Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 62

Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 62
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleik- arinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur master- class-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram ein- samall eða með hljómsveit, stund- að kennslu, haldið námskeið og fyrir lestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spil- ar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommu- sett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfu harður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalsk- ur. Hann hefur veitt ótal trommu- leikurum um heim allan innblást- ur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Mod- ern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu- DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD- kennsludiskur í trommuleik í heim- inum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Sci- ence of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikar- ar hita upp fyrir Benny Greb á laugar daginn en það eru þeir Bene- dikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferða- lögum og er ekki kröfu- harður og vill bara að trommusettið sé í lagi. FRÁ LEIKSTJÓRA BRIDESMAIDS OG THE HEAT SÝND KL. 2 SÝND KL. 2 SÝND Í 2D SÝND Í 2D OG 3D ÍSL TAL ÍSL TAL Góða skemmtun í bíó KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM CINEMABLEND SEGÐU MANNINUM ÞÍNUM AÐ ÞAÐ SÉ STELPUKVÖLD Í KVÖLD! ÍSLANDSVINURINN CHANNING TATUM ER SJÓÐHEITUR Í ÞESSARI SKEMMTILEGU SUMARMYND METRO NY NEW YORK DAILY NEWS SPARBÍÓ IN TOUCH VARIETY CHICAGO SUN TIMES FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS OG GUARDIANS OF THE GALAXY EMPIRE TOTAL FILMVARIETY ANT-MAN 3D 5, 8, 10:30(P) SKÓSVEINARNIR 2D 2, 4, 6 SKÓSVEINARNIR 3D 2, 4 MINIONS - ENS TAL 2D 6, 8, 10 TED 2 10:35 JURASSIC WORLD 2D 8 INSIDE OUT 2D 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 POWERSÝNING KL. 10:30 SÝND í 2D OG 3D SÝND MEÐ ÍSL OG ENS TALI Er einn vinsælasti trommari heims Þýski trommuleikarinn Benny Greb ætlar að miðla visku sinni hér á landi í dag. TROMMARAR Hér eru trommuleikararnir Einar Scheving, Benedikt Brynleifsson, Benny Greb og Halldór Lárusson, en þeir koma allir fram í dag. MYND/JÓHANN HJÖRLEIFSSON 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -9 6 C C 1 7 5 5 -9 5 9 0 1 7 5 5 -9 4 5 4 1 7 5 5 -9 3 1 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.