Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 27
og sérþekkingu á endurgerð eldri húsa. Þá stundaði Helgi nám við Myndlista- og handíðaskólann og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Helgi hefur starfað á eigin veg- um við endurgerð eldri húsa frá 1970. Hann vann m.a. endurgerð Nesstofu, lagaði alla liti á Bern- höftstorfunni þegar hún var máluð sumarið 1973, vann við aðalskóla- hús Menntaskólans í Reykjavík, marmaramálaði predikunarstól og ný orgel í Hafnarfjarðarkirkju og hefur komið að endurgerð um 40 kirkna víða um land. Helgi kenndi við FSS 1971-72, var ráðgjafi hjá Málningu í fjögur ár og hefur síðan verið ráðgjafi fjölda verktaka við endurgerð eldri húsa. Hann kenndi við Iðn- skólann í Reykjavík og við Meist- araskólann 1978-2015. Við Meist- araskólann hefur Helgi kennt eldri aðferð við oeringu, marmara- málun og gyllingu. Helgi hefur stundað vatnslita- málun um langt árabil, haldið nokkrar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og er enn að mála myndir. Eiginkona Helga er Svanfríður Guðrún Gísladóttir, f. 4.8. 1945, þroskaþjálfi. Foreldrar hennar voru Gísli Sigurbjörnsson, f. 26.4. 1919, d. 20.6. 1990, sjómaður í Súðavík, og Guðríður Halldórs- dóttir, f. 27.7. 1920, d. 16.3. 1983, húsfreyja og fiskvinnslukona. Fyrri kona Helga var Áróra Sjöfn Ásgeirsdóttir, f. 14.5. 1942, d. 5.2. 1989, hjúkrunarkona. Dóttir Áróru og stjúpdóttir Helga er Þórhildur Sif Jónsdóttir, f. 27.8. 1976, læknaritari í Hafn- arfirði, gift Bergi Arnarssyni tölvuverkfræðingi og eru börn þeirra Ævar Örn, f. 1997, Óliver, f. 2001, og Dalía Sif, f. 2005. Sonur Helga frá því áður er Gorn Maar Helgason, f. 5.9. 1970, myndhöggvari og leikmynda- smiður við Kongelige Theater í Kaupmannahöfn, og er sonur hans Loui Helgason, f. 1998. Börn Svanfríðar eru Gísli Krist- inn Ísleifsson, f. 1.9. 1970, verk- stjóri í Reykjavík en kona hans er Björk Ína Gísladóttir dagmóðir og eru börn þeirra Hrannar Logi, f. 1996, Elma Dröfn, f. 1998, Maren Rún, f. 2003, og Ölver Ben, f. 2009, og Kristín Ísleifsdóttir, f. 19.10. 1971, nemi við HA, en dóttir hennar er Ríkey Svanfríður, f. 2009. Alsystkini Helga eru Hafrún, f. 17.10. 1941, d. 25.7, 2006, verka- kona í Keflavík; Örn, f. 8.5. 1943, fyrrv. sjómaður á Eskifirði; Unn- ar, f. 17.10. 1946, bifvélavirki í Keflavík; Ragnhildur Kristborg, f. 4.4. 1950, húsfreyja í Keflavík; Steinunn Guðný, f. 15.11. 1952, húsfreyja á Flúðum; Eygló Hrönn, f. 27.2. 1957, húsfreyja í Banda- ríkjunum. Hálfsystkini Helga, sammæðra: Haukur Zóphoníasson, f. 4.12, 1933, d. 27.5. 1988, vélvirki í Reykjavík; Kristín Árna Zophaní- asdóttir, f. 14.9. 1937, d. 28.7. 2008, húsfreyja í Keflavík; Ragnar Zophoníasson, f. 21.10. 1935, iðn- aðarmaður í Reykjavík, og Birna Zophoníasdóttir, f. 1939, húsfreyja í Keflavík. Hálfsystur Helga, samfeðra: Svanhildur Sigríður, f. 13.3. 1931, d. 20.8. 1993, bóndi í Þistilfirði, og Erna Hafdís, f. 25.3. 1935, d. 30.9. 1994, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Helga voru Kristinn Berg Pétursson, f. 15.4. 1905, d. 20.10. 1993, matsveinn á Eskifirði og í Keflavík, og Vilborg Björns- dóttir, f. 11.6. 1918, d. 23.4. 2011, húsfreyja. Úr frændgarði Helga Gretars Kristinssonar Helgi Gretar Kristinsson Ragnhildur Þorsteinsdóttir húsfr. á Sléttaleiti Þórður Arason b. á Sléttaleiti í Suðursveit Steinunn Þórðardóttir húsfr. á Eskifirði Björn Árnason verkam. á Eskifirði Vilborg Björnsdóttir húsfr. á Eskifirði og í Keflavík Guðný Sigurðardóttir húsfr. á Eskifirði Árni Halldórsson útgerðarm. á Eskifirði Ragnhildur Árnadóttir húsfreyja á Flatey Eiríkur Bjarnason b. á Flatey á Mýrum Ragnhildur Eiríksdóttir húsfr. á Rannveigarstöðum Pétur Helgi Pétursson b. á Rannveigarstöðum í Álftafirði eystri Kristinn Berg Pétursson matsveinn á Eskifirði og í Keflavík Guðrún Jónsdóttir frá Freyshólum, af Skúlaætt Pétur Sveinsson landpóstur í Bessastaðagerði á Héraði, af Melaætt Hjalti Pétursson b. í Snotrunesi Pétur Örn Hjaltason flugvallar- vörður á Borgarfirði eystra Skapti Pétursson, verslunarm. á Höfn. Kristín Pétursdóttir húsfr. á Eskifirði Ellert Borgar í Randver, skólastj. í Hafnarf. Hildigunnur Skaptadóttir húsfr. á Höfn Ragnar Björnsson trésmiður á Eskifirði Óskar Ragnarsson trésmiður í Rvík Friðrik Árnason oddviti og hreppstj. á Eskifirði Helgi Seljan fyrrv. alþm. Þóroddur Helgason fræðslustj. Jóhann Helgason vélstj. á Reyðarfirði Helgi Seljan fréttam. í Kastljósi RÚV ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Sigurliði fæddist í Reykjavík17.6. 1901. Foreldrar hansvoru Kristján Þórarinn Ein- arsson, sjómaður og trésmiður í Reykjavík, og k.h., Sigríður Hafliða- dóttir húsfreyja. Kristján var sonur Einars Gunn- arssonar, bónda á Eiríksbakka í Biskupstungum, og Vigdísar Dið- riksdóttur, en Sigríður var dóttir Hafliða Jónassonar, bónda á Birnu- stöðum á Skeiðum, og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Sigríður var systir Jóhanns, móð- urafa Hallvarðs, fyrrv. ríkissaksókn- ara, Jóhanns, fyrrv. alþm., og Jóna- tans, fyrrv. hæstaréttardómara, föður Halldórs, fyrrv. forstjóra Landsvirkjunar. Annar bróðir Sig- ríðar var Gunnar, langafi Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hrl. Eiginkona Sigurliða var Helga Jónsdóttir en þau voru barnlaus. Sigurliði lauk prófum frá Versl- unarskóla Íslands 1921 og árið 1925 stofnaði hann, ásamt Valdimar Þórð- arsyni, Verslunina Silla og Valda að Vesturgötu 52 í Reykjavík. Árið 1927 hófu þeir verslunarrekstur í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10. Matvöruverslunum þeirra fjölg- aði síðan jafn og þétt í Reykjavík á næstu áratugum og voru lang- fjölmennasta og víðfrægasta keðja matvöruverslana um langt árabil. Þeir byggðu meðal annars húsið Austurstræti 17 árin 1963-65 og verslunarmiðstöðina Glæsibæ í Álf- heimum 1970. Er Sigurliði lést var fyrirtækið, sem var einkafyrirtæki þeirra tveggja, tekið til arfskipta. Þau hjónin, Sigurliði og Helga Jónsdóttir, skildu eftir sig dánargjöf sem stundum var nefnd veglegasta dánargjöf Íslandssögunnar. Sú gjöf kom Íslensku óperunni á laggirnar á sínum tíma og skipti einnig sköpum fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Listasafn Íslands. Auk þess voru stofnaðir veglegir námssjóðir fyrir eignir þeirra. Sigurliði var heiðursfélagi Kaup- mannasamtakanna, var sæmdur fyrsta gullmerki samtakanna og sat í stjórn Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur. Sigurliði lést 8.11. 1972. Merkir Íslendingar Sigurliði Kristjánsson 90 ára Halldóra Márusdóttir 85 ára Alfreð Ólafsson Erla Kristófersdóttir Jóhanna Valtýsdóttir Marías Þórðarson Steinunn Ólafsdóttir 80 ára Viðar Tryggvason 75 ára Dipu Ghosh Ebba Stefánsdóttir Elín Einarsdóttir Gunnar Gunnarsson 70 ára Bjarni Njálsson Guðrún Þór Jón Haukur Aðalsteinsson Óskar Sigurbjörnsson Sigurður Sigurðsson Sverrir Sæmundsson 60 ára Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir Birgir Rúnar Eyþórsson Friðrik B. Friðriksson Helga Halldórsdóttir Ilse Haesler Inga María Ingadóttir Sigurður Pétur Harðarson 50 ára Ástríður K. Kristjánsdóttir Guðríður Ebba Pálsdóttir Hjálmar Ingi Einarsson Hlynur Þór Gestsson Hólmfríður G. Magnúsdóttir Jón Ari Guðbjartsson Margrét Magnúsdóttir Ragnhildur Ragnarsdóttir Sólveig Kristjánsdóttir Steinþór Þórðarson 40 ára Daníel Viðar Elíasson Einar Lárusson Garðar Gunnar Ásgeirsson Gunnhildur J. Gunnarsdóttir Haraldur Þórðarson Hávarður Þór Hjaltason Júlía Þorsteinsdóttir Magnús Helgi Magnússon Maria de Las Nieves Ros Homar Sigrún Erna Guðjónsdóttir Sævar Baldursson Tómas Þorbjörn Ómarsson 30 ára Arnór Bliki Hallmundsson Gunnar Jónsson Krzysztof Zdzislaw Sobieraj Magdalena Wasilewska Magnús Freyr Magnússon Pétur Daníel Pétursson Þór Friðriksson Til hamingju með daginn 30 ára Valgerður ólst upp á Akranesi, býr þar, lauk BEd-prófi frá KHÍ og er kennari við Grundaskóla. Maki: Lúðvík Gunnars- son, f. 1980, deildarstjóri hjá Akranesbæ. Börn: Albert Hrafn, f. 2010, og Unnur Valdís, f. 2012. Foreldrar: Unnur Guð- mundsdóttir, f. 1959, launafulltrúi á Höfða, og Valur Gíslason, f. 1956, húsasmíðameistari. Valgerður Valsdóttir 30 ára Tinna ólst upp á Selfossi, býr í Reykjavík, lauk prófum á mynd- listabraut FB, var í listaháskóla á Spáni og rekur nú, ásamt fleiri listamönnum, Kirsuberja- tréð - íslenska hönnun og handverk. Systkini: Edda Laufey, f. 1995; Svandís Bríet og Jón Haukur, f. 2001. Foreldrar: Guðbjörg Anna Árnad., f. 1964, og Bjarni Jónsson, f. 1965. Tinna Bjarnadóttir 30 ára Sölvi býr í Reykja- vík, lauk stúdentsprófi frá VÍ og er leiðsögumaður hjá Arctic Adventures. Unnusta: Arndís Dögg Jónsdóttir, f. 1990, leið- sögumaður. Foreldrar: Guðmundur Helgason, f. 1950, d. 2011, íþróttak., knatt- spyrnuþjálfari og fram- kvæmdastj., og Þórunn Ósk Sölvadóttir, f. 1958, þroskaþjálfi og fram- kvæmdastj. hjá Geysi. Sölvi Rúnar Guðmundsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.