Fréttablaðið - 18.07.2015, Page 26

Fréttablaðið - 18.07.2015, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 20154 Alltaf einhver smá tregi í gleðinni Edda Andrésdóttir fréttaþulur Valið getur nú eiginlega varla annað en tekið mið af því að ég var alltaf á Þjóðhátíð á sjötta og sjöunda áratugnum – með Mexí- kanahatt og bleikan varalit og á allar mínar minningar þaðan. Þannig get ég ómögulega sveigt fram hjá Ég veit þú kemur eða Ágústnótt sem bókstaflega flýg- ur með mann í Herjólfsdal. Svo er Sólbrúnir vangar blítt og trega- fullt – en það er líka alltaf einhver smá tregi í gleðinni! Svo var ég einu sinni stödd á öllu fámenn- ari hátíð um verslunarmanna- helgi þar sem átti nú samt að ná upp Þjóðhátíðarstemningu. Þetta var þegar Eyjan græna hans Bubba var þjóðhátíðarlag og ég man varla eftir að hafa heyrt jafn hressilega tekið undir nokkurt lag eins og þegar það var spilað. Þá var rokk- ið komið í þetta – Eyjarokkið – og við komin hálfa leið í Dalinn! Erfitt að gera upp á milli Margrét Lára Viðarsdóttir fótboltakona „Ég verð að fá að nefna þrjú lög því mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli allra þessara frábæru laga. Fyrsta lagið sem mig langar að nefna er lagið Heima (1951) eftir þá Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ. Þetta lag finnst mér ótrúlega fallegt. Textinn er einstakur og minnir mig á ömmur mínar tvær sem mér þykir svo vænt um,“ segir Margrét. Annað lagið sem hún nefnir er Þar sem hjartað slær (2012) eftir Halldór Gunnar Páls- son og Magnús Þór Sigmundsson sem Fjallabræður og Sverrir Berg- mann fluttu. „Í raun og veru segir nafn lagsins allt sem segja þarf. Hjarta okkar Eyjamanna er sterkt og slær fyrir eyjarnar þó að maður sé oft langt í burtu. Ég hlusta á þetta lag yfirleitt fyrir leiki og það kemur mér í rétta gírinn.“ Þriðja lagið sem Margrét Lára nefnir er La Dolce Vita (2011) eftir Pál Óskar Hjálmtýsson og Trausta Haraldsson. „Ég er ótrúlega mikill Palla-aðdáandi og því verður þetta lag að fá að fylgja með. Kemur manni alltaf í góðan gír.“ Lífið er yndislegt verður eilíft Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona Þau eru ansi mörg þjóðhátíðar- lögin sem hafa heillað Elvu Ósk. „Því einfaldari – því betri finnst mér. Textinn þarf að vera með smá rómantík og „dassi“ af nost- algíu og lögin grípandi og gítar- væn,“ segir hún glaðlega. Hér eru þau lög sem standa hvað mest upp úr hjá henni: „Perlur Oddgeirs og Ása í Bæ eru og verða í miklu uppáhaldi. Þau tengjast góðum æskuminningum og lifa endalaust. Þjóðhátíðarlagið ‘89 „Í Brekk- unni“ eftir Jón Ólafsson og Bjartmar Guðlaugsson. Það er mjög vel lukk- að. Lagið er hresst og skemmtilegt og textinn hjá Bjartmari fallega kæru- laus en með virðingu fyrir hinu liðna. Mjög grípandi í alla staði. Þjóðhátíðarlagið ‘80 „Út í Elliðaey“ eftir Val Óskarsson finnst mér líka skemmtilegt og textinn tengir vel við þá sem eiga sínar rætur í Eyjum. Það sama má segja um þjóðhátíðarlagið ‘79 „Peyjaminning“ eftir Gísla Helga- son, texti eftir Hafstein Snæland. Svo má ekki gleyma mest gríp- andi viðlagi allra tíma – „Lífið er yndis legt“ sem Hreimur söng árið 2001. Þar er mikil fegurð og róman- tík á ferð. Það lag verður eilíft held ég og nær utan um stemninguna á Þjóð hátíð,“ segir Elva Ósk og heldur áfram: „Svo get ég ekki sleppt því að nefna þjóðhátíðarlögin ‘91, ‘93, ‘99 og 2000 og …“ Grípa vel Þjóðhátíðarstemninguna Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Árni er þjóðþekktur fyrir að leiða Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum en Brekkusöngurinn er hápunktur hátíðarinnar hjá ansi mörgum. „Fyrst vil ég nefna lagið Herjólfs- dalur 1977 en lag og texti eru eftir Ása í Bæ,“ segir Árni og fer með fyrstu línur lagsins; Herjólfsdalur, orðinn eins og nýr svo yndislega grænn sem fyrr á dögum.“ Árið 1977 var því fagn- að að Þjóðhátíðin var aftur komin í Herjólfsdal eftir fjögurra ára dvöl á Breiðabakka eftir eldgosið. Árni nefnir einnig lagið „Ég veit þú kemur“ eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ frá 1963. „Þá verð ég einnig að velja lagið frá 1987 þótt textinn sé eftir sjálfan mig. Það er lagið „Síðasti dans í dalnum“ eftir Kristin Svavars- son í Mezzoforte. Öll þessi lög hafa ótrúlegan sjarma og svo fylgja text- arnir þeim afar vel. Þau grípa vel Þjóðhátíðarstemninguna.“ Fanga anda Vestmannaeyja Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja Þjóðhátíðarlögin eru í miklu uppá- haldi hjá Elliða. Hann spilar þau frá miðjum júní og út ágúst. „Það er ekki óalgengt að þessi snilldarlög og textar þeirra ómi um allt ráðhús- ið út um dyrnar á skrifstofu bæjar- stjórans,“ segir Elliði glettinn. „Ég hrífst almennt mjög af textum og í raun eru þjóðhátíðartextarnir hluti af ljóðformi sem kallast staðarljóð þar sem leitast er við að fanga anda tiltekins staðar og flétta saman við eigin sjálfsvitund, minningar og tilfinningar. Þegar vel tekst til með þjóðhátíðarlög þá fanga lög og texti nákvæmlega þessa blöndu og hnýta upp minningar liðinna Þjóðhátíða og tvinna þær við væntingar þeirr- ar næstu.“ Elliði hefur ætíð haft mikið dá- læti á gömlu þjóðhátíðarlögunum eftir Oddgeir Kristjánsson. „Ekki síst þegar þau eru við texta Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og Lofts Guð- mundssonar. Lög eins og „Undur- fagra ævintýr“ frá 1937, „Heima“ frá 1951 og „Ég veit þú kemur“ frá 1962 eru öll dæmi um þá nost- algíu. Að mínu mati er svo „Kveikj- um eldana“ (Þar sem hjartað slær) frá 2012 algerlega einstakt lag. Það er svo stórt að það fyllir Herjólfs- dal og um leið vitund allra sem þar eru. Halldóri Gunnari Pálssyni og Magnúsi Þór Sigmundssyni tókst alveg ofboðslega vel til þar. Svoleið- is lög koma bara á áratuga fresti.“ Að lokum nefnir Elliði þjóðhátíðar- lagið frá 1974 „Eyjan mín bjarta“, lag og texti eftir Gylfa Ægisson. „Á þeim tíma voru Eyjamenn að hverfa aftur til Vestmannaeyja og takast á við gríðarlega uppbyggingu og bjartsýnin, samstaðan og baráttu- þrekið kemur svo bersýnilega í ljós í textanum. Að öllu þessu sögðu þá ítreka ég að þjóðhátíðarlögin eru öll góð þótt ólík séu. Þjóðhátíð er eins og Eyja- menn almennt, við elskum allt og umberum allt. Þjóðhátíðarlögin hafa enda verið allt frá diskói yfir í karlakóra og lúðrasveitir með við- komu í skagfirskri sveiflu og hefð- bundnum íslenskum drykkjuvís- um.“ Horft yfir Herjólfsdal og Heimaey. NORDICPHOTOS/GETTY Dunar hátt í klettasal Þjóðhátíðarlög hafa verið samin fyrir Þjóðhátíð í Eyjum frá árinu 1933. Þá sömdu þeir Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum lagið Setjumst hér að sumbli. Síðan hafa á sjöunda tug þjóðhátíðarlaga verið samin. Hér velja Eyjamenn og -konur sín uppáhaldslög. LION - BAR-A-GAMAN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -3 8 F C 1 7 5 5 -3 7 C 0 1 7 5 5 -3 6 8 4 1 7 5 5 -3 5 4 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.