Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 52

Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 52
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 24 Bragi Halldórsson 157 svar:A Getur þú hjálpað Konráði? Veist þú hvað þetta blóm heitir? Er þetta: A. Hvítsmári B. Smjörblóm D. Vallhumall Á grasflöt sem þau félagarnir gengu fram á voru víða hvítar breiður af einhverjum litlum blómum. „Forvitnilegt væri að vita hvaða blóm þetta er,“ sagði Konráð. „Til hvers?“ spurði Kata. „Þarftu alltaf að vita hvað allt heitir, má þetta ekki bara vera þarna?“ Kata var bersýnilega ekki sínu besta skapi í dag. „Ég er kannski bara svona fróðleiksfús,“ sagði Konráð. Hvað er skemmtilegast við bækur? Allt. Sögu- þráðurinn, myndirnar, spennan og það er enda- laust til af þeim. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Ég las síðast Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell. Hún er um stelpu sem er nýbyrjuð í nýjum skóla og skrifar dagbókarfærslu í hverri viku. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já, ég var áskrifandi að Disney-bókunum og fyrsta bókin sem ég fékk var Litla hafmeyjan. Hún var í uppáhaldi hjá mér. Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar? Spennubækur. Í hvaða skóla gengur þú? Langholtsskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, ég fer mjög oft á bókasafnið. Hver eru þín helstu áhugamál? Leika, dansa, lesa og syngja. Hvaða skátafélagi tilheyrir þú, Tara Sóley? Ég er rekkaskáti í skátafélaginu Kópum og sveitin mín heitir Rs. Group. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir í skátunum? Ég var þrettán ára. Mig langaði aðallega að prófa eitthvað nýtt, vinkonur mínar voru búnar að vera í skátunum í nokkur ár og þær hvöttu mig mikið til að koma. Hvað finnst þér skemmtilegast við skátastarfið? Útilegurnar eru alltaf mjög skemmtilegar og svo líka fólkið og félagsskapurinn, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og spennandi hvert af öðru. Hversu mörg farið þið frá Íslandi á alheimsmótið í Japan? Við erum um 80 íslenskir skátar að fara út. En það verða um 30 þúsund skátar frá 150 löndum á mótinu. Hvernig undirbúið þið ykkur? Það eru búnir að vera nokkrir fundir þar sem við fengum að vita meira um mótið og lærðum alls kyns þjóðdansa og fleira til að kynna úti. Svo var farið í æfingaútilegu á Úlfljótsvatni. Við munum alveg pottþétt syngja fullt af íslenskum lögum og líka læra einhver ný, erlend skátalög. Býstu við að þurfa að leysa erfiðar þrautir? Ég veit það ekki en að borða með prjónum er nú erfið þraut í sjálfu sér og svo líka að venjast hitanum. En við erum öll mjög spennt fyrir þessu ævintýri. Munum eignast fullt af nýjum vinum frá ýmsum heimshornum og kynnast menningu þeirra. Svo munum við koma heim breytt, bætt og tönuð! Eignast nýja vini frá ýmsum heimshornum Hún Tara Sóley Mobee hefur verið í skátunum í fi mm ár og er alltaf að læra eitt- hvað nýtt og spennandi. Nú er hún á leiðinni til Japans á alheimsmót skáta. Þátttakendur standa aftan við línu sem er í ákveðinni fjarlægð frá húsvegg. Einn grúfir sig upp við vegginn og segir upphátt: „Einn-tveir-þrír-fjórir-fimm- Dimmalimm“. Á meðan hann segir þetta mega hinir ganga fram í áttina að honum. Um leið og hann er búinn að segja þuluna má hann líta yfir hópinn og ef einhver er þá enn á hreyfingu verður sá hinn sami að fara til baka á byrjunarreit. Hver sem er kominn yfir má klukka þann sem grúfir á meðan hann fer með þuluna. Þá eiga allir að hlaupa til baka en sá sem „er hann“ reynir að ná ein hverjum og þá á sá að grúfa næst. Einn, tveir, þrír, fj órir, fi mm Útileikur Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka- safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Lestrarhestur vikunnar Saga María Sæþórsdóttir 10 ára SKÁTI „Við munum alveg pottþétt syngja fullt af íslenskum lögum og líka læra einhver ný, erlend skátalög,“ segir Tara Sóley. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -8 6 7 C 1 7 5 3 -8 5 4 0 1 7 5 3 -8 4 0 4 1 7 5 3 -8 2 C 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.