Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 fyrir að hætta í vinnunni sinni. Arnold er annars giftur maður og ekki lengi að falla fyrir Isabellu. Hún hreppir aðalhlutverkið í nýj- ustu sýningu hans en setur það allt um koll, sérstaklega í ljósi þess að eiginkona Arnolds, Delta (Kathryn Hahn) leikur einnig í sýningunni ásamt fyrrverandi elskhuga sínum, Seth (Rhys Ifans). Tilvera Arnolds skánar heldur ekki mikið þegar Joshua (Will Forte), rithöfundur leiksýningarinnar, bætist við hóp þeirra sem sjá ekki sólina fyrir Isa- bellu, þrátt fyrir að hann sé sjálfur í ástarsambandi við bitra sálfræð- inginn hennar, Jane (Jennifer An- iston). IMDB: 63% Rotten Tomatoes 84% Teiknimynd Tölvuteiknaðar kvikmyndir Pixar hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina og má búast við að Inside Out eigi eftir að vegna vel. Frægð Jennifer Aniston á yfirleitt stórleik í gamanmyndum. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Opnað hefur verið fyrir skráningu ungra listamanna á listahátíðina LÚR, eða Lengst Útí Rassgati. Allir á aldrinum 15 til 30 ára geta skráð sig en kennt verður í þremur smiðj- um á hátíðinni. Tótemsúlugerð, vegglistaverk og tónsmíði. Hátíðin, sem haldin er í annað sinn, fer að þessu sinni fram á Ísafirði dagna 23. til 26. júní. Harpa Rún Ólafsdóttir listamað- ur fer fyrir smiðjunni um tótem- súlugerð en þar verður lögð áhersla á gerð heildstæðra verka úr tréstaurum. Unnið verður með frásagnarlist í myndskreytingum og þátttakendur fá tækifæri til að setja sitt eigið varanlega mark á bæinn. Helga Páley listamaður stýrir vegglistasmiðjunni en þátttak- endur þar munu búa til vegg- listaverk á sérvalinn vegg í bænum og þannig, líkt og í tótemsúlugerð- inni, munu þátttakendur fá að marka spor sín í bænum. Tónsmíða- smiðjan fer fram undir leiðsögn Eggerts Einars Nielssonar tón- skálds og koma þátttakendur sam- an til að deila hugmyndum um tón- skrif og sköpun, efla sköpunar- hæfni við tónsmíðar og semja í sameiningu verk. Lengst Útí Rassgati á Ísafirði Listahátíð Ísafjörður tekur vel á móti listahátíðinni LÚR, Lengst Útí Rassgati, í ár og verða þrjár smiðjur á hátíðinni fyrir þátttakendur. Hljómsveitin Salon Islandus kemur fram á hátíðartónleikum í Kirkju- hvoli, safnaðarheimili Vídalíns- kirkju í Garðabæ, í kvöld kl. 20. Einsöngvari með hljómsveitinni að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson. „Á efnis- skránni fyrir hlé er hressileg Vínartónlist, marsar, valsar, polkar og þekktar tenóraríur. Eftir hlé hljóma þekktir ítalskir söngslag- arar í bland við aðra vinsæla tónlist og að sjálfsögðu verður sólónúmer Sigrúnar Eðvaldsdóttur konsert- meistara á sínum stað,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að á tónleikum kvöldsins tekur Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari sæti nöfnu sinnar Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Að öðru leyti er hljóm- sveitin skipuð þeim Sigrúnu Eð- valdsdóttur og Sigurlaugu Eðvalds- dóttur á fiðlur, Sigurði I. Snorrasyni á klarínettu, Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur á píanó og Pétri Grétarssyni á slagverk. Hátíðartónleikar í Kirkjuhvoli Tenór Gissur Páll Gissurarson POWERSÝNING KL. 10:35 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND MEÐ OWEN WILSON, IMOGEN POOTS OG JENNIFER ANISTON SÝND Í 2D OG 3D Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG! OPIÐ Í DAG 17. JÚNÍ Ódýrt í bíó TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS SÝND KL. 2 Miðasala og nánari upplýsingarOPIÐ 17. JÚNÍ SÝND KL. 1:50 SÝND í 2D OG 3D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.