Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð góðar hugmyndir í dag. Mundu að raunveruleg auðæfi hvers manns felast í því góða sem hann eða hún lætur af sér leiða. 20. apríl - 20. maí  Naut Kannski er fátt spennandi sem bíður þín en þetta er samt frábær dagur. Hafðu það í huga að allir þurfa einhverja hvíld. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert í góðu jafnvægi og allt virð- ist vera með kyrrum kjörum í kringum þig. Mikilvægast er að vera með góðum vinum sem hægt er að deila með sorg og gleði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það þurfa báðir aðilar að leggja sig fram til þess að viðhalda sambandi svo þú verður líka að leggja þitt af mörkum. Þú þarft að setja hlutina í forgangsröð og fylgja þeim svo fast eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það ríkir enn þá nokkur óvissa vegna nýlegra breytinga í einkalífi þínu. Að loknu erfiðu verki áttu góða hvíld skilið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér líður eins og þú getir ekki tapað, jafnvel þótt þú myndir reyna það. Allt sem þú gerir til að lífga upp á heimilið kemur sér vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hinn mikli erill sem einkennir líf þitt gæti komið niður á þér núna. Alveg sama hversu vel að sér ráðgjafar þínir eru, þú virð- ist alltaf hafa betri hugmyndir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að gera sem mest úr þeim tækifærum sem þú færð. Þú ert hug- rakkur/hugrökk og tekst á við lífið af ein- stökum krafti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefj- ist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum/sjálfri þér í öllum önnunum. Vertu opin/n og jákvæð/ur og gerðu ráð fyrir kraftaverki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru kaflaskipti í aðsigi og þú sem hefur haft í meiru en nógu að snúast átt nú allt í einu lausa stund. Góður vinur gæti vakið áhuga þinn á nýjan hátt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Meiri vitneskja kemur sér alltaf vel og hún bætir líf þitt og tryggir þér öruggt áframhald. Þú hefur áhrif á marga og fólk leitar til þín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Góður vinur gæti sagt þér leyndarmál í dag. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig. Farðu út á meðal fólks og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég gat ekki stillt mig um aðfletta upp á 17. júní í Skáldu, afmælisdagabók Jóhannesar úr Kötlum, og sá þar, að á þessum degi fæddist Pétur Hannesson, spari- sjóðsstjóri á Sauðárkróki, árið 1893. Hér er vísa Péturs: Ræ ég og ræ ég ferju fram á sjóinn, fjarandi sólarblik í vestri skína. Hafdjúpið andar rótt – ég finn að fróin fer eins og mjúkur þeyr um drauma mína. Þegar hér var komið sögu rak forvitnin mig til að fletta upp á af- mælisdegi Hannesar skálds, sonar Péturs, til að sjá hvaða erindi Jó- hannes valdi eftir hann: Skáld verð ég ekki fyrr en ég finn að þú ert fólginn í mínu blóði, ég orðinn þú: laufgræn harpa í höndum myrkurs og birtu, himins og jarðar, orðinn lifandi brú, sem tengir sól og svala mold í eitt; orðinn máttugt hljóðfæri í höndum lífs- ins, harpa lifandi strengja eins og þú. „Þvílíkt hugmyndaflug í rímorð- um!“ skrifar Bjarni Stefán Kon- ráðsson í Leirinn um þessa limru Davíðs Hjálmars Haraldssonar, Sól- ardans, og eru það orð að sönnu: Lá Grettir á grófofnum lakhluta á grúfu og sneri upp bakhluta er röðull steig dans uns rassskora hans varð rauð eins og máluð á þakhluta. Á fimmtudag heilsaði Páll Ims- land „leirliði á þöglum degi“: Hestamenn löngum þeir laðast að langfættum hrossum frá Svaðastað, en sumum finnst betra sjö til tólf vetra hrossaket komið frá Hvaðastað? Þegar bréfberinn skildi póstinn eftir í Gufuneskirkjugarði auglýsti Pósturinn: „Við komum því til skila“. Friðrik Steingrímsson orti: Það skerðist margt er skil ég við sem skal þó ekki grátið, en bréfalúgu bið að þið á bautasteininn látið. Davíð Hjálmar Haraldsson bætti við: Er að lyktum lokast nærsýn brá og líkamann um eilífð moldir geyma, gleraugunum gleyma ekki má í gluggakistunni við rúmið heima. Sigurjóna Björgvinsdóttir gat ekki orða bundist á Boðnarmiði: Áðan fann ég andblæ af vori ósköp er golan hlý. Gróðurinn angar, ég greikka sporið gleði mín vex á ný. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sólardans og feðgar á ferð Í klípu ,,ÞEGAR ÞÚ ERT Í MEÐFERÐ, ÞÁ VILTU FARA ÚT, ÞEGAR ÞÚ ERT KOMINN ÚT, ÞÁ VILTU FARA INN. AF HVERJU HELDUR ÞÚ AÐ ÞAÐ SÉ?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger ,,FANNST ÞÚ FYRIR JARÐSKJÁLFTANUM?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hvetja hann til að stunda áhugamálin sín. ÉG ER ÞUNGLYNDUR. ERTU AÐ REYNA AÐ LÁTA MÉR LÍÐA VERR?! VELKOMIN Í MORGUNMAT DAGSINS! FÓLKIÐ HANS ER FRÁ FLÓRÍDA. Víkverji hefur oft velt fyrir sérmegrunarkúrum, sem koma og fara eins og árstíðir. Þeim fylgja fyrirheit um að aukakílóin muni gufa upp og heilsan braggast, bara ef leiðbeiningunum er fylgt út í ystu æsar. Víkverji er með mataræði en hann hefur aldrei verið duglegur að fylgja sérstöku mataræði. Hinir ýmsu matarkúrar eru honum þó minnisstæðir. x x x Einn sá fyrsti var kenndur við bæ-inn Scarsdale í New York. Færri muna þó nöfnin á höfundum kúrsins. Þeir hétu Herman Tarnower og Samm Sinclair Baker. Tarnower varð mun frægari en Baker, en það var ekki út af kúrnum. Læknirinn Tarnower var piparsveinn og tals- vert upp á kvenhöndina. Á áttunda áratugnum hóf hann samband við konu að nafni Jean Harris en hélt jafnframt áfram að hitta aðrar kon- ur. Einn þeirra var Lynn Tryforos, ritari hans. Í níundu útgáfu bókar- innar um Scarsdale-kúrinn þakkar hann þeim báðum með nafni. Í mars 1980 dró til tíðinda. Þá kom Harris að Tarnower og Try- foros. Hún hafði verið í uppnámi og segir sagan að hún hafi ætlað að gera upp mál sín við Tarnower og fyrirfara sér síðan. Þess í stað skaut hún Tarnower til bana. Réttarhöldin yfir Harris tóku margar vikur og tröllriðu bandarískum fjölmiðlum. Hún var dæmd í fangelsi og fékk ekki 200 þúsund dollara, sem hann hafði ánafnað henni í erfðaskrá sinni. Málið þótti það krassandi að gerð var bíómynd, Mrs. Harris. Þar leikur Ben Kingsley Tarnower og Annette Bening leikur Harris. x x x Síðan hafa kúrarnir komið og fariðog hinar ýmsu fæðutegundir eru ýmist meinhollar eða bráðdrepandi. Í bandarísku blaði birtist nýlega listi yfir 35 bestu kúrana. Framboðið er því nóg. Nú mun vinsælt að hverfa aftur til steinaldarfæðis, á fínu máli kallað paleomataræði. Fyrir stuttu sá Víkverji teikningu í blaði þar sem steinaldarmaður kemur heim í helli sinn og spyr hvað sé í matinn. Þegar hann heyrir svarið segir hann: „Ég er orðinn leiður á þessu steinaldar- fæði.“ víkverji@mbl.is Víkverji Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17:5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.