Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Staða Íslands íheiminum ogsamband landsins við um- heiminn er í brenni- depli sem fyrr. Sjálfstæði Íslands er fagnað í dag, á 17. júní. En þótt 71 ár sé liðið frá því að Ísland heimti sjálfstæði sitt og styttist í að hundrað ár verði liðin frá því að landið varð fullvalda hefur sjálf- stæðið aldrei verið sjálfsagt. Festu þurfti til að tryggja sjálf- stæðið á upphafsárum þess og aftur hrikti í þegar bankarnir hrundu og reyndi á staðfestu ís- lenskra forystumanna. „En eins víst er hitt, að Ís- lendingar hafa ekki hyllt Dani eða Þjóðverja, né neina aðra þjóð, til einveldis yfir sig, þó þeir hafi jafnframt Dönum og Norðmönnum hyllt einvalda konúnga. Þar af leiðir aptur, að þegar konúngur afsalar sér ein- veldið, þá höfum vér ástæðu til að vænta þess, að hann styrki oss til að halda að minnsta kosti þeim réttindum, sem helguð eru með hinum forna sáttmála, þeg- ar land vort sameinaðist Nor- egi,“ skrifar Jón Sigurðsson í grein sem birtist í Nýjum fé- lagsritum 1848 undir heitinu Hugvekja til Íslendinga. Þessi grein átti þátt í að marka upp- haf baráttu Íslendinga fyrir réttindum sínum og var hún ekkert síður skrifuð til að höfða til réttlætiskenndar danskra ráðamanna en að stappa í Ís- lendinga stálinu. Jón Sigurðsson vildi að Ís- lendingar stæðu uppréttir. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son rifjaði upp í pistli í Morgun- blaðinu fyrr á árinu þegar Jón sat í nefnd um fjárhagslegan að- skilnað Íslands og Danmerkur árið 1862. Aðrir í nefndinni vildu að Danir legðu Íslend- ingum til 42 þúsund ríkisdali á ári. Jón sagði að Danir væru Ís- lendingum stórskuldugir eftir einokunarverslun og upptöku eigna og reiknaðist til að þeir ættu að borga 100 þúsund rík- isdali á ári. Bætir Hannes við að þetta hafi hann gert til að reyna að efla sjálfsvirðingu Íslend- inga. Ekki er laust við að kröfur Grikkja um skaðabætur á hend- ur Þjóðverjum vegna herset- unnar í síðari heimsstyrjöld komi upp í hugann. Á 70 ára afmæli lýðveldisins í fyrra birtist viðtal í Morgun- blaðinu við Ólaf Ragnar Gríms- son. Þar sagði hann að við stofn- un lýðveldisins og hina brösugu byrjun þess, landhelgismálin og Icesave-deiluna hefði reynt mjög á það hverjir stóðu með Íslendingum og hverjir ekki. „Í Icesave-málinu mættum við sveit ríkja sem var okkur ýmist algjörlega andstæð eða skeytingarlaus, þó að við á end- anum reyndumst hafa bæði hin efnahagslegu rök, lýðræðis- rökin og hinn lög- fræðilega rétt með okkur.“ Hann sagði að þetta mætti ekki gleymast þegar Ís- lendingar og íslenskir ráða- menn tækju afstöðu til fram- tíðarstefnu og tengsla Íslendinga, hvort sem er við umheiminn almennt eða gagn- vart Evrópusambandinu sér- staklega. „Meginlærdómurinn er sá að við höfum mestmegnis orðið að treysta á okkur sjálf. Sigrarnir hafa unnist vegna þess að við trúðum á okkar eigin málstað og okkar eigin rök. Þeir sem voru í forystu þjóðarinnar hik- uðu ekki við að halda áfram þó að nánast öll ríki í nágrenni okkar og heimsálfu væru á móti okkur,“ sagði Ólafur Ragnar fyrir ári. Áherslan á að standa á eigin fótum kemur ekki þjóðrækni eða upphafningu fortíðarinnar við. Aftur má nota tilvitnun sem Hannes Hólmsteinn hefur tínt til frá Jóni Sigurðssyni, að þessu sinni úr bréfi til vinar 1865: „Ég held mikið upp á forn- öld vora, en ég vil ekki gjöra oss að apaköttum þeirrar aldar.“ Hún snýst heldur ekki um að Ísland skuli vera einangrað og má þá aftur vitna í Jón forseta, nú úr bréfi sem hann skrifaði bróður sínum 1866: „Þú heldur, að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti.“ Það er hins vegar annað mál þegar hætta skapast á að „ein- hver svelgi okkur“ vegna þess að menn tapi áttum líkt og við lá þegar margir helstu forystu- menn þjóðarinnar hugðust gefa eftir í Icesave-málinu. Tvær þjóðaratkvæða- greiðslur þurfti til að afstýra þeim ósköpum. Málflutningur þeirra sem vilja leiða Ísland inn í Evrópu- sambandið minnir um margt á þá sem á sínum tíma lögðust gegn sambandsslitum við Dani. Staða Íslands í dag er besti rök- stuðningurinn fyrir því að land- ið standi utan ESB. Fjármála- hremmingar Grikkja og Íslendinga eru vissulega ekki sambærilegar en þó segir það sína sögu að þegar Ísland undir- býr losun gjaldeyrishafta og uppgjör við kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna ramba Grikkir á barmi gjaldþrots í „skjóli“ Evrópusambandsins. Það kann að hljóma öfugsnúið en hvað sem líður stórveldum, blokkum og bandalögum er erf- itt að ímynda sér að slagkraftur Íslands verði meiri en nú við það að hverfa inn í faðm ESB. Þegar úrtölurnar hefjast er gott að minnast þeirra sem héldu ótrauðir áfram þegar sjálfstæði þjóðar var sótt og sótt var að sjálfstæði þjóðar. „Látum þá alla svelgja okkur“} 17. júní M ér þótti mannkynssaga alltaf frekar leiðinleg í barnaskóla, sumpart vegna þess að sá kennari sem kenndi mér lengst var svo leiðinlegur en líka vegna þess að það var alltaf verið að segja frá fólki sem mér fannst ekki forvitnilegt, ekki koma mér við; kóngar og prinsar og biskupar og páfar – endalaust valdabrölt og hrottaskapur. Með aldrinum fór ég þó að kunna að meta hana, enda áttaði ég mig á að mannkynssögu á maður aðallega að lesa til að skyggnast á milli línanna, til að sjá hvað það er sem menn sleppa og skauta yfir, því það gefur oft miklu betri mynd af menningarástandi þess tíma þegar sagan var rituð en af því sögulega samfélagi sem hún lýsir. Myndasöfn segja líka sögu, menningar- og mannlífssögu. Þegar ég skoða fréttamyndir frá fyrri tíma, til að mynda frá þeim tíma þegar ég var barn og síðar unglingur, á sjöunda og áttunda áratugnum, les ég líka sögu í því af hverju ekki voru teknar myndir, sögu af því karlasamfélagi sem ég ólst upp í þar sem stjórn- endur og stýrimenn, forstjórar og framámenn voru allir karlar – á myndunum stilla þeir sér upp saman félag- arnir, stjórnarmennirnir og stjórnmálamennirnir, ábúðarfullir og alvarlegir, axla ábyrgð valdsins karl- mannlegir í fasi, skjóta öxlum aftur og bumbunni fram og setja hendur á pung. Hvar voru konurnar? spyrðu kannski – ætli þær hafi ekki verið heima að hita kaffi og hugsa um börnin, heima við eldavélina eða að þvo bleyjur. Ofangreint flaug mér í hug þar sem ég las frétt fyrir stuttu af stjórnarkjöri í lands- þekktum og bráðgagnlegum félagsskap þar sem sitja níu í stjórn, en ný stjórn var ein- mitt kjörin í byrjun mánaðarins. Fyrir ein- hverjar sakir fóru leikar svo að stjórnina skipa níu og af þeim eru níu karlar. Það kemur vitanlega oft fyrir að karlar séu í meirihluta í stjórnum alls konar félaga og líka býsna oft að þeir séu einu stjórnarmenn- irnir og því hissaði ég mig ekki svo yfir þessu og ekki heldur yfir sérkennilegum rökum formanns félagsins þar sem hann hélt því fram að konur hefðu sín áhrif þó að þær hefði ekki verið kjörnar í stjórn, „hellings áhrif“ meira að segja – og svo stilltu stjórnarmennirnir níu sér upp kotrosknir. Á föstudaginn verður því fagnað að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Mér verður tíðrætt um það á þessum stað hve barátta fyrir jöfnum rétti kvenna hefur aukið rétt karla og bætt líf þeirra, þar á meðal mitt. Baráttunni er þó ekki lokið, það er nóg af kvenréttindakverúlöntum og líka nóg af félögum og fyrirtækjum sem þekkja ekki sinn vitjunartíma. Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem ekki endurspegla samfélagið eru tímaskekkja og þegar stjórnarkarlarnir stilla sér upp kotrosknir eru þeir að stilla sér upp á gamalli mynd, að stilla sér upp á skjön við nútímann. Þó að þeir séu með hendur á pung. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill ... með hendur á pung STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Föstudaginn 19. júní verða100 ár liðin frá því ís-lenskar konur fengukosningarétt. Í tilefni stórafmælisins verður blásið til há- tíðarhalda um land allt en dagurinn er einnig helgaður kvenréttindum í víðum skilningi. Afmælisnefnd um 100 ára afmælið var sett á laggirnar árið 2013 en hún skipuleggur dag- inn í samstarfi við sveitarfélögin. Venjan síðustu ár hefur verið að konur hverfi frá störfum hluta úr vinnudeginum á kvennafrídaginn en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land hyggjast nú gefa starfs- mönnum sínum frí á föstudag. Hátíðardagskrá á Austurvelli Úr mörgu er að velja á föstu- dag að sögn Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur, framkvæmdastjóra afmælisnefndarinnar. Á Austurvelli verður hátíðleg athöfn sem hefst kl. 16, að lokinni skrúðgöngu frá Mið- bæjarskólanum sem leidd verður af börnum úr Vatnsendaskóla. Meðal þeirra sem fram koma eru Vigdís Finnbogadóttir og Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, en þau flytja ræður af svölum Alþingis- hússins. Á Austurvelli hefja einnig upp raust sína Léttsveit Reykjavík- ur og Kvennakórinn Katla. Athöfn- in verður send út í beinni útsend- ingu. Hátíðarhöld um land allt Víða um land halda sveitar- félögin veglegar hátíðardagskrár. Á Klambratúni fer fram kvennamessa Kvennakirkjunnar, á Hallveigar- stöðum verður opið hús og í Ráð- húsinu standa Ungir femínistar vaktina. Í Lækjargötu og á Austur- velli verður lifandi tónlist fram eftir degi en um kvöldið verða haldnir tónleikar í Hörpu á vegum KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Seltjarnarnesbær stendur fyrir gönguferð með Sólveigu Pálsdóttur, rithöfundi og leikkonu, sem fræðir þátttakendur um kvenréttindasög- una. Að göngunni lokinni verður há- tíðardagskrá í félagsheimili Sel- tjarnarness. Í Hafnarfirði verður hátíðar- dagskrá í Hafnarfjarðarkirkju eftir helgiathöfn í kapellu heilagrar Bar- böru. Auk þessa hafa söfn mörg hver sett upp sýningar tengdar kvenrétt- indabaráttunni, þar á meðal Sjó- og Þjóðminjasafnið. Fjölmörg fyrirtæki gefa frí Ásta Ragnheiður segir fyrir- tæki og stofnanir taka vel í hátíðar- höldin. „Fyrirtæki og stofnanir gefa mörg frí síðdegis svo starfs-fólkið geti tekið þátt í hátíðarhöldunum. Mörg þeirra halda einnig dagskrá fyrir starfsfólkið áður en hátíðar- höldin hefjast, eða fara eitthvað saman,“ segir Ásta Ragnheiður en atvinnurekendur hafa í auknum mæli veitt frí á kvennafrídaginn. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir misjafnt hvernig staðið sé að málum í hverju tilviki fyrir sig. „Sumstaðar er eingöngu konum gefið frí, annars staðar er þeim veitt frí, sem hyggjast taka þátt í hátíð- arhöldunum. Það er misjafnt eftir fyrirtækjum hvort þau geta yfir- höfuð gefið frí, starfsemi þeirra vegna. Þar sem því verður við komið er það almennt gert,“ segir Þorsteinn, en hann býst við því að fleiri fyrirtæki taki þátt nú en áður. „Mér sýnist að það verði tals- vert meira um þetta núna. Þetta eru merkileg tímamót og sjálfsagt að fagna þeim.“ Öllu tjaldað til í tilefni 100 ára stórafmælis Morgunblaðið/Kristinn Mannmergð Fjöldi fólks hefur tekið þátt í hátíðarhöldum kvennafrídags- ins undanfarin ár. Búist er við enn fleiri vegna 100 ára afmælisins. Með nýrri stjórnarskrá árið 1915 var íslenskum konum veittur kosningaréttur en Íslendingar voru á meðal fyrstu þjóða heims til að veita konum kosningarétt. Þá höfðu konur sama kosninga- rétt og vinnumenn eldri en 40 ára. Í nýju stjórnarskránni var rétturinn bundinn skilyrðum en hann átti að lækka um eitt ár, ár hvert, áður en kosningarétt- urinn yrði á við þann rétt sem karlar nutu. Skilyrðið var af- numið árið 1920 en upp frá því hafa konur haft kosningarétt til jafns við karla. Kvenréttindi hafa verið í deiglunni undanfarin ár, sérstaklega hjá ungmennum hér á landi. Til marks um það má nefna að femínistafélög hafa víða sprottið upp í framhalds- skólum. Íslendingar í fremstu röð 100 ÁRA STÓRAFMÆLI KOSNINGARÉTTAR KVENNA Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.