Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Höldum daginn hátíðlegan með blómum Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Glæsilegir kaupaukar kynning fimmtudag og föstudag TAX FREE af öllum snyrtivörum í júní ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Traust og góð þjónusta í 19 ár Úrval af nýjum umgjörðum frá Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur tekið ákvörðun um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna fiskveiðiár- ið 2015-2016. Ráðherrann fylgir ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar, líkt og hann hefur gert undanfarin tvö ár. Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu að aflamark þorsks verður 239 þúsund tonn sem er aukning um 21 þúsund tonn frá ráð- gjöf fyrir yfirstandandi fiskveiðiár; aflamark ýsu verður 36,4 þúsund tonn sem er 6 þúsund tonna aukning; heildarafli í makríl verður 173 þús- und tonn, sem er aukning um 5 þús- und tonn frá síðasta ári. Hefur mak- rílkvóti aldrei áður verið meiri. Jafnframt kemur fram að versn- andi horfur séu hvað varðar keilu, löngu, blálöngu, skötusel, langlúru, humar og fleiri tegundir sem haldi sig að mestu í hlýjum sjó við suður- og vesturströndina. Í frétt ráðuneytisins kemur fram að alls gæti verðmætaaukning vegna aukins heildarútflutnings sjávaraf- urða vegna aflaaukningar numið 7-8 milljörðum króna, haldist afurðaverð svipað því sem af er þessu ári. agnes@mbl.is Verðmætaaukn- ing 7-8 milljarðar  Makrílkvótinn aldrei meiri eða 173 þúsund tonn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll Ráðherra ákvað að heildar- afli í makríl yrði 173 þúsund tonn. Alls voru framkvæmdar 25.170 nafnabreytingar á árunum 2005- 2014, eða tvö til þrjú þúsund á ári. Þetta kemur fram í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarp 14 þingmanna um breytingu á lögum um mannanöfn. Nefndin leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Á fundum allsherjarnefndar- innar komu fram upplýsingar um fjölda skráðra nafnabreytinga sem framkvæmdar hefðu verið í þjóð- skrá á þessum árum. Alls voru yfir 17 þúsund kenninafnabreytingar á þessu árabili, en slíkar breytingar geta falið í sér að kenning til föður verður kenning til móður og öfugt, ættleitt barn er kennt til kjörfor- eldris. Tvö þúsund skiptu um eigin- nafn en þar getur verið um að ræða nýtt eiginnafn, annað tekið til við- bótar eða fellt niður. Nefndin vísar frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar en kveðst telja að breyta þurfi lögum um manna- nöfn til að þau séu í bestu samræmi við ríkjandi viðhorf í samfélaginu. Yfir 25 þúsund nafnabreytingar á undanförnum áratug hér á landi Morgunblaðið/Ómar Fólk Lög um mannanöfn á Íslandi voru síðast skoðuð fyrir 20 árum. Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær svissneskt par í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Fólkið var handtekið á Ströndum á Vestfjörðum í fyrradag vegna gruns um innbrot í Kaupfélagið í Norðurfirði í síðustu viku. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ákærði þau fyrir að hafa brotist inn í reykkofa við tjaldstæði þar sem þau dvöldu þann 28. maí. Þau skáru á snæri sem batt hurð kofans aftur og stálu þaðan reyktum rauðmaga, að verðmæti um 5.000 krónur, sem þau síðar borðuðu með bestu lyst. Einnig voru þau ákærð fyrir þjófnað í verslun og að stela þaðan reiðufé, samtals 25.000 krónum, matvöru, gasi, lambhúshettu, hann- yrðum, sokkum, garni, dömubind- um, samtals að verðmæti um 100.000 krónur, sem þau báru út úr versluninni í fimm tauinnkaupa- pokum. Parið viðurkenndi sök við þing- festingu málsins og leit dómurinn á tvo mánuði sem hæfilega refsingu. Gátu ekki staðist reyktan rauðmaga, lambhúshettu og peninga á Ströndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.