Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Guðni Ágústsson rit- ar grein í Morgunblaðið 4. júní til stuðnings því að skipulagsvald færist frá Reykvíkingum til ríkisins. Guðni lítur fram hjá sögunni og réttarfarslegum for- sendum, gerir að sínum útúrsnúninga og ósann- indi flugvallarsinna og setur sérhagsmuni í öndvegi á kostnað almannahags. Því eru hér nokkrar athugasemdir. Frá 1800 var Reykjavík óskoraður höfuðstaður Íslands. 1. janúar 1932 fengu Reykvíkingar Vatnsmýrar- svæðið fyrir byggð ört stækkandi höf- uðborgar. 1941 lögðu Bretar herflug- völl vegna seinna stríðsins („force majeure“). 1946 tók Ólafur Thors for- sætisráðherra við honum af Bretum en skilaði Vatnsmýrarsvæðinu ekki til Reykvíkinga, réttra eigenda landsins. Þess í stað misbeitti ríkið illa fengnu valdi misvægis atkvæða til að festa hervirkið í sessi og halda því þar í 70 ár („force brutal“). Ógeðfelld og ólýð- ræðisleg framganga framsókn- armanna á Alþingi nú er af sama meiði. Yfirtaka ríkisins er fordæmalaust landrán án hernaðar, jafnt hér og í grannríkjunum. Hún á sér enga rétt- arfarslega stoð, er m.a. brot á stjórn- arskrá, skipulagslögum og sveit- arstjórnarlögum. 1946 lagði Jónas Jónsson frá Hriflu til á Alþingi að hervirkið yrði rifið því Reykvíkingar þyrftu landið undir byggð ört stækkandi höfuðborgar. Vatnsmýrarsvæðið var þá og er enn besta mannvistar- og byggingarland höfuðborgarinnar. Landið var ekki tekið eignarnámi og á sl. 70 árum hef- ur ríkið hvorki greitt skaðabætur né lóðarleigu. Flugvallargirðingin er um 140 ha., en ámóta svæði utan girðingar er ill- byggilegt vegna skerðingaráhrifa flugsins. Yfir öllu nesinu vestan Ell- iðaáa og stórum hluta Kópavogs ligg- ur skerðingarflötur í 45 m hæð. Reyk- víkingar hafa skipulagsvald innan borgarmarkanna en því valdi var ekki beitt af pólitískum ástæð- um fyrr en 2013 með nýju Aðalskipulagi Reykjavík- ur 2010-2030. Skv. því fer flugið úr Vatnsmýri eigi síðar en 2022. Guðni notar hefðbundin falsrök flugvallarsinna, m.a. um sjúkraflug og flugöryggi. Flutningur sjúkra með flugvélum er örlítið brot allra sjúkraflutninga. Sjúkraflug er ekki til sem sjálfstæður sjúkraflutn- ingur því þegar flugvél kemur við sögu er flutningur sjúkra fjórþættur: 1. flutningur að ökutæki, 2. akstur að flugvelli, 3. flug, 4. akstur að sjúkra- stofnun. Vatnsmýrarvöllur er ekki vara- flugvöllur í millilandaflugi. Í 97,5% til- vika er flugveður þar það sama eða lakara en í Keflavík í 40 km fjarlægð. Skv. reglum ICAO verður vara- flugvöllur að vera í a.m.k. 180 km fjar- lægð frá áfangaflugvelli. NA-SV braut var oft afskrifuð, nú síðast 2013 með samningi borgar og ríkis. Vitni eru að lendingum á braut- inni í blíðskaparveðri á undanförnum mánuðum. Flugmenn virðast því reyna að búa til feril um aukna notk- un, e.t.v. með vitund og vilja flug- umsjónar. Innanlandsflug er niðurgreitt með ríkisstyrkjum, með eftirgjöf á rekstr- arkostnaði flugvalla og með því að greiða ekki lóðarleigu í Vatnsmýri. Flugfarþegum fækkar í samkeppni við aðra samgöngumáta. 95% lands- manna nota það aldrei. Eina leiðin til að viðhalda því er með samþættingu við millilandaflug. Þá kæmust t.d. er- lendir ferðamenn út á land og lands- byggðarbúar til útlanda milliliðalaust. Hervirkið í Vatnsmýri var endur- byggt sl. aldamót fyrir 1,5 milljarða kr. Núvirði þess og annarra nothæfra mannvirkja, sem tengjast flugi beint, er varla yfir 6 milljörðum kr. Virði lands undir brautunum er 210 millj- arðar kr. á verðlagi 2007. Ef ríkið á þriðjung nægja 70 milljarðar kr. t.d. fyrir nýju háskólasjúkrahúsi eða inn- anlandsflugvelli með öllu og tvennum til þrennum jarðgöngum úti á landi. Á 70 árum er tjón af fluginu óskap- legt. Það stuðlaði m.a. að vondri byggðastefnu, illri meðferð ríkisfjár, ómarkvissri vegagerð og auknum fólksflutningum á SV-hornið, sbr. til- urð og hraðan uppgang nýs þéttbýlis í Mosfellssveit, Kópavogi og Garða- hreppi í stríðslok. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni eru því komin undir sjálfbær mörk íbúafjölda. Mest er tjónið í einu borg Íslands, stærsta hluta hagkerfisins með 64% landsmanna auk nærri 20%, sem sækja þangað vinnu og þjónustu. Óskilvirkni vegna hervirkisins bitnar á lífsgæðum allra, m.a. á heilbrigði, menntun, efnahag og launakjörum. Landflótta um 500 Íslendinga á ári að meðaltali sl. áratugi má m.a. rekja til neikvæðra áhrifa hervirkisins á þróun byggðar og samfélags á höfuðborg- arsvæðinu. Uppsafnað tjón af flugi í Vatnsmýri sl. 70 ár nemur þúsundum milljarða kr. Borgin er þrefalt víðáttumeiri en hún hefði ella orðið án þess. Byggð fyrir 210.000 borgarbúa þekur nú meira en 15.000 ha. eða álíka svæði og Manhattan og París með fjórar millj- ónir íbúa alls. Stjórnlaus útþensla byggðar vegna flugs í Vatnsmýri er eitt helsta böl Ís- lendinga. Henni linnir ekki fyrr en þar hefst bygging þéttrar og blandaðrar miðborgar með a.m.k. 2.500.000 gólf- flatarmetra fyrir t.d. 25.000 íbúa og 25.000 störf. Þangað til er bíllinn eini raunhæfi samgöngumáti flestra borg- arbúa. Í borginni eru 160 þúsund bílar eða 760 á hverja 1.000 íbúa. Það er tvöfaldur meðalfjöldi í evrópskum borgum. Því eru Íslendingar meðal mestu umhverfissóða heims. Góður staður fyrir nýjan flugvöll er m.a. í Hvassahrauni. Ný miðborg, glæst framtíð höfuðborgar Eftir Örn Sigurðsson » Yfirtaka ríkisins er fordæmalaust land- rán án hernaðar. Hún á sér enga réttarfarslega stoð og er m.a. brot á stjórnarskrá og ýmsum lögum. Örn Sigurðsson Höfundur er stjórnarmaður í Sam- tökum um betri byggð. Nýlega voru settar miklar reglur og flóknar um hæsnahald í Reykjavík og mætti halda að um mikil skaðræðisdýr væri hér að ræða. Hvenær á að setja sambærilegar reglur um ketti í Reykja- vík eins og gilda um hæsni og hunda? Þessi blessuðu dýr valda sum hver miklu tjóni í um- hverfinu, gera þarfir sínar þar sem þeim dettur í hug, oft í sandkassa á leikskólum og sitja um unga og fugla bæði vor og haust. Svo eru þessi grey að týnast og stórslasast í umferðinni enda kunna þau ekki að passa sig og því er þetta mik- ið dýravelferðarmál, en lítið heyrist í tals- mönnum dýravelferðar vegna þessa. Katta- eigendur virðast margir hverjir ekki vilja axla ábyrgð á dýrunum sínum og því þarf Reykjavík- urborg að taka á þessu vandamáli. Með kærri kveðju úr miðbænum. Dýravinur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Reglur um kattahald Köttur Bréfritara finnst skorta reglugerð um kattahald. Á þessum degi, í meira en áratug, sem ég er þakklátur fyrir, hefur Mbl. verið svo vinsamlegt að birta greinar mínar sem alla jafna hafa fjallað um þjóðhátíð okkar Ís- lendinga, land okkar, lán og hvatningu til að gleðjast saman yfir fullveldi og velferð okkar sem þjóðar. Fáni okkar hefur hlotið umfjöllun og allir eru hvattir til að sýna honum virðingu og draga hann að húni, eða í hálfa stöng þegar tilefni er til. Víða er brugðið á leik og skreytt með veifum, blöðrum og andlitsmyndum. Mjög ákveðnar reglur ná yfir notk- un fánans, fánadaga, mál og annað er lýtur að notkun hans og að lokum förgun – því ekki má flagga illa förn- um fánum td. rifnum eða slitnum. Í heila stöng Í greinum mínum hef ég oftast tal- að um að flagga að hún, eða í fulla stöng, en þannig er yfirleitt flaggað þegar tilefnið er gleði og fögnuður – eins og frelsi og fullveldi þjóðar. Svipað gerist þegar þjóðin samein- ast í sorg svo sem við stórslys og einnig á sorgardögum þjóðkirkj- unnar svo sem föstudeginum langa. Og þannig erum við sterkust – saman. Ekkert hindrar okkur í að bera fánann daglega og þá sem barmmerki. Þá er flaggað í hálfa stöng er þjóð- arharmur kveður dyra. Þorp geta, eins og hendi sé veifað, farist í snjó- flóðum með tugum eða hundruðum íbúa. Skip geta horfið í úfinn sæ, með manni og mús. Jafnvel bifreiðaslys geta kostað svo mörg mannslíf að fá- ar fjölskyldur á landinu syrgi ekki einhvern nákominn eða fjarskyldan – svo þétt er þjóðarnetið riðið. Þá flöggum við í hálfa stöng og finnum sterkt fyrir samhygð og samhryggð. Stefnt í hálfa stöng Undanfarin ár hefur meira og meira borið á kröfum almennings um beint lýðræði þar sem almenningur hefur meiri afskipti af ákvörðunum og jafnframt meiri aðgang að upplýs- ingum Þó að ég hafi aldrei séð þetta út- fært í smáatriðum verð ég að játa að í vaxandi mæli hefur þessi hugmynd og mismunandi útfærslur hennar haldið fyrir mér fyrir mér vöku. Og syrgi ég það ekki. Þó að ekki skuli alhæft hér leyfi ég mér að fullyrða að almenningur er fyrir löngu búinn að fá meira en nóg af stjórnmálamönnum og flokkakerf- inu. Sjálfur geri ég ekki upp á milli flokkanna og tek undir með alþýðu manna sem segir: „Þeir eru hver öðr- um líkir.“ Að horfa uppá þetta lið vera á fullu við að kenna hvert öðru um – og snúa síðan hnífnum í sárinu virðist hjá mörgum þeirra vera það sem hefur forgang. Það sem síðasta stjórn leyfði sér – með hinum frekju- legustu tilburðum – er nú allt í einu notað aftur af þeim sem áður fordæmdu það. Mér skilst að á sum- um dagvistunarskólum gangi rautt kefli til að kenna börnunum hver hefur orðið – og um leið mannasiði. Mér sýnist á sjónvarpi Alþingis að þar sé full þörf fyrir eitt slíkt. Þegar ekki eru sagðir til peningar í lífs- nauðsynleg lyf, tala þingmenn glaðbeittir um að byggja við alþingishúsið. Vel má vera full þörf fyrir nýjan spítala. Hvaðan starfsliðið á að koma er hinsvegar spurningin!! Milljónum er eytt í nefndir en hver les skýrslurnar? Hefur verið stuðst við eina einustu í sparnaðarskyni. Stjórnmálamenn stela skuldum og sparifé almennings og afhenda nýj- um bönkum á útsöluverði. Ráðherrar fá nýja bíla. Nýir skattar birtast og fá ný nöfn svo almenningur veit ekkert . Mannorð okkar og lánstraust er á leið í vaskinn, helmingur þingmanna er fjarverandi enda sjálfsagt amk. hálft starf að efna eigin loforð og ann- arra svo atkvæðin skili sér. Ritstíll höfundar Glöggir lesendur taka eftir að höf. hefur tekið upp hvassara orðalag en áður. Það tengist ekki neinum flokki alþingis. Ég hef aldrei tilheyrt nein- um þeirra. Fyrir þessu er þó ástæða: Þetta starfsfólk okkar sem vill stækka Al- þingishúsið og rúlla upp flugvell- inum, þarf að halda uppá eitthvað – man ekki hvað í svipinn – etv. ráð- herrabílana – nú eða bjóða fjórum sjúklingum að liggja líknarleguna þar sem útsýni til styttu Jóns Sig- urðssonar er gott. Það er ekki tími til að mala lengur. Þessi 17. júní er okkar fullveld- isdagur. Það er með fyrrnefndan ritstíl höf- undar líkt og „fundarstjórn forseta“, þar um þarf ekki mörg orð. Ég er bú- inn að fá upp í kok af þessu kjaftæði – en þú? Á sama tíma og fátækt blómstrar, eldriborgarar eru van- ræktir og menn tala frjálslega um að „flytja flugvöll“ og byggja við alþing- ishúsið, eru ekki til peningar fyrir launum, lyfjum og viðhaldi. Mér líkar annar ritstíll betur – en stundum verður maður að segja meiningu sína umbúðalaust. Ég hvet fólk til að senda mér nafn, síma og skoðun sína í baldur@lands- menn.is. Þetta varðar alla þjóðina. Flaggað í hálfa Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson »Mannorð okkar og lánstraust er á leið í vaskinn, helmingur þingmanna er fjarver- andi enda sjálfsagt amk hálft starf að efna eigin loforð og annarra svo styrkirnir skili sér. Höf. er fyrrverandi forstjóri og fram- bjóðandi til embættis forseta Íslands. www.gengurvel.is Halldór Rúnar Magnússon - eigandi HM flutninga PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Tíð þvaglát trufluðu vinnuna og svefninn Halldór R. Magnússon, eigandi HM-flutninga ehf, vinnur við alhliða vöru- dreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnudagsins. „Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturnar. Á daginn var orðið afar þreytandi að þurfa sífellt að fara á klósettið og svo þegar maður loksins komst á klósettið þá kom lítið sem ekkert!“ segir Halldór „Ég tek eina töflu á morgnana og aðra á kvöldin og finn að ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðin miklu betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari.“ 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.