Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Lést í skemmtigarði í Svíþjóð 2. Vinningshafinn í áfalli 3. Myrti nágrannann á … 4. Orkan hækkaði um 40% »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna verður aukasýning á leikritinu Þöggun eftir Jón Gunnar Þórðarson í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgár- dal föstudaginn 19. júní kl. 20. Verkið fjallar um Ólöfu frá Hlöðum, Skáld- Rósu og Guðnýju frá Klömbrum. Aukasýning á Þöggun í Hörgárdal  Tuttugu listamenn verða með há- vaða á sýningunni Hávaði II sem opn- uð verður í dag í viðburðarýminu Ekkisens á Bergstaðastræti 25b. Fjöl- mörg verk verða afhjúpuð á opnunar- hátíðinni og má þar nefna nýjan þjóð- fána sem saumaður hefur verið úr nærbrókum almúgans, en honum verður flaggað í fyrsta sinn undir tón- um þekkts karlakórs. Hávaðanum fylgja einnig fjölmörg útiverk sem hægt verður að finna í garðinum við Ekkisens en einnig á víð og dreif um miðborgina í júní. Einnig verður netið nýtt sem sýningarými og heimasíða Hávaðans vígð á sjálfan opnunardaginn. Meðal sýnenda eru Freyja Eilíf Logadóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Lommi, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Sunneva Ása Weisshappel. 20 listamenn með hávaða í Ekkisens Á fimmtudag Vestlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 syðst. Skúrir eða dá- lítil rigning og hiti 7 til 18 stig, hlýjast á SA-landi. Á föstudag Suðaustlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum en þurrt að kalla. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast N-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg átt, 3-8 og víða dálítil væta en þurrt að mestu NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast N-lands. VEÐUR Aðeins munar einu stigi á Breiðabliki og Selfossi á toppi Pepsideildar kvenna í knattspyrnu fyrir leik lið- anna á Kópavogsvelli næsta þriðjudag. Blikar eru efstir eftir stórsigur á Val í gærkvöld, 6:0, og Selfoss vann Aftureldingu 2:0. ÍBV vann Fylki en KR og Þróttur R. skildu jöfn. »2 Blikakonur efstar eftir stórsigur Kristján Flóki Finnbogason, framherj- inn ungi hjá FH, er ánægður með lífið hjá Hafnarfjarðarliðinu, en hann sneri aftur þangað í vor eftir tvö ár hjá FC Köbenhavn. „Ég lærði mjög mikið og bætti mig sem knattspyrnu- maður,“ seg- ir Flóki um tímann í Danmörku, en hann er leikmaður 8. umferðar Pepsi- deildar karla hjá Morgunblaðinu. » 2-3 Erfitt en lærdómsríkt í Kaupmannahöfn „Stefan talaði þó alltaf þannig að hann væri til í að koma til okkar aftur og hélt sambandi við okkur í sumar. Honum líkaði vel hérna og kann vel við menninguna, matinn og fleira,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, meðal annars við Morgun- blaðið í gær, en Njarðvíkingar hafa samið við Stefan Bonneau um að leika áfram með liðinu í körfunni. »1 Bonneau sýndi því áhuga að koma aftur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dúfa Sylvía Einarsdóttir hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum í tæplega 45 ár. „Við hjónin höfum fengið mikla að- stoð vegna þroskahamlaðrar dóttur okkar og það er dásamlegt að geta einnig gefið af sér eins og ég geri í Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Dúfa við Morgunblaðið. Vegferðin hófst þegar hún og Guðmundur Ragnarsson, eigin- maður hennar, eignuðust stúlku sem þurfti mikla aðstoð, en þau eiga jafn- framt tvo heilbrigða syni, tengda- dætur og sjö gullmola sem eru barnabörnin. Hjónin gengu í Félag þroskahamlaðra barna og voru í stjórn Þroskahjálpar um árabil, sem og í Foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, nú Klettaskóla, í mörg ár. „Sjálfboðaliðastarfið hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt,“ segir Dúfa. „Ég hvet alla sem tök hafa á til að taka þátt í einhvers kon- ar sjálfboðaliðastarfi. Það er allt góðra gjalda vert.“ Stanslaus barátta „Öll þessi félög höfðu sameiginleg markmið og margir tóku og taka þátt í baráttunni,“ heldur Dúfa áfram. „Í kerfinu komum við alls staðar að lokuðum dyrum þegar við vorum að stíga okkar fyrstu spor með dótturina. Þó að margt hafi breyst til batnaðar hefur þetta verið stanslaus barátta sem lýkur aldrei. Við þurftum að sækja um allt og það var erfitt að fá þjónustu. Við reynd- um að breyta þessu og lög um aðstoð við þroskahefta frá 1979 höfðu mikið að segja, sem og lög um málefni fatl- aðra frá 1992.“ Hún áréttar að lögin auðveldi róðurinn til þess að sækja það sem fatlaðir eigi rétt á. „Það er mikill léttir að þurfa ekki að berja á allar dyr.“ Vinna Dúfu í Hjálparstarfi kirkj- unnar felst í því að taka á móti vörum sem berast að gjöf, flokka þær og þvo eftir atvikum og aðstoða síðan við að koma þeim í réttar hendur. „Margt fólk á Íslandi nær ekki endum saman og við aðstoðum það ekki aðeins með fatagjöfum heldur er því hjálpað að hjálpa sér sjálft.“ Hún áréttar að gott og mikil- vægt starf sé unnið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og hafa beri í huga að enginn viti hvenær hann þurfi á að- stoð að halda, samanber gosið í Vestmannaeyjum 1973. „Þá fengum við mikla aðstoð að utan. Það er sama hugsunin og við vinnum eftir – við reynum að gera eitthvað fyrir fólk í neyð heima og erlendis og fáum aðstoð þegar við þurfum á henni að halda. Það er mikilvægt að hafa það í huga.“ Alltaf til taks fyrir aðra  Hefur sinnt sjálfboðaliðastörf- um í nær 45 ár Morgunblaðið/Styrmir Kári Sjálfboðaliðar í Hjálparstarfi kirkjunnar Konurnar láta gott af sér leiða í þágu þeirra sem minna mega sín. Frá vinstri: Mjöll Þórarinsdóttir, Lára Bergsveinsdóttir, Elsa Sveinsdóttir og Dúfa Sylvía Einarsdóttir. Fyrir um sjö árum fóru 15 manns frá Hjálparstarfi kirkjunnar til Úganda í þeim tilgangi að kynnast stuðningi kirkjunnar á vettvangi. Dúfa Sylvía Einarsdóttir og Guðmundur Ragnarsson voru með í för og segir Dúfa að upplifunin sé ógleymanleg. „Ég fékk aðra sýn á það hvað er nauðsynlegt og hvað ekki, hvernig maður getur best hjálpað og hve mikið verður úr stuðn- ingnum,“ segir hún. „Aðalatriðið er að hjálpa fólkinu að hjálpa sér sjálft.“ Þegar Dúfa var í sóknarnefnd Háteigskirkju mætti hún reglulega á fundi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, kynntist starfinu og þegar hún hætti á almenn- um vinnumarkaði gerðist hún sjálfboðaliði hjá Hjálparstarfinu, þar sem hún lætur gott af sér leiða. „Þegar ég fór á fyrsta fundinn fannst mér ég vera eins og illa gerður hlutur en þegar mér bauðst að vera tengill á milli kirkj- unnar og Hjálparstarfsins fannst mér ég loks vera farin að gera gagn.“ Önnur sýn á hjálparstarfið ÓGLEYMANLEG FERÐ HJÓNANNA TIL ÚGANDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.