Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýkynnt áætlun um losun fjármagns- hafta hefur aukið bjartsýni í atvinnu- lífinu og er þess að vænta að já- kvæðra áhrifa af því fari að gæta í auknu framboði starfa á næstunni. Um þetta eru tveir sérfræðingar á vinnumarkaði sammála. Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðn- ingarstjóri hjá Vinna.is, segir fyrir- tæki hafa haldið að sér höndum við ráðningar þegar kjaradeilur og verk- fallsaðgerðir stóðu sem hæst. „Það virðist hafa skapast uppsöfn- uð þörf fyrir ráðningar. Fyrirtæki sem biðu með að ráða í sumarstörf virðast vera að ráða fólk núna. Venjan er sú að fyrirtæki ráða mikið af fólki fram í júlí. Svo taka við frí og síðan fara fyrirtækin aftur að ráða í haust. Verkföllin sköpuðu óvenjulegar að- stæður og það er spurning hvort fyr- irtækin muni því nú ráða fólk jafnt og þétt fram á haustið,“ segir Agla Sig- ríður og nefnir að fjölbreytt flóra starfa sé í boði í verslun, þjónustu og framleiðslugeiranum. Keðjuverkunin hófst 2012 „Það hefur líka verið töluvert fram- boð af störfum fyrir háskólamenntaða sérfræðinga. Á síðustu tveimur árum hefur fólk lagt í að færa sig milli starfa og við það verður alltaf einhver keðjuverkun. Fyrir um tveimur árum fór fólk að biðja um hærri laun og gera meiri kröfur. Þegar einn fram- kvæmdastjóri fer þarf að ráða í þá stöðu og svo framvegis,“ segir Agla Sigríður. Hún segir aðspurð að boðuð losun hafta muni hafa jákvæðar afleiðingar fyrir vinnumarkaðinn. „Það mun örugglega skipta máli þegar fyrirtækin taka ákvarðanir varðandi verkefni, mannaráðningar og fleira. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir hún. Fyrirtækin sækja fram Katrín S. Óladóttir, framkvæmda- stjóri Hagvangs, segir ráðningar gefa vísbendingu um að fyrirtæki séu að snúa vörn í sókn. „Maður hefur séð það á sumum þjónustufyrirtækjum sem lítið hefur borið á, að þau eru farin að sinna meiri vöruþróun og sækja eftir fólki til að búa til afurðir. Það er merki um að markaðurinn er að taka við sér. Störfin sem nú eru auglýst eru mun fjölbreyttari en þau hafa verið. Menn vonast til að losun hafta geti losað um meiri fjölbreytni í fjárfestingum. Við finnum fyrir meiri bjartsýni hjá okk- ar viðskiptavinum, meðal annars stjórnendum hjá fyrirtækjum. Menn eru almennt bjartsýnni á að nú fari hlutirnir að ganga vel og að fleiri fyr- irtæki geti farið að sækja fram og styrkja sína starfsemi. Það þýðir von- andi að það geti skapast fleiri störf.“ Reynsluboltar bíða tækifæra Katrín segir reynslumesta fólkið bíða eftir tækifærum. „Við erum aðeins bjartsýnni en í vor. Vinnumarkaðurinn er að taka við sér. Eftirspurnin eftir fólki er að glæðast. Það gildir líka um háskóla- menntað fólk. Við höfum hins vegar enn áhyggjur af reynslumiklu fólki sem er með mikla menntun. Það virð- ist taka lengri tíma að finna slík störf en maður kynni að halda. Skýringin kann að vera sú að hreyfing á fólki er minni í efri lögum fyrirtækjanna ennþá. Þá er ég að tala um ábyrgð- arstöður og stöður þar sem fólk er í forsvari. Þetta fólk hefur ekki fengið eins mikla svörun við atvinnuleit og hinn almenni starfsmaður,“ segir Katrín. Haft var eftir Katrínu í Morgun- blaðinu um áramótin að atvinnuleysi væri talsvert meðal lögfræðinga og viðskiptamenntaðs fólks. Hún segir þetta lítið hafa breyst á fyrri helmingi ársins. Fýsilegra að fjárfesta á Íslandi Spurður hvort sérfræðingar Capa- cent telji að losun hafta muni hafa áhrif á vinnumarkaðinn segir Snorri Jakobsson, fjármálaráðgjafi hjá Capacent, að áhrifin séu jákvæð á at- vinnulífið „en alls óvíst sé að störfum muni fjölga sem einhverju nemur“. „Afnám gjaldeyrishafta mun gera fjárfestingarumhverfið hér á landi fýsilegra, auk þess sem starfsemi er- lendra eða alþjóðlegra fyrirtækja verður auðveldari. Atvinnusköpun vegna afnáms gjaldeyrishafta getur verið með tvennum hætti. Í fyrsta lagi að fjárfestingarumhverfi verður fýsi- legra, sem getur leitt til aukinnar fjárfestingar sem gæti skapað fleiri störf. Í öðru lagi að rekstur fyrir- tækja sem hafa erlenda starfsemi eða eru alþjóðleg verður auðveldari hér á landi. Það verða meiri líkur á starf- semi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi og mögulega aukin störf,“ segir Snorri. Samkvæmt maískýrslu Vinnu- málastofnunar voru 1.353 háskóla- menntaðir án vinnu í maí eða aðeins 114 færri en í maí í fyrra. Til sam- anburðar voru 5.348 án vinnu í maí, borið saman við 6.591 í maí 2014, og er það fækkun um 1.243. Bendir þetta til að minnihluti nýrra starfa sé fyrir há- skólafólk. Losun hafta hefur aukið bjartsýni á vinnumarkaði Morgunblaðið/Styrmir Kári Við störf Skapast hefur uppsöfnuð þörf fyrir ráðningar að mati sérfræðinga. Sérfræðingar telja að aðgerðin muni örva ráðningar Verkföllin hægðu á 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 SÓLVARNARGLER OG HANDRIÐ M ynd:Josefine Unterhauser ispan@ispan.is • ispan.is                  !"#$ ! !!" !" "" # ! % $"#$ % &'()* (+(  ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $# !##$ !"$ %% "%" " "# !"" $#$ $$ " !"!$ ! %%"$ ! " % !# !"%$ $"! $% !#!$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildarafli íslenskra fiskiskipa í maí- mánuði jókst um 12.500 tonn á milli ára, eða úr tæpum 132.000 tonnum ár- ið 2014 í rúmlega 144.000 tonn í maí síðastliðnum. Stærstan hluta þessarar aukningar má skýra með aukningu upp- sjávarafla um 17,7%, sem var nær ein- ungis kolmunni, og flatfisksafla um 30,8%. Botnfisksafli dróst saman um 6,8% og þar af dróst þorskurinn saman um 10,3%. Þrátt fyrir meiri afla í tonn- um var hann metinn, á föstu verði, 0,6% minni en í maí 2014 vegna verð- minni samsetningar hans. Á síðustu 12 mánuðum hefur heildarafli aukist um 235 þúsund tonn eða 21,9% vegna mik- illar aukningar í uppsjávarafla. Heildarafli í maí meiri en í sama mánuði í fyrra ● Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone á Íslandi, hefur endursamið við Lands- bankann um langtímafjármögnun. End- urfjármögnunin nemur samtals 5 millj- örðum króna og felur í sér annars vegar lán að fjárhæð 4,5 milljarðar króna, sem mun meðal annars verða nýtt til upp- greiðslu eldri lána félagsins, og hins veg- ar 500 milljóna króna lánalínu. Nýi samningurinn er, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar, með hagstæðara álagi og hefur lokagjalddaga árið 2022 en endursemja má um álag eftir þrjú ár. Vodafone endursemur um langtímalán STUTTAR FRÉTTIR ... Um 88% sveitarfélaga standa undir núverandi skuldum og skuldbinding- um fyrir árið 2014 í samanburði við 97% árið á undan, samkvæmt nýrri skýrslu Greiningardeildar Íslands- banka um sveitarfélögin. Versnandi stöðu má helst skýra með samdrætti veltufjár frá rekstri sem hlutfalli af tekjum. Í skuldaviðmiðum sveitarstjórna er miðað við að heildarskuldir og skuld- bindingar A- og B-hluta séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglu- legum tekjum, ásamt því að veltufé frá rekstri skal vera hærra en 7,5% af heildartekjum. Til A-hluta starfsemi teljast lögbundin verkefni sem fjár- magnast með tekjuskatti og í B-hluta eru fyrirtæki eða stofnanir sem eru í eigu sveitarfélagsins og reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Sem dæmi má nefna raf- og hitaveit- ur. Í skýrslunni segir að þegar einung- is A-hluta starfsemi sé skoðuð, sem vegna takmarkana á fjármagnsflutn- ingum frá B- til A-hluta gefi réttari mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélag- anna, lækki hlutfall þeirra sveitarfé- laga sem standa undir skuldbinding- um sínum úr 88% niður í 77%. Sveitarfélög með sterkan B-hluta, eins og Reykjanesbær og Reykjavík, standist ekki lengur skuldbindingar við þær aðstæður að öðru óbreyttu. Mörg sveitarfélög á Íslandi séu því með sterk B-hluta félög sem rekstur sveitarfélagsins nýtur góðs af. Þrátt fyrir að hæfni sveitarfélag- anna til að standast skuldbindingar sínar hafi farið minnkandi segir í skýrslu Íslandsbanka að rekstur sveitarfélaga landsins sé nokkuð traustur. sigurdurt@mbl.is Morgunblaðið/Golli Skuldir Íslandsbanki segir rekstur sveitarfélaga nokkuð traustan. Færri standa und- ir skuldbindingum Fjárhagsstaða sveitarfélaganna versnar á milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.