Fréttablaðið - 18.07.2015, Qupperneq 64
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 36
Lið umferða 1-11 í Pepsi-deild karla
Árni Snær
Ólafsson
Kristinn Freyr
Sigurðsson
Patrick Pedersen
Jacob
Schoop
Haukur Páll
Sigurðsson
Atli
Guðnason
11
Aron
Sigurðarson
Skúli Jón
Friðgeirsson
Bergsveinn
Ólafsson
Thomas G.
Christensen
Kristinn
Jónsson
18
9
7
2
12
10
5
20
523
VARAMENN: Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðabliki), Bjarni Ólafur Eiríks-
son (Val), Daniel Ivanovski (Fjölni), Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki),
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) og Sigurður Egill Lárusson (Val).
Lið fyrri umferðar Pepsi-deildar
karla, skipað leikmönnum sem fengu
lægstu einkunnir Fréttablaðsins. Lág-
mark er að leikmaður fékk einkunn í
sjö leikjum af ellefu.
Markvörður: Richard Arends
(Keflavík).
Varnarmenn: Guðjón Árni Antoníus-
son (Keflavík), Kiko Insa (Keflavík),
Darren Lough (ÍA).
Miðjumenn: Marko Andelkovic
(ÍA), Gunnar Þorsteinsson (ÍBV),
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylki),
Frans Elvarsson (Keflavík), Ragnar
Leósson (Fjölni).
Sóknarmenn: Bjarni Gunnarsson
(ÍBV), Ellert Hreinsson (Breiðabliki).
Lánlausa liðiðNokkrir sem sköruðu fram úr
BESTI ÍSLENSKI NÝLIÐINN
HILMAR Á. HILMARSSON
Sóknarleikur Leiknis-
liðsins stendur og
fellur með Hilmari sem
hefur komið með
einhverjum hætti
að 11 af 12
mörkum liðsins.
BESTI ELLISMELLURINN
GUNNLEIFUR
GUNNLEIFSSON
Fengið á sig fæst
mörk allra aðalmark-
varða deildarinnar
en hann fagnaði
fertugsafmæli
sínu í vikunni.
BESTI UNGI LEIKMAÐURINN
HÖSKULDUR
GUNNLAUGSSON
Hefur átt mikinn þátt í
velgengni og framförum
Breiðabliks í sumar
og sýnt hversu
öflugur hann er.
BESTI ERLENDI LEIKMAÐURINN
THOMAS CHRISTENSEN
Er að flestra mati maður-
inn sem vantaði í Valsliðið
og fullkomnaði hann
púslið hjá þjálfur-
unum Ólafi og Sigur-
birni þegar hann
mætti í 2. umferð.
FÓTBOLTI Fjórir Valsmenn komast
í ellefu manna úrvalslið Frétta-
blaðsins fyrir fyrri umferð Pepsi-
deildarinnar en í gær sögðum við
frá því að miðjumaður liðsins,
Kristinn Freyr Sigurðsson, hefði
verið útnefndur besti leikmaður
fyrri umferðarinnar hjá Frétta-
blaðinu.
Kristinn Freyr er langt frá
því að vera eini Valsmaðurinn í
úrvalsliðinu því það má segja að
öll hryggsúla úrvalsliðsins sé úr
Val, allt frá danska miðverðinum
Thomas Guldborg Christensen
til danska framherjans Patrick
Pedersen en á milli þeirra eru
miðjumennirnir Kristinn Freyr
og vinnuþjarkurinn Haukur Páll
Sigurðsson.
Valsmenn eru ekki eina spútnik-
lið sumarsins því framan af móti
voru Fjölnismenn á hraðri leið í
toppbaráttuna. Bergsveinn Ólafs-
son og Aron Sigurðarson komast
báðir í liðið þrátt fyrir að Grafar-
vogspiltum hafi fatast flugið á síð-
ustu vikum.
Blikar hafa spilað frábæran
bolta í sumar en þeir eiga aðeins
einn leikmann í liðinu. Fjórir af sjö
varamönnum úrvalsliðsins spila
aftur á móti með Breiðablikslið-
inu. Blikar eiga líka tvo bestu ungu
leikmennina (Höskuldur Gunn-
laugsson og Oliver Sigurjónsson)
og besta ellismellinn í hinum fer-
tuga markverði liðsins, Gunnleifi
Gunnleifssyni.
Hryggsúlan úr Val
Fréttablaðið hefur valið úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar karla út frá
einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar en Valsmenn eiga langfl esta í liðinu.
EFSTIR EFTIR FYRSTU UMFERÐ Valsmenn náðu í flest stig allra liða frá 2. til 11. umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Topplið FH á bara einn leik-
mann í liðinu, sem er Atli Guðna-
son, og KR, sem er í öðru sæti, á
„bara“ tvo leikmenn. Það er von á
því að leikmenn hjá þessum svart-
hvítu risum láti meira til sín taka
í seinni umferðinni.
Lukkan hefur ekki leikið við alla
leikmenn deildarinnar og hér á síð-
unni má einnig sjá þá ellefu leik-
menn sem fá þann vafasama heið-
ur að vera hluti af lánlausa liðinu
eða liði leikmanna Pepsi-deild-
arinnar sem hafa fengið lægstu
meðal einkunn hjá blaðamönnum
Vísis og Fréttablaðsins til þessa í
sumar.
ooj @frettabladid.is
FÓTBOLTI Guðjón Baldvinsson gekk aftur í raðir Stjörnunnar
í gær þegar hann skrifaði undir þriggja ára samning við
Íslandsmeistarana í Pepsi-deild karla. Guðjón er uppalinn
Stjörnumaður og spilaði með liðinu áður en hann fór
til KR og þaðan í atvinnumennsku. Guðjón kemur til
Stjörnunnar frá Nordsjælland.
„Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ sagði
Guðjón um dvölina í Danmörku við Vísi í gær.
Þessi öflugi framherji, sem skoraði átta mörk í 20
leikjum fyrir KR 2011, fékk leikheimild í gær og má
því vera með Stjörnunni þegar liðið mætir ÍA í fyrsta leik
tólftu umferð Pepsi-deildar karla á Samsung-vellinum
klukkan 16.00 í dag.
„Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld [gær-
kvöldi] og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu
veit ég ekki,“ sagði Guðjón Baldvinsson. - tom
Guðjón má spila á móti ÍA í dag
FÓTBOLTI Tvö efstu lið Pepsi-deildar
karla, FH og KR, mætast í stórleik
12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn
er FH með eins stigs forskot á KR
en með sigri fer Vesturbæjarliðið á
toppinn í fyrsta sinn í sumar.
Liðin hafa þegar mæst tvisvar í
sumar. FH vann leik liðanna í 1. um-
ferð Pepsi-deildarinnar með þremur
mörkum gegn einu. KR-ingar komust
yfir á 50. mínútu en FH skoraði þrjú
mörk á síðustu 17 mínútum leiksins
og tryggði sér sigurinn.
KR-ingar, sem hafa unnið þrjá
síðustu deildarleiki sína án þess að
fá á sig mark, hefndu fyrir tapið í
1. umferðinni með því að slá FH út í
átta liða úrslitum Borgunarbikarsins
fyrir tveimur vikum.
Gary Martin skoraði sigurmark KR
í leiknum en athyglisvert verður að
sjá hvort hann eða Hólmbert Aron
Friðjónsson byrji í fremstu víglínu
á morgun. Ekki er víst að Þorsteinn
Már Ragnarsson verði búinn að
ná sér af meiðslunum sem hann
varð fyrir í Evrópuleiknum gegn
Rosenborg.
Hjá FH er sömuleiðis óvissa með
Steven Lennon en hann missti af
leiknum gegn Inter Bakú á fimmtu-
daginn vegna meiðsla. - iþs
Uppgjör toppliðanna í Kaplakrika
ÖRLAGAVALDUR Gary Martin skoraði
sigurmarkið í bikarleik KR og FH.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
SUNNUD. KL. 19:00
365.is Sími 1817
FH – KR
FH-ingar fá KR-inga í heimsókn á sunnudag í Pepsi-deildinni.
Hafa KR-ingar tak á FH-ingum eða tekst Hafnfirðingunum að
hefna fyrir tapið í Borgunarbikarnum um daginn?
SPORT
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-6
A
5
C
1
7
5
5
-6
9
2
0
1
7
5
5
-6
7
E
4
1
7
5
5
-6
6
A
8
2
8
0
X
4
0
0
9
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K