hættur að leggja trúnað á hugmyndir móður sinnar um raunveruleikann. „Hún er veik. Það er bara þannig. Hún er haldin paranoju og þegar ég var yngri var ég vanur því að heyra frá henni að það væru allir á móti mér. Það væri verið að njósna um okkur heima hjá okkur, þar væru myndavélar og hljóð- nemar. Hún upplifir þetta allt í alvörunni, þetta er raunveruleik- inn hennar þótt þetta sé ekki raun- verulegt.“ „Svo gerir maður sér grein fyrir því; af hverju í andskotan- um ættu allir að vera að hlusta á okkur? Hún hélt að það væri ein- hvers konar stjórnvald að njósna um okkur. Það var eins og samfé- lagið væri allt á eftir okkur.“ Barnavernd ráðalaus Einar er fæddur í Danmörku árið 1990. Faðir hans var íslensk- ur eitur lyfjaneytandi, búsettur í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hann man ekkert eftir honum úr frumbernsku því móðir hans flaug með hann heim til Íslands í lok árs 1991. Hún fór aftur út til Dan- merkur þar sem hún varð ólétt af systur hans. Þunguð kom hún svo aftur til Íslands til að hefja nýtt líf árið 1992. Litla fjölskyldan kom sér fyrir í íbúð á vegum góð- gerðar samtaka í Skerjafirði. „Svo árið 1996 er í raun í fyrsta sinn hægt að sjá hvað mamma er veik. Þá reynir hún að drepa sig með því að stökkva fram af bíla- stæðahúsi á Hverfisgötu. Hún möl- braut sig alla og þurfti að vera á sjúkrahúsi og í endurhæfingu í um það bil ár. Á meðan bjuggum við systkinin hjá afa og ömmu.“ Móðurforeldrar Einars höfðu þarna í tvígang hlaupið undir bagga með dóttur sinni og leyft Einari að búa hjá þeim. Þau höfðu reynt að styðja við bak dóttur sinnar um margra ára skeið með þeim hætti. En öryggi barnanna var þeim líka hugleikið. Einar veit nú að margoft höfðu þau og frænkur systkinanna reynt að fá barnaverndarnefnd til að grípa inn í aðstæður þeirra. Þau reyndu að koma barnaverndaryfirvöldum í skilning um að systkinin byggju ekki við ásættanlegar aðstæð- ur hjá móður sinni og að móðirin væri mjög lasin á geði. Allt saman án árangurs. „Málið er að réttur móður til að umgangast barnið sitt er svo mikill að það þurfti eitthvað svakalegt að gerast til að mamma missti rétt- inn til að hafa okkur. Þau fengu alltaf þau svör að það væri ekkert sem hægt væri að gera. Það sýnir kannski hvað þetta er heimsku- legt kerfi að eftir að mamma reynir að drepa mig fær hún enn að hafa forræðið yfir mér. Þegar ég sótti um framhaldsskóla þurfti hún að skrifa undir umsóknina og hún hafði lögbundinn rétt til að vita um allt sem var í gangi í lífi mínu. Þannig var það í rúmlega tvö ár eftir atvikið, eða þar til afi og amma sóttu það mjög hart að fá forræðið og það gekk eftir.“ Dauðinn flótti frá veruleikanum Einar segir að ekkert geti búið mann undir það sem gerðist í lok maí 2004. Ekkert ofbeldi eða neysla vímuefna hafði verið til staðar á heimilinu og móðir hans hafði aldrei með beinum hætti hótað honum eða systur hans líf- láti eða líkamsmeiðingum. Flótti frá ímynduðum ofsóknum hafði þó komið til tals. „Hún var búin að vera mjög veik. Rétt fyrir jólin árinu áður vorum við mamma og litla systir mín að horfa á mynd inni í stofu. Þá byrjar hún að tala um að við ættum öll að taka eitur til þess að losa okkur frá fólkinu sem væri á eftir okkur. Ég varð mjög reiður en litla systir mín, enn þá bara ellefu ára gömul, segir bara: já mamma, við gerum bara það sem við þurfum að gera. Hún trúði mömmu sinni.“ „Það er ekki hægt að festa sig í hvað ef. Þá er maður bara farinn að kenna sjálfum sér um. En eftir jólin var ég alveg búinn að hugsa að við Guðný ættum bara að fara og flytja inn til ömmu og afa. Á tímabili hugsaði ég: „Hvað ef ég hefði bara farið með hana og neit- að að fara til baka. Þá hefði þetta ekki skeð.“ Trúði þessu ekki upp á mömmu Þegar Einar kom heim af tónleik- unum að kvöldi hins 30. maí bauð mamma hans honum upp á grjóna- graut í kvöldmat. Hann fúlsaði við grautnum, þótti skrítið og óvenju- legt bragð af honum, og fór fljót- lega að sofa. „Svo vakna ég um nóttina við að ég er allur blautur og ég hugs- aði að ég hlyti að hafa migið á mig. Ég hrekk upp þegar ég sé að ég er allur í blóði. Ég kallaði auð- vitað bara á mömmu, því það er það sem maður gerir. Hún kemur inn og lætur eins og hún sé mjög hissa. Talar um að ég hljóti að hafa sofnað með vasahníf í rúminu. Þá fer ég fram á baðherbergi til að ná í handklæði en herbergi syst- ur minnar var við hliðina á því. Ég ætlaði inn til hennar til að athuga hvort það væri í lagi með hana en mamma bannaði mér það. Hún sagði að systir mín mætti ekki sjá mig svona útataðan blóði. Ég trúði því þá en í dag veit ég að hún var líklegast bara dáin í herberginu sínu.“ „Ég man ekki eftir því að hafa fundið mikinn sársauka. Ég beið bara rólegur eftir því að það kæmi sjúkrabíll. Þegar ég var búinn að bíða á rúmbríkinni í svona tíu til fimmtán mínútur spyr ég mömmu hvar bíllinn sé. Mér datt ekki í hug að hún hefði stungið mig. Hverj- um myndi detta í hug að mamma manns hefði reynt að drepa sig?“ Hvað í fokkanum ertu að gera með þennan hníf? „Svo kemur hún með einhverja töflu og segir mér að taka hana því hún muni hjálpa mér. Ég sagði bara nei. Ég væri ekkert að fara að taka einhverja töflu og slæ hana úr hendinni á henni. Hún fer svo aftur fram og kemur inn með aðra höndina fyrir aftan bak. Ég sé að hún heldur á hníf sem við áttum Mamma man ekki eftir morðinu Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. Nú gerir hann upp fortíðina í viðtali við Fréttablaðið; innlagnir á BUGL, reiðina og loks skilninginn á veikindum móður hans. HAGAMELSSTRÁKURINN Málið komst í hámæli í fjölmiðlum árið 2004. Einari þykir ýmislegt hafa verið skrumskælt á þeim tíma. Meðal annars hafi verið gefið sterklega í skyn að heimilisaðstæður hefðu verið með besta móti áður en móðir hans myrti systur hans. Því fer víðs fjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hún er veik. Það er bara þannig. Hún er haldin paranoju og þegar ég var yngri var ég vanur því að heyra frá henni að það væru allir á móti mér. Það væri verið að njósna um okkur heima hjá okkur, þar væru mynda- vélar og hljóðnemar. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -4 B 3 C 1 7 5 3 -4 A 0 0 1 7 5 3 -4 8 C 4 1 7 5 3 -4 7 8 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.