Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
„Þarna er mikil náttúrufegurð
sem er nálægt Reykvíkingum og
gaman að vera með útsýni yfir
borgina. Að geta hlaupið í svona
náttúru er stórkostlegt,“ segir
Sigurður Kiernan, umsjónarmaður
Esjuhlaupsins sem fram fer í
fjórða sinn á laugardag. Sigurður
býst við því að um 100 hlauparar
skrái sig til leiks. Boðið verður
upp á þrjár vegalengdir og eru
það tvær ferðir upp að Steini (14
km), ný maraþonleið (42 km) og
ellefu ferðir upp að Steini (77
km).
Spurður hvort fjallahlaup séu
ekki hættulegri en götuhlaup seg-
ir Sigurður nokkuð flókið að
svara því. „Til langs tíma fer það
betur með líkamann að hlaupa á
síbreytilegu undirlagi. Götuhlaup-
in fara hins vegar verr með liða-
mót, t.d. hné. En auðvitað er
meiri hætta á því að misstíga sig í
fjallahlaupum ef maður fer óvar-
lega,“ segir Sigurður. Hann segir
að mörgum finnist einfaldara að
hlaupa upp. „Hlaupið niður reynir
mun meira á stóru lærvöðvana
sem þú notar til að bremsa auk
þess sem það er meiri hætta á því
að þú slasir þig á niðurleið. Á
móti tekur hlaupið upp meiri
orku,“ segir Sigurður.
Nú er í fyrsta skipti boðið upp á
maraþonleið. Meðal annars verður
farið upp á Kerhólakamb, gegnum
Gljúfurdal og upp að vörðu Þver-
fellshorns ásamt nýrri leið í gegn-
um skógræktina við Mógilsá.
Hægt er að skrá sig í hlupið í
verslun Cintamani á Laugavegi í
dag. „Mig langar að hvetja alla til
að koma og horfa á. Hápunkt-
urinn verður á milli kl. 11 og 17,“
segir Sigurður. vidar@mbl.is
Esjuhlaup Um eitt hundrað þátttakendur munu hlaupa í Esjuhlaupinu.
Hlaupa maraþon í
Esju í fyrsta sinn
Sumir hlaupa ellefu sinnum upp
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Til
hamingju
með
daginn
konur!
9.800 kr.
Síður bolur
48–56/58Str:
Árleg Kanaríeyjahátíð
verður haldin hjá ferðaþjónustunni Úthlíð
helgina 26. - 28. júní.
Allt með hefðbundnum hætti.
Sjá nánar á netinu: uthlid.is
Engjateigi 5 • Sími 581 2141
Til hamingju konur!
Við fögnum í dag 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna
og lokum því kl. 12.
Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is
Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga.
30-40%
afsláttur af
nýju glæsilegu
sumarvörunum
okkar
Til hamingju
með daginn fallegu konur
Opið í dag
11:00-18:00
Skoðið flottu fötin á friendtex.is
Aukablað alla
þriðjudaga
mbl.is
alltaf - allstaðar
Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra Ís-
lands í Noregi, var í gær sæmdur
stórkrossi hinnar konunglegu
norsku þjónustuorðu fyrir
embættisstörf í þágu samskipta Ís-
lands og Noregs. Haraldur V.
Noregskonungur sæmdi Gunnar
krossinum við athöfn í gær. Gunnar
hefur verið sendiherra í Noregi frá
árinu 2011 en starfað sem sendi-
herra frá árinu 2007. Hann er með
doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá
háskólanum í Buffalo í New York.
Sendiherra Íslands
sæmdur stórkrossi
Orðuveiting Gunnar og Øystein Braathen,
formaður norsku orðunefndarinnar.
Ljósmynd/Sendiráð Íslands í Noregi
Hæstiréttur dæmdi í gær mann til
greiðslu 550 þúsund kr. í sekt fyrir
brot á umferðarlögum.
Maðurinn ók bifreið sinni á 101
kílómetra hraða í Ártúnsbrekku 5.
október 2014 og var undir áhrifum
áfengis og kókaíns. Að auki var
maðurinn sviptur ökuréttindum í
tvö ár. Löglegur hámarkshraði þar
sem lögreglan stöðvaði hann var 80
kílómetrar á klukkustund.
Greiði maðurinn ekki sektina
innan fjögurra vikna þarf hann að
sæta fangelsi í 30 daga.
550 þúsund kr.
sekt fyrir umferðar-
lagabrot