Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
✝ Brynjólfur MárSveinsson
fæddist í Reykjavík
5. júlí 1956. Hann
lést um borð í
Bjarna Ólafssyni á
leið til S.-Kóreu 23.
maí 2015.
Foreldrar hans
voru Sveinn Hilmar
Brynjólfsson, f.
26.5. 1930, í Vík í
Mýrdal, d. 26.7.
1997 og Lára Hafliðadóttir, f.
17.12. 1930. í Ögri við Ísafjarð-
adjúp. Brynjólfur Már var að-
eins þriggja mánaða er föðurafi
hans, Brynjólfur Jónsson, og
kona hans, Marin (Maja) Sigríð-
ur Guðmundsdóttir, tóku hann í
fóstur og ólu hann upp sem sinn
eigin son. Brynjólfur Jónsson
var fæddur á Höfðabrekku í
Mýrdal 17. janúar 1899. Hann
lést að Droplaugarstöðum í
Reykjavík 13. maí 2001. Marin
Sigríður Guðmundsdóttir, f.
14.11. 1905, d. 23.8. 1990. Systk-
ini Brynjólfs eru Kolbrún, f.
1951, hún á tvö börn, Arnar og
Hjördísi Ísabellu; Svanhvít Matt-
hildur, f. 1955, gift Smára Tóm-
assyni í Vík, þau eiga þrjár dæt-
dóttur, á hann Anítu Kristel og
Aron Dreka. Foreldrar Jóhönnu
voru Hjörtur Fjeldsted, kaup-
maður, f. 4.6. 1919, d. 6.9. 1969,
og k.h. Anna Amalía Steindórs-
dóttir, f. 2.4. 1921, d. 19.7. 1979.
Brynjólfur útskrifaðist úr
Vélskóla Íslands árið 1976 en
hafði áður verið í Iðnskóla Ís-
lands í eitt ár í verknámsdeild.
Brynjólfur tók lögbundinn
smiðjutíma í Vélsmiðju Sigurðar
Sveinbjörnssonar 1982 – 1984
og úskrifaðist sem vélvirki það-
an og hóf þá störf sem vélstjóri
hjá Eimskip en hafði siglt á foss-
unum hjá Eimskip á námsárun-
um sem dagmaður í vél og 3.
vélstjóri. Aðeins þrítugur að
aldri tók hann síðan við yfirvél-
stjórastöðu hjá skipafélaginu
Nes hf. og starfaði þar um nokk-
urra ára skeið. Síðastliðin 20 ár
starfaði Brynjólfur á íslenska
fiskiskipaflotanum, bæði á upp-
sjávarfiskiskipum og togurum.
Nú síðast sem yfirvélstjóri á tog-
ara við Grænland en var beðinn
um að fara þessa einu ferð til S.-
Kóreu á sínu gamla skipi,
Bjarna Ólafssyni, sem hafði ver-
ið selt þangað. Brynjólfur var
þar öllum hnútum kunnugur og
því happafengur að fá hann um
borð með nýrri áhöfn. Brynj-
ólfur hafði því starfað til sjós
meira og minna í tæplega 40 ár.
Útförin fer fram frá frá Dóm-
kirkjunni í dag, 19. júní 2015, kl.
11.
ur, Vilborgu,
Helenu og Björk,
sonur Sveins Hilm-
ars og Þuríðar Sig-
urveigar Jóns-
dóttur er Hilmar
Þór, f. 1960 en kona
hans, Ásdís
Traustadóttir, er
látin, þau áttu eina
dóttur, Þuríði Sím-
onu. Einnig ólst
upp á heimili þeirra
hjóna, Brynjólfs og Marin, Guð-
fríður Ólafsdóttir Bisbee. Að-
eins 18 ára fluttist hún til
Bandaríkjanna og giftist þar nú-
verandi eiginmanni sínum, Doile
Bisbee. Þau eiga tvö börn, Mary
Ellen og Donald.
Brynjólfur Már giftist Jó-
hönnu Fjeldsted 21.3. 1981 og er
sonur þeirra Brynjólfur Rafn f.
4.10. 1981 en fyrir átti Jóhanna
einn son, Hjört Fjeldstedm f.
4.4. 1975, sem Brynjólfur Már
gekk í föður stað. Hjörtur á
fimm börn, Emblu Líf, Apríl
Mist, móðir Margrét Rós Ein-
arsdóttir, og Alex Darra með
Rögnu Klöru Magnúsdóttur.
Með núverandi sambýliskonu
sinni, Önnu Sólveigu Davíðs-
Mér finnst alls ekki tímabært
að rita þessa minningagrein um
vin minn Brynjólf, enda ætlaði ég
vart að trúa því að hann væri all-
ur, ekki nema tæplega 59 ára. Ég
geri það nú samt, minnugur þess
að lífið er stundum óskiljanlegt.
Okkar kynni hófust fyrir þrjátíu
árum, um borð í flutningaskipinu
Val, hann yfirvélstjóri og ég kom
um borð sem stýrimaður og varð
fljótlega skipstjóri. Frá fyrsta
degi bar aldrei skugga á okkar
samstarf né vináttu, þótt við lent-
um í ýmsu og brösuðum margt
eins og gengur til sjós. Binni var
ágætlega greindur, vel lesinn og
stálminnugur. Á þessum árum
var gaman að sigla um höfin blá
með góðum félögum, við fórum
víða og var tíminn fljótur að líða
þótt fleyið færi ekki hratt yfir
hafið. Það var gott að vinna fyrir
Nes hf. sem gerði skipið út og má
segja að þar hafi ríkt fjölskyldu-
stemning, fyrirtækið rak aðeins
þrjú skip og voru starfsmenn fáir
en góðir. Binni sagði stundum, að
þetta hefði verið sinn besti tími til
sjós, ég get tekið undir það.
Stundum leigðum við bíl og ferð-
uðumst meðan staldrað var við í
erlendri höfn eða skoðuðum
Sumar- og Vetrarhöllina í Len-
ingrad. Hamborg og Kaup-
mannahöfn voru líka vinsælar
hafnir og Exmouth í Englandi
var í miklu uppáhaldi hjá vini
mínum, þar var stundum slett
ærlega úr klaufunum eins og
ungra manna er siður. Þannig á
það bara að vera. Hann var lífs-
glaður en þó ekki allra. Sumir
skildu ekki húmorinn hjá honum
blessuðum en minningarnar sem
nú streyma fram ylja mér um
hjartarætur og ekki hefði ég vilj-
að fara á mis við að kynnast
Binna. Ef honum mislíkaði gat
hann látið í sér heyra, lá hátt
rómur, ekki síst ef hann stóð í
rökræðum eða ef hann var að
gefa undirmönnum sínum skip-
anir, sérstaklega ef þeir skildu
hann illa. Rödd hans gat heyrst
langar leiðir ef hann þandi radd-
böndin og litu menn upp við
vinnu sína um borð í öðrum skip-
um ef við lágum í höfn. Ég get
viðurkennt að stundum gat það
verið broslegt en þessi atvik
krydduðu skemmtilega uppá til-
veruna. Ég finn það núna þar
sem ég sigli með útlendri áhöfn
og andrúmsloftið er eðlilega með
öðrum hætti en í gamla daga á
Valnum. Ég sakna þess að sigla
ekki lengur skipi undir íslenskum
fána, það verður víst aldrei aftur.
Við erum engin siglingaþjóð Ís-
lendingar. Binni var sanngjarn,
vildi allt fyrir alla gera og var
bráðlaginn í höndunum. Hann
var réttur maður á réttum stað í
vélarúminu þótt stundum gengi
mikið á. Honum gat ég treyst. Við
sigldum saman í fjögur ár og
skildi þá leiðir en alltaf héldum
við kunningsskap og vorum í
góðu sambandi. Það var gott að
koma í Skaftahlíðina til Jóhönnu
og Binna þar sem þau höfðu búið
sér einkar fallegt og hlýlegt
heimili. Þegar Binni hætti milli-
landasiglingum, réð hann sig á
fiskiskipaflotann sem yfirvél-
stjóri og kunni strax ágætlega við
sig. Það var einmitt um borð í
hans gamla skipi, sem hafði verið
selt úr landi, að hann fór sína
hinstu sjóferð. Binni var fenginn
til að sigla skipinu með nýrri
áhöfn til S.-Kóreu og andaðist um
borð 23. maí sl. Hann hafði ekki
kennt sér meins svo vitað væri og
var andlátið því reiðarslag fyrir
fjölskyldu og vini eins og nærri
má geta. Ég vil þakka Brynjólfi
vini mínum fyrir margar
skemmtilegar samverustundir,
sem ekki verða fleiri í bili. Jó-
hönnu vinkonu minni og fjöl-
skyldunni allri, votta ég innilega
samúð mína. Guð geymi góðan
dreng.
Páll Ægir Pétursson.
Bekkjafélagar í 6-F, 12 ára, úr
Hlíðarskóla veturinn 1968-1969
eiga góðar minningar um glaðar
samverustundir, um kennara
sem gleymast seint og minninga-
brot sem við höfum verið að púsla
saman síðan við fórum að hittast
aftur eftir langan aðskilnað eða
heilum 40 árum síðar. Það var
ljúft að hittast aftur og finna að
strengurinn á milli okkar var
órofinn og enn sterkur.
Þess vegna er sárt að þurfa nú
að kveðja Brynjólf Má Sveinsson,
vélfræðing, einn af okkar kæru
bekkjarfélögum sem lést svo
skyndilega og alltof fljótt. Hann
er þriðji úr þessum bekk sem lát-
inn er. Brynjólfur bar nafn afa
síns í föðurætt, Brynjólfs Jóns-
sonar, sem lengi vel var þekktur
sjómaður, stýrimaður og skip-
stjóri.
Óhöpp gera sjaldnast boð á
undan sér. Það var í byrjun maí
árið 1965 að Brynjólfur Már, þá 8
ára nemandi í skóla Ísaks Jóns-
sonar, var að hjóla eftir Barma-
hlíðinni í Hlíðahverfinu, stutt frá
heimili sínu í kulda og dumbungs
veðri. Göturnar í hverfinu voru
ómalbikaðar þó Miklabraut og
Lönguhlíð væru það. Á gatna-
mótum Barmahlíðar og Reykja-
hlíðar lenti hann fyrir bíl. Hann
slasaðist mikið og höfuðkúpu-
brotnaði. Hann var fluttur á spít-
ala þar sem framkvæma þurfti
mikinn holskurð.
Slysið var mikið áfall fyrir afa
hans, Brynjólf, og eiginkonu
hans, Marín S. Guðmundsdóttur,
þar sem faðir Brynjólfs Más hafði
komið honum barnungum í fóstur
á heimili þeirra hjóna í Barma-
hlíðinni.
Brynjólfur Már var alltaf kall-
aður Binni af okkur bekkjar-
systkinunum. Það hefur ekki allt-
af verið auðvelt fyrir hann að
umbera mestu ærslabelgina í
skólanum sem drógu sjaldnast
neitt af sér þegar út í frímínútur
var komið en fæst okkar höfðu
hugmynd um hvað hafði gerst.
Við erum öll sammála um að
Binni hafi verið hreinskiptinn,
traustur, lét tæpitungulaust í ljós
skoðun sína og var jafnframt
glaður. Hann flaggaði ekki erf-
iðleikunum sem á honum höfðu
dunið, heldur var ríkur þátttak-
andi í leikjum dagsins. Það var
birta yfir Binna og brosið fallegt
þannig að okkur þótti ávallt gott
að vera nálægt honum.
Engum sem til hans þekktu
kom á óvart að sjómennska væri
honum í blóð borin því ekki að-
eins hafði afi hans verið sjómaður
heldur var faðir Binna einnig sjó-
maður. Fyrir tvítugt var Binni
kominn til sjós sem aðstoðarmað-
ur í vélarrúmi og útskrifaðist sem
vélfræðingur árið 1979 frá Vél-
skóla Íslands. Hann ferðaðist í
framhaldinu meira og lengra en
við flest og hafði það orð á sér að
vera góður samstarfsmaður enda
ekki maður sem gekk um og
stundaði slóttugheit heldur vildi
öllum vel. Á fésbókinni höfum við
notið ánægjunnar af að geta
fylgst með ferðum hans þar sem
hann hefur deilt með okkur
myndum og skoðunum á því sem
fyrir augu bar hverju sinni.
Þannig hefur tengingin verið virk
fram á síðasta dag, núna verður
hún bara öðruvísi, þegar himna-
faðirinn tekur við.
Að leiðarlokum viljum við
bekkjarfélagarnir úr Hlíðaskóla
kveðja heilsteyptan félaga, við
munum sakna þín Binni, og
heiðra minningu þína í næsta
bekkjarhittingi. Eftirlifandi eig-
inkonu og syni vottum við hina
dýpstu samúð. Megi minningin
um góðan dreng lifa.
Fyrir hönd bekkjarfélaga úr
Hlíðaskóla veturinn 1968-1969.
Jón Ágúst Ragnarsson, Loft-
ur Þór Pétursson og Stefán
Friðberg Hjartarson.
Brynjólfur Már
Sveinsson
✝ Þorbjörg Kon-ráðsdóttir
fæddist að Miðja-
nesi í Reykhólasveit
7. september 1924.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Hvammstanga 6.
júní 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Kon-
ráð Sigurðsson
bóndi, f. 18. febrúar 1890, d. 7.
desember 1971, og Ingveldur
Pétursdóttir ljósmóðir, f. 9. ágúst
1890, d. 23. apríl 1969.
Systkini Þorbjargar eru Torfi,
f. 26. ágúst 1916, d. 10. desember
1988, Sigríður, f. 12. mars 1920,
og Petrea Guðný, f. 5. janúar
1931, d. 29. október 2007.
Þorbjörg fluttist með for-
eldrum sínum og systkinum að
Finnmörk í Vestur-Húnavatns-
sýslu fjögurra ára gömul og ári
síðar að Böðvarshólum í Vest-
tvö barnabörn. Gunnar er í sam-
búð með Ragnheiði Svanbjörgu
Einarsdóttur og á hún einn son.
4) Konráð Pétur, f. 1958, maki
hans er Jónína Ragna Sig-
urbjartsdóttir, þau eiga fjögur
börn og þrjú barnabörn. 5) Anna
Sólveig, f. 1965, maki hennar er
Guðmundur Bjarnason, þau eiga
þrjú börn og þrjú barnabörn. 6)
Ásgeir, f. 1969.
Eftir að Jón og Þorbjörg giftu
sig bjuggu þau fyrstu árin að
Gröf í Víðidal í félagi við foreldra
Jóns. Fjórum árum síðar fluttu
þau í Böðvarshóla og tóku þar
við búi, fyrst í félagi við föður
hennar en tóku svo alfarið við
1960. Haustið 1978 selja þau
Konráði syni sínum jörðina og
flytja á Melaveginn á Hvamms-
tanga. Þorbjörg fór að vinna á
saumastofunni Drífu en þurfti að
hætta 1983 vegna heilsubrests.
Eftir að Jón lést bjó hún ein á
Melaveginum þar til í desember
2001 þegar hún flytur í íbúð fyrir
eldri borgara í Nestúni. Þar var
hún til 2013, en þá fór heilsu
hennar að hraka og hún fluttist á
Sjúkrahúsið á Hvammstanga.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 19.
júní 2015, kl. 15.
urhópi. Þorbjörg
var í farskóla á
Grund í Vesturhópi
vetrarpart og svo
fór hún í húsmæðra-
skólann Ósk á Ísa-
firði veturinn 1948-
49. Þess utan var
hún í vist í Reykja-
vík um tíma og
einnig á Akureyri
hjá Halldóru
Bjarnadóttur og
vitnaði hún oft í þann tíma.
Hinn 27. október 1950 giftist
Þorbjörg Jóni Gunnarssyni, f. 25.
október 1925, d. 11. desember
1991. Foreldrar hans voru Gunn-
ar Jónsson, f. 4. mars 1880, d. 10.
febrúar 1959, og Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, f. 3. nóvember 1893, d.
16. desember 1973. Þorbjörg og
Jón eignuðust sex börn. Þau eru:
1) Ingveldur, f. 1951, og á hún
eina dóttur. 2) Ingibjörg, f. 1953,
á hún eina dóttur. 3) Gunnar, f.
1957, og á hann fjögur börn og
Elsku amma, nú ertu horfin á
braut á vit nýrra ævintýra með
afa Jóni. Þín er sárt saknað en
hugsunin um þig í fangi afa hlýjar
okkur um hjartarætur og fær
okkur til þess að brosa í gegnum
tárin.
Einn af fáu ljósu punktunum
við að þurfa að ferðast á milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur var að
geta kíkt við í heimsókn hjá þér.
Þú tókst alltaf á móti okkur skæl-
brosandi og hafðir lag á því að
láta okkur líða eins og við værum
heima hjá okkur. Þú spurðir okk-
ur spjörunum úr og oft á tíðum
voru spurningarnar full bein-
skeyttar svo við áttum erfitt með
svör.
Svo má að sjálfsögðu ekki
gleyma öllum dýrindis kræsing-
unum sem þú bauðst upp á en þar
stóðu djöflaterturnar og pönnu-
kökurnar þínar upp úr. Hluti af
þessum heimsóknum fór í að
mæla okkur hátt og lágt. Var það
gert svo að hægt væri að prjóna
almennilega ullarvettlinga og
sokka því ekki mátti okkur verða
kalt. Fengum við ófáa pakkana í
pósti frá þér, þar sem við höfðum
ekki undan að kíkja við og sækja
afraksturinn. Nú eigum við fullar
skúffur af litríkum vettlingum og
sokkum og höfum við litlar
áhyggjur af að vera ekki vel
klædd.
Allar stundirnar sem við áttum
með þér munu fylgja okkur um
ókomna tíð og veita okkur inn-
blástur. Takk fyrir allt, elsku
amma, það er notalegt að vita af
þér vakandi yfir okkur.
Jón Ragnar, Sigríður
og Bjarni Þór.
Þorbjörg
Konráðsdóttir
✝ Haraldur Jóns-son fæddist að
Fremra-Hálsi í
Kjós 25. janúar
1930. Hann lést 3.
júní 2015.
Hann var sonur
hjónanna Jóns Sig-
urðssonar og Ingi-
bjargar Eyvinds-
dóttur, sem bæði
eru látin.
Hann var
ókvæntur og barn-
laus
Systkini Har-
aldar: elst var
Kristín, látin, Sig-
ríður, látin, Ósk,
Einar, látinn, Jenný
tvíburasystir, Ása
og Ingibjörg.
Haraldur verður
jarðsunginn frá Ás-
kirkju í dag, 19.
júní 2015, kl. 13.
Hinsta kveðja.
Elsku besti frændi, karlremban
mín.
Það var svo gaman að hitta þig
hjá ömmu, þú varst alltaf svo glað-
ur að sjá mann og stutt í stríðnina,
sem þó meiddi engan heldur hló
maður með þér. Sitjandi við eld-
húsborðið að dýfa mola í kaffi og
velta honum svo inn í munninn, já
það var fylgst með hvernig þú
gerðir.
Þegar vel lá á fékk maður líka
að dýfa molanum í kaffið. Þegar
ég var svo hjá ömmu eina önn þá
var oft spjallað við eldhúsborðið
og þá komumst við að því að ég
væri kvenremba og þú karlremba,
ekki man ég í dag hvers vegna. En
þegar við hittumst þá var þessa
minnst:
Hvað segir þú, remban mín?
sagðir þú.
Þegar ég fékk fréttina um and-
lát þitt kom þessi texti upp í huga
mér, og læt ég hann fylgja þér hér.
Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.
Það er sem fjöllin fljúgi
móti mér,
sem kólfur loftið kljúfi
klárinn fer,
og lund mín er svo létt,
eins og gæti ég gjörvallt lífið
geisað fram í einum sprett
Hve fjör í æðar færist
fáknum með.
Hve hjartað léttar hrærist.
Hlær við geð
að finna fjörtök stinn.
Þú ert mesti gæðagammur,
góði Léttir, klárinn minn.
(Hannes Hafstein)
Ég þykist vita að núna sértu á
gæðingnum þínum út um alla
Kjós.
Takk fyrir allt, elsku Halli
minn.
Þín kvenremba,
Sigríður Helga
Sigurðardóttir.
Hann vildi helst verða bóndi og
búa fremst í Kjósinni upp undir
heiðinni. Hér voru heimahagarnir
og sú náttúra og það mannlíf sem
tengdi félaga okkar og vini við sína
heimasveit allt til loka. Örnefnin,
býlin, bithagar og fólkið á bæjun-
um voru Haraldi jafnan ofarlega í
huga þegar horft var um öxl til
fyrri tíma.
Forlögin höguðu því þannig að
ekki varð af búskap í þeirri merk-
ingu sem margir ungir menn báru
í brjósti um miðja síðustu öld. Um-
brot í samfélaginu og búhátta-
breytingar urðu til þess að vinur
okkar sótti á önnur mið. Framan
af starfsævinni stundaði hann ým-
is störf sem tengdust landbúnaði
og síðar hóf hann vörubílaakstur
og lauk langri og farsælli starfs-
ævi í því starfi.
Þó að Haraldur hafi ekki orðið
bóndi í sveit þá reisti hann sér sitt
bú í höfuðborginni og varð ötull
tómstundabóndi. Frá barnsaldri
fékkst hann við skepnur eins og
títt er til sveita og áhugi hans á
hestum lifði með honum alla tíð.
Því hélt hann hesta sér til dægra-
styttingar eftir langan og strang-
an vinnudag og sinnti þeim ein-
staklega vel. Þegar sól hækkaði á
lofti og austanáttin færði vorboða
úr Kjósinni lagði hann á hesta sína
og reið heim að Fremra-Hálsi þar
sem hann átti athvarf og sumar-
haga fyrir hestana.
Í hartnær fjörutíu ár hafa sömu
menn haldið hesta í tiltekinni hest-
húsabyggð í Víðidal í Reykjavík.
Sumir frumbyggjar og aðrir næst
því. Samstaða milli manna og
kunningsskapur hefur verið ein-
stakur þar sem óeining hvað þá
deilur þekkjast ekki. Haraldur á
snaran þátt í því að svo hefur jafn-
an verið. Þrjár kynslóðir fólks eiga
honum mikið að þakka fyrir hjálp-
semi í hvívetna og fyrir að halda
uppi góðum brag á umgengi
manna og hesta. Ungir hesta-
menn hafa stundum þurft aðstoð
við að beisla eða komast á bak og
aðrir orðið að girða fastar til að
ekki snaraðist undir kvið. Öllu
þessu gaf Haraldur auga og veitti
sína aðstoð og leiðsögn, beðinn og
óbeðinn.
Eftir að Haraldur lét af laun-
uðu starfi sá hann um morgun-
gjafir og hafði eftirlit með hest-
húsum fyrir þá sem enn voru að
störfum. Þessu sinnti hann af
stakri prýði og til þess var tekið
hve næmur hann var á lundarfar
og heilsu hestanna ef út af bar.
Bjátaði eitthvað á þá var vísast að
haft væri samband og lagt á ráðin
um hvað til bragðs skyldi taka.
Það er einróma álit okkar í hest-
húsunum að Haraldur hafi rækt
öll sín störf af stakri samvisku-
semi og vandvirkni.
Fyrir vinsemd og hjálpsemi við
alla aldursflokka hestamanna í A-
tröð 6 viljum við nú við leiðarlok
þakka Haraldi samfylgdina fyrir
þeirra hönd. Hvíli góður félagi
okkar í friði.
Guðmundur Ólafsson,
Hjörtur Egilsson og
Magnús Pétursson.
Haraldur Jónsson