Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 22

Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 22
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 heima. Ég spyr hana hvað í fokk- anum hún sé að gera með þennan hníf. Þá lætur hún hann detta og fer að gráta.“ „Hún fer fram og ég held áfram að öskra á hana bara „mamma, mamma, hvað er í gangi“ en þá kemur hún aftur inn með annan hníf. Ég sit hálfpartinn á rúminu þegar hún ætlar að ráðast á mig. Það er dálítið erfitt að útskýra þetta. Ég sit á rúmkantinum og hún kemur að mér og ég gríp í hendurnar á henni og það skerst yfir puttann í leiðinni, svo næ ég að henda henni í rúmið og er að standa upp sjálfur og þá stakk hún mig nokkrum sinum í öxlina, bakið og síðuna,“ segir Einar og bendir blaðamanni á svæðin þar sem stungurnar dundu á honum. Víða sjást örin enn þá. Með fituvefina í lúkunum „Það var allt ótrúlega einfalt á þessu augnabliki. Ég sparkaði ryk- suguskaftinu undan hurðarhúnin- um og labbaði út. Svo labbaði ég bara á nærbuxunum allur út í blóði með svona stykki af fituvefjum lafandi úr síðunni. Ég hugsaði bara um að ég þyrfti að komast eitt- hvert þar sem ég gæti fundið ein- hvern og þar sem ég gæti hringt á sjúkrabíl. Ég labbaði frá Haga- melnum þar sem ég átti heima og að rauðu blokkinni á horni Haga- mels og Kaplaskjólsvegs þar sem félagi minn átti heima. Ég var mjög rólegur.“ Einar dinglaði á bjöllu vinar síns en mamma hans kom til dyra. „Ég segi bara: Hæ þetta er Zeppi félagi hans Tony, ég er í smá veseni má ég nokkuð koma upp? Mamma hans hringir á sjúkrabíl fyrir mig. Þeir koma og ná í mig þar og svo fer ég bara niður á sjúkrahús. Þar horfði ég á Lethal Weapon 2 og svo man ég eiginlega ekki meira.“ Á sama tíma kom lögreglan að húsi Einars. Þar komu þeir að móður hans sem hafði veitt sjálfri sér alvarlega áverka með hnífnum. Hún lá við hlið ellefu ára dóttur sinnar, sem var látin. Pabbi lét loks sjá sig Einar var fyrst og fremst reiður eftir atvikið. Faðir hans kom til landsins til að vera við útför dóttur sinnar en Einar vildi ekki tala við hann. Faðir hans skrifaði honum þá bréf sem Einar svaraði á þá leið að það væri orðið of seint, hann hefði haft fjórtán ár til að koma og vera pabbi hans, en núna væri ekki rétti tíminn. Síðan þá hefur hann ekki heyrt frá honum. Mamma Einars var úrskurð- uð ósakhæf fyrir dómi og vist- uð á réttargeðdeildinni á Sogni í fjögur ár. Það þótti sannað að hún myndi ekkert eftir atvikinu. Einar var henni gríðarlega reiður í rúm- lega tvö ár. Síðan þá hafa þau hald- ið sambandi. „Ég var ungur og skildi ekki sjúkdóminn. Ég sakn- aði hennar kannski innst inni en ég pældi ekkert í því, því ég var svo reiður. Svo byrjaði ég að skilja að þetta er bara sjúkdómur og það er enginn sem velur sér þetta. Það eru örugglega ekki margir í þessum heimi sem þessi sjúkdómur hefur tekið meira af heldur en af henni.“ Engin handbók til þegar móðir drepur barn Einar fór á milli geðdeilda og var settur á nokkur ólík lyf eftir atvikið. Allt til þess að honum liði betur og svo hann næði að fóta sig að nýju. „Það er ekki til nein handbók um hvað á að gera þegar móðir reynir að drepa barnið sitt. Það er bara reynt að spila þetta eftir hendinni en undir miklu stressi. Í hvert skipti sem það var eitthvað að þá var ég bara sendur á BUGL og geðdeild. Mér leið illa, var reiður og með sjálfseyðandi hugsanir. Það var mikið verið að prófa alls konar. Mér leið samt vel með vinum mínum og er ekki viss um að það hafi verið rétt að taka mig úr aðstæðum sem mér leið vel í.“ Einar sökk langt niður eftir atvikið árið 2004. Hann leiddist út í neyslu fíkniefna og flosnaði upp úr skóla. Í dag er hann aftur á móti edrú, á sambýliskonu, og gegnir stöðu verkefnastjóra tækni- og uppstillingardeildar hjá Grand Hóteli í Reykjavík. Sjúkdómur móður hans er samt enn stór hluti af lífi hans. Mamma enn lasin „Um þarseinustu jól kom bakslag. Mig grunar að hún hafi verið hætt að taka lyfin sín. Þá var hún farin að tala mikið um vonda anda í íbúðinni sinni og hluti sem gengu ekki upp. Einn daginn ákvað ég svo að fara til hennar og biðja hana að koma með mér á geðdeild- ina. Þá byrjum við að rífast og hún segir að það sé segull í íbúðinni sem hafi verið komið þar fyrir til að láta hana endanlega gera út af við okkur bæði. Þá brjál- ast ég bara og dreg hana svo gott sem niður á geðdeild gegn hennar vilja.“ „Ég lét sjálfræðissvipta hana tímabundið og fékk það í gegn að nú fær hún reglulegar sprautur í stað þess að sjá sjálf um lyfjatök- una. Ég held að ef við hefðum ekki okkar sögu hefði bara verið hlegið að mér.“ Einari þykir vænt um mömmu sína og hefur fyrir löngu sætt sig við fortíðina. „Maður lærir að lifa með því og skilja að þetta er bara sjúkdómur. Kannski munu ein- hverjir lesa þetta og vita að það er von. Kannski munu aðrir lesa þetta sem eru að díla við fjöl- skyldu sem er veik. Það er mjög erfitt að eiga í samskiptum við veikt fólk. Mamma verður samt alltaf mamma mín og það er ekk- ert sem breytir því. Ef mig vantar móðurleg ráð þá tala ég við hana því ég á enga aðra mömmu. Og ég reyni að styðja hana eins og ég get svo henni nái að líða vel. Að sjálf- sögðu þykir mér vænt um hana og það mun aldrei breytast sama hvað skeður. Ég geri það sem ég get til að vera til staðar fyrir hana. Hún er yndisleg manneskja. Hún er mjög góð kona og vill öllum vel. Hún er bara lasin.“ Samkvæmt dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokall- aða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítal- ans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveru- leikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnar- ofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizo- phrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“ Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa Svo labbaði ég bara á nærbuxunum allur út í blóði með svona stykki af fituvefjum lafandi úr síðunni. Ég hugsaði bara um að ég þyrfti að komast eitthvert þar sem ég gæti fundið einhvern og þar sem ég gæti hringt á sjúkrabíl. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -B 2 E C 1 7 5 3 -B 1 B 0 1 7 5 3 -B 0 7 4 1 7 5 3 -A F 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.