Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Í grein í Mbl. 27. mars 2015 gerir Guð- mundur Jóelsson end- urskoðandi grein fyrir áralangri baráttu sinni við Endurskoðendaráð, en það stýrir umdeildu gæðaeftirliti í gegn um Félag löggiltra endur- skoðenda (FLE). Saga Guðmundar og reynd- ar fleiri endurskoð- enda gefur þá innsýn í störf núver- andi Endurskoðendaráðs að þau minni um margt á hreinsanir í ein- ræðisríkjum. Svipting löggildingar til starfa við endurskoðun sýnist vera orðið takmark í sjálfu sér, þegar einyrkjar stéttarinnar eiga í hlut. Ekki endurmenntun þeirra eða faglegur stuðningur við þá í starfi. Þau tímamót hafa orðið með úr- skurði Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytins 20. maí sl. að Endurskoðendaráð fær ekki fram- gengt kröfu sinni um að ráðherra svipti Guðmund réttindum sínum. Endurskoðendaráð hefur að mati ráðuneytisins fallið á gæðaprófi í þremur tilgreindum atriðum sem fóru í bága við gildandi lög. Endurskoðendaráði stóðu tveir kostir til boða í vinnulagi sínu, styðja við bakið á endurskoðendum eða skera þá við trog. Þær ógöngur sem Endurskoðendaráð hefur nú lent í stafa af illskiljanlegri refsi- gleði ráðsins og end- urskoðendur sem ef til vill finnst þeir standa höllum fæti í fræðunum eru að vonum ófúsir að leggjast á höggstokkinn. Að óbreyttu gæti ráðuneytið fræðilega séð fallist á sviptingu stjórnarskrárvarinna réttinda á grundvelli skoðunar sem aðili úti í bæ hefur framkvæmt. Ekki verður séð að ráðuneytinu sé skylt að skoða sjálfstætt í hverju meint brot endurskoðanda kann að hafa verið falið. Sé þetta svo þá verður ekki betur séð en réttur til rétt- látrar málsmeðferðar sé fyrir borð borinn. Endurskoðendaráði er þá falið vald sem er ígildi dómsvalds en slíkt fyrirkomulag er með öllu óásættanlegt og ráðið hefur sýnt af sér framgöngu sem hræðir. Af nýlegum dæmum sést að end- urskoðun fyrirtækja tengdra al- mannahagsmunum virðist í svip- uðum farvegi og fyrir hrun. Það er reyndar með ólíkindum að Endur- skoðendaráð skuli vilja refsa harkalega þeim sem jafnvel hafa þó engu tjóni valdið, það er ein- yrkjum, á þeim forsendum að ein- staka krossa vanti í einhver box í endurskoðunarferli, en sneiði gagn- gert hjá því að taka á einstaka at- burðum eins og urðu þegar endur- skoðendur brugðust þjóð sinni í aðdraganda hrunsins. Tilgangur með endurskoðun, al- mennt séð, hlýtur að vera að auka öryggi fjárhagsupplýsinga. Kostn- aður við að ná þessu markmiði get- ur ekki orðið meiri en sem nemur ávinningi af slíkum aðgerðum. Hið sama gildir um eftirlit með endur- skoðendum en kostnaður við eft- irlitið bætist óhjákvæmilega við endurskoðunarkostnaðinn en mjög er efast um gagnsemina Stjórn FLE hefur staðið gegn tilnefningu fulltrúa einyrkja í hópi endurskoðenda í Endurskoð- unarráð þar sem viðkomandi átti að hafa verið umdeildur. Núver- andi fulltrúar FLE í ráðinu eru hins vegar með vottorð frá ráð- herra um að verk þeirra séu um- deild og að ráðið hafi jafnvel brotið skýr lagaákvæði. Sé litið til nýlegs dæmis frá Sparisjóði Vestmannaeyja (SV), þá eru samkvæmt fréttum áhöld um hvort áritun endurskoðanda fái staðist aðstæður sem þar voru inn- an veggja. Hér er um að ræða end- urskoðun á fjármálafyrirtæki tengdu almannahagsmunum. Ekk- ert skal fullyrt um hvort einhver brotalöm hafi verið á vinnu endur- skoðandans og hans niðurstöðu. Það er þó deginum ljósara, að við þær aðstæður sem uppi eru í dag geta endurskoðendur vænst þess að Endurskoðendaráð geri engar athugasemdir við störf viðkomandi þar sem aðgerðir Endurskoð- endaráðs beinast alls ekki að árit- unum á fallin fyrirtæki. Hafi endurskoðandi brotið af sér í starfi, þá eru mestar líkur á að mögulega ófullnægjandi vinna hans komi aldrei til skoðunar við gæða- eftirlit Endurskoðendaráðs. Liðið geta rúm tvö ár frá áritun án þess að endurskoðandi sé kallaður í eft- irlit og þegar að því kemur þá eru vinnupappírar endurskoðanda fyrir liðin ár og liðin fyrirtæki ekki til skoðunar. Samkvæmt þessu er nokkuð ljóst að gæðaeftirlit Endurskoð- endaráðs er að vissu leyti mark- laust sé því ætlað að bæta starfs- hætti endurskoðenda almennt. Það er líka svo að þrátt fyrir að við- komandi endurskoðandi hafi ef til vill farið nýlega í gæðaeftirlit og staðist það þá er hann nánast laus allra mála þrátt fyrir að hann kunni að hafa gerst brotlegur í starfi í öðrum tilvikum. Ítrekað skal að viðkomandi endurskoðandi (SV) hefur ugglaust fylgt öllum stöðlum í hvívetna. Ef litið er til rannsókna flugslysa þá er verklag- ið þannig af gildum ástæðum að einungis orðin slys eru rannsökuð en hin minna. Endurskoðendaráð sýnist snúa þessu við. Til að lær- dómur verði dreginn af mistökum þá þarf að kryfja þau til mergjar. Í Mbl. 26/4 2015 er viðtal við þann merka mann Pétur Blöndal alþm. Hann kemur inn á erindi sem Ríkisskattstjóri hélt á vegum FLE á árinu 2010, að hann minnir. Þar kemur fram að eigið fé ís- lenskra fyrirtækja hafi hækkað gíf- urlega fyrir hrun og var komið upp í sjöfalda þjóðarframleiðslu og ári síðar í mínus einfalda þjóðarfram- leiðslu. Pétri mæltist svo: „Þarna var fullur salur af löggiltum endur- skoðendum sem höfðu skrifað upp á þetta allt saman – án viðvarana og lausna.“ Skiljanlega hefur Pétur verið hugsi yfir þagnarviðbrögðum end- urskoðenda. Ekki er kunnugt um eitt einasta málþing á vegum fé- lagsins þar sem af einhverju viti hefur verið fjallað um verk, ábyrgð og skyldur endurskoðenda í að- draganda hrunsins mikla. Heiðarleika gagnvart sjálfum sér og öðrum virðist ekki að finna í því magni að hrökkvi til að endurskoð- endur geri hreint fyrir sínum dyr- um. Ef eitthvað eitt er grundvall- aratriði í störfum endurskoðenda þá er það heiðarleiki og hann er ekki valkvætt fyrirbrigði að hent- ugleikum. Endurskoðandi á fyrst og síðast við samvisku sína að starfa af heilindum. Svo lengi sem endurskoðendur skirrast við að gera upp vinnubrögð sín í aðdrag- anda hrunsins þá er þess ekki að vænta að stéttin haldi trúverð- ugleika sínum. Ákveði endurskoðandi í skynd- ingu að vera miður heiðarlegur þá er fátt sem Endurskoðendaráð með öllu sínu gæðaeftirliti getur um það sagt. Það er hins vegar nauðsynlegt að sá sem verður fyrir tjóni vegna slíks óheiðarleika geti sótt fjárbætur. Í lok dags snúast mál alls ekki um það, hvort Endur- skoðendaráð sé til eða ekki, heldur hvort tjónþolar geti náð fram rétti sínum fyrir dómi. Þaðan ætti hið raunverulega aðhald að koma. Fyrir nokkrum árum var sam- þykkt tillaga á félagsfundi hjá FLE, og gengust endurskoðendur þar með undir að tekið yrði upp gæðaeftirlit á forsendum félagsins. Lagt var úr hlaði með þá framtíð- arsýn, að hér gæfist tækifæri til að efla faglega hæfni félagsmanna og þeim sem lakar stæðu stæði til boða fagleg aðstoð til að bæta vinnubrögð sín. Þegar litið er yfir sviðið sýnist það ekki vera skortur á faglegri þekkingu og færni sem er örlaga- valdur í störfum endurskoðenda. Þar sýnist fremur vera á ferðinni skortur á siðferðisstyrk í starfi þegar á reynir. Endurskoðendaráð í núverandi mynd er ekki svarið við þeim vandamálum sem því var ætlað að leysa. Þeir sem sjá aukið eftirlit sem lausn alls þurfa að skoða hug sinn. Endurskoðendaráð á villigötum Eftir Jón Þ. Hilmarsson »Endurskoðendaráði stóðu tveir kostir til boða í vinnulagi sínu, styðja við bakið á endur- skoðendum eða skera þá við trog. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. - með morgunkaffinu Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is SUBARU IMPREZA STI SPEC R 04/2008, ekinn 51 Þ.km, 6 gíra. Gríðarlega flott eintak! Verð 4.990.000. Raðnr.253713 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, glertoppur, 7manna.Verð 3.980.000. Raðnr.253442 KIA SORENTO EX LUXURY 2,5 02/2006, ekinn 163 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, lúga ofl.Verð 2.290.000 TILBOÐSVERÐ 1.990.000. Raðnr.253577 YAMAHA XV1900A 04/2008, ekið 19 Þ.km, fullt af flottum aukahlutum. Hjól í toppstandi! Verð 1.670.000. Raðnr.285918 HONDA CR-V 2010-2012 lítið ekinn óskast! Erummeð kaupanda gegn staðgreiðslu. Hafið samband Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvetlingar www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.