Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2015. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar. Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www. myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 17. ágúst 2015. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum. Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma. Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir. Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess. Stjórn Myndstefs Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2015 Stærstur hluti kaupsamninga fast- eigna sem gerðir voru meðan á verk- falli lögfræðinga stóð hafa borið vexti. Flestir kaupsamningar miða við 6% vexti en hærri og lægri vaxta- prósenta hefur einnig komið til. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir vaxtagreiðsluna verða greidda undir lokin, þegar lokagreiðsla berst frá bankanum, en trúlega muni þetta þó koma illa við einhverja sem gætu þurft viðbótarlán til að inna þessa greiðslu af hendi. „Það kom alveg ágreiningur í kringum þetta, það er alveg ljóst, en alveg furðu- lega lítill. Margir hringdu í okkur en langflestir átt- uðu sig á því að þarna var viss sanngirni á ferð og ekkert óeðli- legt við það sem þarna var um að ræða,“ segir Grétar. Seljendum hafi þótt óþægilegt að afhenda íbúðina þegar kaupandi hafi ekki getað innt af hendi greiðslu. Með þessu fyrir- komulagi, að semja um vexti, hafi markaðurinn getað haldið áfram en algengt sé að kostnaður í kringum vaxtagreiðsluna sé eins og þegar um er að ræða hóflega leigu. Fljótlega eftir að verkfallið hófst fór að bera á því að fasteignasalar sýndu misjöfn vinnubrögð í sam- bærilegum málum. Áþekk mál voru ekki afgreidd með sama hætti og því beindi Félag fasteignasala þeim til- mælum til félagsmanna sinna að miða við 6% vexti vegna verkfallsins. Yfirlýsingin var send út í byrjun maí eða rétt um mánuði eftir að verkfall skall á. Grétar segir viðmiðið hafa byggst á sanngirnissjónarmiði, en þegar það var sett hafi sumir kaup- samningar kveðið á um vexti en aðrir ekki. Ekki var um að ræða bindandi viðmið enda voru það samningsað- ilar sem sömdu um þetta sín á milli og ýmis tilvik þurfti að skoða sér- staklega og afgreiða með öðrum hætti. „Óvissan var algjör. Sumir héldu að þetta myndi leysast fljótt en ljóst var að það þurfti að gera eitt- hvað,“ segir Grétar. brynjadogg@mbl.is Flestir með vaxtaákvæði  Í flestum kaupsamningum fasteigna síðustu tíu vikur er kveðið á um vexti Grétar Jónasson Rögnunefndin svokallaða, sem nefnd er eftir Rögnu Árnadótt- ur, formanni nefndarinnar, mun skila skýrslu sinni og niðurstöðum eigi síðar en um miðja næstu viku. Starf nefndarinnar og greiningarvinna hafði fyrir mánuði síðan kostað 35 milljónir króna. Líkt og kunnugt er, hefur stýri- hópur um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Ice- landair Group á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu, starfað frá því í október 2013. Upphaflega átti hópurinn að skila skýrslu sinni fyr- ir síðustu áramót. Þá fékk nefndin frest til 1. júní sl. Svo átti nefndin að skila 15. júní, eða í fyrradag. Ragna Árnadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ákveðið væri að nefndin skilaði af sér í næstu viku. „Það eru tveir stórir dagar í þessari viku, 17. júní og 19. júní, sem gera það að verkum að erfitt reyndist að ná allri nefndinni saman í þessari viku. Við skilum af okkur í næstu viku, vonandi um miðja vikuna,“ sagði Ragna. agnes@mbl.is Rögnunefndin skilar niðurstöðum sínum í næstu viku Ragna Árnadóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn, segir rannsókn lög- reglu á mögulegum skothvelli í Hlíðarhjalla í Kópavogi 2. júní síð- astliðinn enn vera opna. „Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að mál- ið er í smá hvíld. Rannsókn verður kláruð þegar þar að kemur.“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang um kl. 15 á þriðjudegi eftir að þrjár tilkynn- ingar bárust um skothvell í hverf- inu. Lögregla fór í íbúðina sem hvellurinn var talinn hafa borist frá og lagði þar hald á skotvopn og skotfæri, sem geymd voru með rétt- um hætti. „Það er talið að skotvopni hafi verið beitt en við teljum að það hafi ekki verið þennan dag.“ Rannsókn á meint- um skothvelli í bið Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Það svæði sem varð eldinum að bráð er illa útleikið. Það er samt helst mói og kjarr, sem menn gráta ekki svo mikið þegar það náðist að verja trjáræktina. Það held ég að hafi verið viðunandi fórnarkostnað- ur,“ segir Pétur G. Markan, sveitar- stjóri Súðavíkurhrepps, spurður um ástandið í Laugardal í Súðavíkur- hreppi þar sem upp kom sinubruni á mánudag. Hátt í 50 manns börðust við sinueldinn; slökkvilið fjögurra sveitarfélaga mættu á svæðið auk björgunarsveita. Eldurinn var slökktur um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags en tilkynnt hafði verið um bruna klukkan 17 á mánudag. Mikilli skógrækt stefnt í hættu Pétur segir menn hafa sloppið merkilega vel frá brunanum. Mikil skógrækt á svæðinu var í hættu en slapp að mestu undan eldinum. „Í minni reynslunnar árið 2012 var tek- in ákvörðun um að slá ekki slöku við heldur fara með fullan mannafla á staðinn. Á staðnum var svo tekin ákvörðun um að kalla þyrluna til,“ segir hann, en árið 2012 komu upp sinueldar í Laugardal, hálfum til ein- um kílómetra frá svæðinu þar sem sinubruni kom upp á mánudag, og geisaði þá eldurinn í tæplega tvær vikur. Kviknar í út frá raflínustreng Pétur segir eftirmál snúa að því að átta sig á því hvar upptök sinuelds- ins liggi. „Það verður tvímælalaust hluti af uppgjörsmálum að skoða hver ber ábyrgð og síðan hvert hægt er að sækja fjármagn til að mæta kostnaði. Ég hef enga trú á öðru en að það leysist,“ segir hann. Yordan Slavov, slökkviliðsstjóri á Súðavík, segir að kviknað hafi í út frá rafmagnslínu og bætir við: „Eftir að ástandið á svæðinu hafði verið metið var ákveðið að kalla út þyrlu til að tryggja að sinueldarnir 2012 endur- tækju sig ekki. Það var lagt kapp á að drepa eldinn niður strax í stað þess að bíða og sjá.“ Ætluðu ekki að gera sömu mistökin tvisvar  Svæðið illa út- leikið eftir sinu- bruna í Laugardal Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bruni Sinueldur kviknaði í Laugardal í Súðavíkurhreppi á mánudag út frá rafmagnslínu, að sögn Yordans Slavov, slökkviliðsstjóra á Súðavík. Kona á besta aldri, eins og Íslensk getspá orðar það í fréttatilkynn- ingu, kom í „hálfgerðu áfalli“ í gær og vitjaði 60 milljóna króna vinn- ings í lottóútdrætti sl. laugardags. Vinningsmiðinn var keyptur í Skalla í Hraunbæ í Reykjavík. Sagðist konan yfirleitt hafa keypt lottómiða með völdum af- mælisdögum en í þetta skipti ákvað hún að kaupa 10 raða sjálfvalsmiða. „Hún áttaði sig ekki á því að hún væri með vinningsmiða í höndunum fyrr en hún kíkti á netið á sunnu- deginum og ákvað að fara yfir töl- urnar. Konan var ekki búin að segja eiginmanninum sínum þessi gleðitíðindi, því hún vildi fullvissa sig um að þetta væri örugglega raunveruleikinn að hún hefði unnið þessar 60 milljónir. Þessi vinnings- upphæð kemur sér heldur betur vel þar sem vinningshafinn er atvinnu- laus eftir að hafa misst vinnuna,“ segir í tilkynningu Íslenskrar get- spár. Í áfalli eftir lottó- vinning  Kona án vinnu vitjaði 60 milljóna Björg Baldvinsdóttir fagnaði í gær hundrað ára afmæli sínu, en hún fæddist 16. júní 1915 í Eyrarlandi á Akur- eyri. Árið 1934 giftist hún Ágústi Guðmundssyni Berg, smjörlíkisgerðarmanni og framkvæmdastjóra á Akur- eyri, en hann lést árið 1979. Áttu þau tvö börn, Alice Pauline Guðbjörgu Berg og Ágúst Guðmund Berg. Björg tók mikinn þátt í starfsemi Leikfélags Akureyrar og var þekkt leikkona. Á myndinni eru, frá vinstri: Lisa Hart, Björg Baldvinsdóttir, Guðrún Björg Ágústs- dóttir, Pétur Ágúst Pétursson og Alice Berg. Hundrað ára afmæli fagnað í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.