Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 31
strax góður vinskapur. Það hafði
orðið mikil breyting í lífi okkar
beggja á þessum tíma sem gerði
það að verkum að milli okkar
varð til mikil nánd og trúnaður.
Við unnum mikið saman sem
hjúkrunarfræðingar og í nokkur
skipti eyddum við sumarleyfum
saman úti á landi þar sem við
unnum til að afla aukafjár og
reynslu m.a. á Hellu, Hvamms-
tanga og á réttargeðdeildinni á
Sogni. Þær stundir einkenndust
af gleði og góðri samvinnu og var
þetta gefandi tími í lífi okkar
beggja.
Þá fórum við talsvert til út-
landa. Minnisstæðust er ferðin
til Afríku til bróður Sigríðar og
hans konu. Það var frábær ferð
og eftirminnileg í alla staði. Þá
var Sigríði alltaf boðið í veislur í
minni fjölskyldu, átti hún þar
öruggt sæti enda gefandi,
skemmtileg og með gott skop-
skyn. Hún var enn fremur mjög
góð við stelpurnar mínar og hef-
ur andlát hennar líka fengið á
mína fjölskyldu.
Við Sigríður styrktum hvor
aðra og gagnkvæm virðing ein-
kenndi okkar vináttu. Það er sárt
fyrir mig að sjá af þessari elsku-
legu vinkonu minni, sem var ynd-
isleg í alla staði og mér þótti
óskaplega vænt um. Svona getur
lífið verið miskunnarlaust, og
tekið fólk frá manni alltof
snemma og óvænt.
Ég veit að Guð geymir Sigríði.
Fjölskylda hennar og börn,
Helga og Grímur og fjölskyldur
þeirra, eiga alla mína samúð á
þessum sorgartíma.
„Þetta er takmark okkar: að
styrkja hvort annað, að kenna
hvort öðru, að sjá og virða það
sem hitt er í raun og sanni: sam-
svörun og uppfylling hins“. Her-
mann Hesse
Ég mun minnast þín með
söknuði alla tíð, elsku Sigga mín.
Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir.
Elsku Diddí
Það er undarlegt til þess að
hugsa að þú sért fallin frá. Við
vinkonur Helgu vitum að það
verður aldrei hægt að fylla upp í
það skarð sem þú skilur eftir þig.
Þú varst rólynd, glaðleg og falleg
kona sem sinnti öllum hlutverk-
um lífsins af metnaði og alúð.
Við minnumst Diddíar sem
metnaðarfullrar og glæsilegrar
kvenfyrirmyndar sem elskaði
kisurnar sínar eins og börn. Hún
fór seint í hjúkrunarnám en lauk
því með miklum sóma og hélt
áfram menntaveginn í sérnámi.
Skemmtilegar minningar rifj-
ast upp er þú prjónaðir einstakar
lopapeysur á okkur vinkonurnar
þegar við fórum í helgarferð í
Landmannalaugar, mynstrið var
tekið upp úr þekktri danskri
þáttaröð en þannig var Diddí ein-
mitt, alltaf með puttann á tísku-
púlsinum. Alltaf óaðfinnanleg í
klæðaburði og fasi. Glæsiskutla
sem okkur þótti svo vænt um.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við kveðjum þig, Diddí, með
söknuði í hjarta og biðjum góðan
Guð að varðveita þig og styrkja
Helgu vinkonu, Grím og fjöl-
skyldur þeirra, ættingja og vini í
sorginni.
Vinkonurnar,
Jóhanna Rósa Ágústsdóttir
og Olga Hrafnsdóttir.
Elsku Diddý okkar er farin.
Hvernig er hægt að átta sig á
því, svo snöggt og óvænt. Við,
nokkrar vinkonur úr Vogahverf-
inu, erum búnar að vera saman í
saumaklúbb í rúm 40 ár og bætt-
ist Diddý í hópinn í gegnum eina
okkar. Hún féll strax vel í hópinn
og var sú eina sem hélt uppi
heiðri nafnsins „saumaklúbbur“
þar sem hún hafði alltaf eitthvað
fallegt á prjónunum. Diddý var
falleg og tignarleg kona, með
sterka sýn á lífið og fylgin sér.
Lífið færði Diddý alls konar
áskoranir og þekkti hún bæði
sorgir og gleði. Alltaf stóð hún
teinrétt og óx við hvert verkefni.
Diddý var skemmtileg, hlátur-
mild og hnyttin í svörum. Hún
elskaði kettina sína og fengum
við reglulega smásögur af lífi
þeirra saman.
Diddý var afar stolt af börnum
sínum og ömmubörnum. Við vin-
konurnar fylgdumst með fjöl-
skyldum hvor annarrar og var
hún afar stolt þegar hún talaði
um Helgu, Grím og fjölskyldur
þeirra.
Við erum mjög heppnar að
hafa kynnst Diddý, verið henni
samferða og átt hennar vináttu
sem var trygg og góð.
Við vottum Helgu, Grími og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð. Guð gefi ykkur styrk.
Kveðja frá saumaklúbbnum.
Edda, Elín, Hafdís, Jóhanna,
Jónína, Magga og Maggý.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Við fyrrverandi samstarfsfólk
Sigríðar á Vífilsstöðum sendum
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hjördís Ósk Hjartardóttir.
Þetta er skrítið líf.
Þessi orð eiga vel við í dag,
þegar við kveðjum góðan vin og
félaga allt of fljótt,
Siggu Páls hjúkrunarfræðing
á deild A7 LSH Fossvogi, sem
var góður vinnufélagi, vinur og
deildinni til hróss og sóma.
Hún var kurteis, fáguð og
elegant.
Jafnrétti stóð henni nærri,
skoðanaföst, hlý og brosmild.
Elsku Sigga, takk fyrir að lita
líf okkar fallegum lit,
því þannig er minning okkar
um þig.
Fyrir hönd vinnufélaga á A7,
Sigurbjörg Bjarnfinnsdóttir.
Kveðja frá Zonta-
klúbbnum Emblu.
Sigríður Pálsdóttir hjúkrunar-
fræðingur gekk til liðs við Zonta-
klúbbinn Emblu fyrir tæpum
áratug síðan. Zontaklúbburinn
Embla tilheyrir alþjóðasamtök-
um Zonta sem er félagsskapur
yfir 30 þús. kvenna í 67 löndum.
Markmið samtakanna er að
vinna að bættri stöðu kvenna og
barna um allan heim. Það er gert
með stuðningi klúbbanna við þau
alþjóðlegu verkefni sem móður-
samtökin styðja hverju sinni og
innanlands með beinum stuðn-
ingi klúbbanna við sjálfvalin
verkefni. Meðal helstu verkefna
sem Zontaklúbburinn Embla
hefur stutt síðustu árin er túlka-
þjónusta Kvennaathvarfsins,
starfsemi Dyngjunnar, Konukots
og Stígamóta.
Sigríður gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Zontaklúbbinn
Emblu og var m.a. meðstjórn-
andi í stjórn hans árin 2010-2012.
Annað af þessum árum vorum
við saman í stjórninni og áttum
góða samvinnu.
Félagskonur í Zontaklúbbnum
Emblu minnast Sigríðar sem
trausts og góðs félaga, sem gekk
að hverju verki af trúmennsku
og alúð. Hún lagði ætíð gott til
allra mála með sínum hægláta,
rólega og ljúfa hætti. Við munum
sakna Sigríðar, sem kvaddi alltof
fljótt.
Ástvinum Sigríðar eru sendar
hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigríðar
Pálsdóttur.
Dögg Pálsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
✝ Elínborg fædd-ist á Fáskrúðs-
firði 30. september
1927. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 11. júní
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán
Pálsson, f. 18.11.
1893, d. 21.2. 1973,
húsvörður í Flens-
borgarskóla í Hafn-
arfirði, og k.h. Anna Sveinhild-
ur Jónsdóttir, f. 30.12. 1896, d.
16.5. 1988. Stefán og Anna eign-
uðust tvær dætur, Áslaugu, f.
20.9. 1924, d. 7.6. 1934, og Elín-
borgu, sem oftast var kölluð
Ella. Hinn 14. september 1951
giftist Ella Guðmundi Bene-
diktssyni lækni, f. 11.12. 1924, d.
1.3. 2000. Foreldrar Guðmundar
voru Benedikt Ögmundsson,
skipstjóri, og Þórunn Helgadótt-
ir.
Ella og Guðmundur eign-
uðust fjögur börn: 1) Steindór, f.
17.6. 1952, verkfræðingur,
kvæntur Ingu Jónu Jónsdóttur,
f. 22.12. 1954. Börn þeirra eru:
a) Guðmundur Stefán Stein-
dórsson, kvæntur Ástu Maríu
Einarsdóttur. Þeirra börn eru
Arnar Vilhelm, Elín Anna og
húsvarðaríbúð í kjallara skólans
til 1961.
Árið 1946 trúlofaðist Ella
Steindóri Sveinssyni sjómanni,
en hann drukknaði 8. janúar
1947. Árið 1948 hóf hún nám í
Uppeldisskóla Sumargjafar,
sem síðar varð Fósturskóli Ís-
lands og útskrifaðist sem fóstra
vorið 1950 og starfaði sem
fóstra í um fimm ár eftir að hún
útskrifaðist.
Árið 1951 hófu Ella og Guð-
mundur búskap, en hann var þá
í læknanámi. Þau bjuggu fyrst á
Selvogsgötu í Hafnarfirði, en
fluttu í Kópavog 1960 á Digra-
nesveg og síðar á Hrauntungu.
Árið 1975 fór Ella aftur að vinna
utan heimilis og fékk starf sem
ritari á skrifstofu Fósturskól-
ans. Þar starfaði hún allt til árs-
ins 1993.
Guðmundur og Ella fluttu í
Miðleiti í Reykjavík 1986. Guð-
mundur hætti störfum sem
læknir 1991 þegar heilsu hans
hrakaði og hugsaði Ella um
hann þar til hann lést á heimili
þeirra árið 2000. Eftir það átti
Ella nokkur góð ár, en síðan fór
að bera á minnisskerðingu og
árið 2006 treysti hún sér ekki
lengur til að búa ein. Flutti hún
þá á heimili Áslaugar dóttur
sinnar og tengdasonar í hálft
annað ár, en 2008 fluttist hún á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar átti
hún friðsælt ævikvöld.
Útför Elínborgar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 19. júní
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Bjarki Steinar. b)
Sigurður Páll
Steindórsson.
2) Áslaug, f. 28.7.
1958, sjúkraþjálf-
ari, gift Sigurði
Thorarensen, f. 9.3.
1958. Börn þeirra
eru: a) Anna Berg-
ljót Thorarensen,
sambýlismaður
Gísli Ólafsson.
Hann á tvær dætur
af fyrra hjónabandi. b) Benedikt
Thorarensen, c) Ella Dís Thor-
arensen. 3) Þórunn, f. 18.5. 1960,
tónlistarkennari og söngkona.
4) Guðrún, f. 3.11. 1961, sjúkra-
þjálfari, gift Ara Eggertssyni, f.
5.12. 1959. Sonur þeirra er: a)
Eggert Arason. Dætur Ara frá
fyrra hjónabandi og stjúpdætur
Guðrúnar eru Helga og Nína.
Ella ólst upp á Fáskrúðsfirði
og bjó þar fram yfir fermingu.
Hún gekk í barnaskóla og lærði
m.a. á orgel. Árið 1943 fór hún
suður og útskrifaðist tveimur
árum síðar með gagnfræðapróf
frá Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði. Árið 1945 fékk Stefán
faðir Ellu starf sem húsvörður
við Flensborgarskóla og fluttu
þau Anna og Stefán til Hafn-
arfjarðar og bjuggu í
Elskuleg móðir okkar hefur
nú kvatt okkur endanlega. Und-
anfarin ár hefur hún verið á leið
inn í land minnisleysisins og
höfum við því verið að missa
hana smám saman. Þótt erfitt sé
að kveðja hana er ljóst að hún
er hvíldinni fegin.
Að hugsa um aðra, halda fjöl-
skyldunni saman, halda góðum
tengslum við ættingja og vini,
gæta þess að öllum liði vel og
samgleðjast ef vel gekk. Þetta
voru einkenni mömmu. Þegar
við börnin hennar dvöldum er-
lendis við nám eða starf skrifaði
hún vikulega og gætti þess
þannig að við fengjum að fylgj-
ast með því sem gerðist í fjöl-
skyldunni og halda tengslunum
eins og kostur var. Mamma var
aldrei eins ánægð og þegar hún
fann að fjölskylda og vinir voru
glaðir og sáttir. Hún hafði lag á
því að láta fólki líða vel í kring-
um sig og naut sín vel í góðum
selskap, ekki síst þegar lagið
var tekið.
Það var mikið sungið á heim-
ilinu og ekki var fyrr sest upp í
bíl en byrjað var að syngja. Hún
kenndi okkur ógrynni af vísum,
og þær komu aftur að góðu
gagni þegar við sungum með
henni á Hrafnistu. Þá naut hún
þess enn að sungið væri fyrir
sig og söng með, og oft á tíðum
kunni hún fleiri erindi en dæt-
urnar sem sungu með henni.
Barnabörnin hændust að
henni og fundu umhyggjuna, en
líka gleðina yfir samvistunum.
Það var gaman að koma til
ömmu og spila við hana eða láta
lesa fyrir sig og fá svo líka eitt-
hvað gott að borða.
Hún var fóstrumenntuð og
reyndi eftir föngum að vera já-
kvæð í uppeldi okkar, þótt
stundum væri það kannski erfitt
með fjögur kröftug börn. Eitt
dæmi er um dæturnar þrjár
hlaupandi undir bunu úr bilaðri
þakrennu í sveitaheimsókn. Að
sjálfsögðu urðu þær holdvotar.
Þá var hægt að hlæja með í vit-
leysunni og sækja handklæði og
þurr föt í stað þess að skamm-
ast.
Hún kom skoðunum sínum á
framfæri á ljúfan hátt, var aldr-
ei með læti eða yfirgang. Hún
hafði einnig lag á því að vita
hvenær hún gat dregið sig í hlé
og látið okkur taka ábyrgð. Með
því að sýna okkur traust kallaði
hún það fram í okkur að vera
traustsins verð. Við erum þakk-
lát fyrir allar góðar minningar.
Að lokum viljum við systkinin
koma á framfæri okkar bestu
þökkum til starfsfólks Hrafnistu
í Hafnarfirði fyrir frábæra
umönnun síðastliðin sjö ár.
Steindór, Áslaug, Þórunn
og Guðrún.
Tengdamóðir mín Elínborg
Stefánsdóttir er fallin frá og er
mér það ljúft að minnast hennar
með nokkrum orðum, því þó
manneskjan sé tekin frá okkur
getur enginn tekið minningarn-
ar.
Ég kynntist Ellu vorið 1978
þegar ég fór að gera hosur mín-
ar grænar fyrir Ásu dóttur
þeirra hjóna, Ellu og Guðmund-
ar Benediktssonar.
Eins og lög gera ráð fyrir var
ég taugaóstyrkur að hitta
tengdó í fyrsta sinn en sá ótti
reyndist óþarfur því nærvera
Ellu var einfaldlega þannig að
manni leið alltaf vel í návist
hennar.
Áður en við Ásu byrjuðum að
búa flutti ég inn á heimili
tengdaforeldra minna og kynnt-
ist þeim því vel og varð þess
fljótt áskynja hversu einstök
kona tengdamóðir mín var.
Fjölskyldan bjó í stóru og
glæsilegu einbýlishúsi við
Hrauntungu í Kópavogi á þess-
um árum, tengdaforeldrar mín-
ir, þrjár dætur og móðir Ellu,
Anna Jónsdóttir, elsta barnið
Steindór var floginn úr hreiðr-
inu. Ella var lærð fóstra og
starfaði hún sem ritari í Fóstur-
skóla Íslands samhliða því að
stýra stóru heimili.
Tengdamamma hafði alltaf
tíma fyrir alla og sýndi því sem
aðrir voru að gera einskærann
áhuga, þannig hugsaði hún alltaf
meira um aðra en sjálfa sig.
Ella og Guðmundur voru
dugleg að bjóða heim og sást þá
glögglega hversu mikla ánægju
Ella hafði af því að gleðja aðra
og sjá til þess að öllum liði vel.
Ein af þeim sem tengda-
mamma gladdi og leið ákaflega
vel í návist hennar var mamma
mín.
Eftir að pabbi dó var Ella
dugleg við að heimsækja
mömmu og létta lund hennar.
Fátt var líka skemmtilegra
en að fá „drottningarnar“ eins
og ég kallaði þær gjarnan, í mat
og horfa og hlusta á þær rifja
upp gömlu góðu dagana.
Ég upplifði tengdamömmu
sem hjálpsama, hjartahlýja, já-
kvæða og lífsglaða manneskju
sem kvartaði sjaldan þrátt fyrir
að upplifa ýmsa erfiðleika á
langri ævi.
Elsku tengdamamma, takk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig og opnaðir augu mín fyrir
og takk fyrir að vera móðir kon-
unnar minnar og amma
barnanna minna.
Guð blessi minningu þína.
Sigurður Thorarensen.
Hér er kvödd hinstu kveðju
Elínborg Stefánsdóttir, tengda-
móðir mín. Ella var algjörlega
einstök kona. Hún var um-
hyggjusamasta, ljúfasta og um-
fram allt jákvæðasta manneskja
sem ég hef þekkt. Allt frá því ég
kom fyrst inn í Hrauntungufjöl-
skylduna hennar hefur hún ver-
ið mér sem besta móðir og vin-
ur. Hún hefur verið og mun
ávallt verða mér fyrirmynd sem
ég get lært mikið af.
Ella var yndisleg manneskja.
Hún var greind kona, framtaks-
söm og sterk. Hún fór ung suð-
ur og bjó hjá ættingjum meðan
hún stundaði nám og tók gagn-
fræðapróf frá Flensborgarskól-
anum með afburða námsárangri.
Foreldrarnir voru eftir heima á
Fáskrúðsfirði og það lýsir Ellu
vel að hún frétti af starfi sem
gat hentað föður hennar, hvatti
hann til að sækja um og hann
fékk starfið. Þau Stefán og
Anna fluttu þá suður á eftir
dóttur sinni. Ella var afar um-
hyggjusöm um börnin sín og
þeirra fjölskyldur og barnabörn-
um sínum var hún yndisleg
amma. Hún studdi og aðstoðaði
okkur öll. Þegar við börn og
tengdabörn vorum að byrja okk-
ar búskap – stofna heimili – var
hún þar bakhjarlinn, ráðgjafinn,
kom færandi hendi með ýmis-
legt sem hún taldi vanta. Fjöl-
skyldan var ætíð í fyrirrúmi hjá
Ellu, en hún var kletturinn og
ráðgjafinn á bak við mun fleiri.
Ég vil lýsa Ellu sem ákaflega
glæsilegri konu. Konu með stíl.
Hún valdi föt sín og skartgripi
af mikilli smekkvísi, vel með-
vituð um liti og það sem fór
henni vel. Mér finnst gaman að
rifja upp og skoða myndir frá
liðinni tíð og úr ýmsum atburð-
um í fjölskyldunni. Þar geymast
myndir af Ellu í stórglæsilegum
kjólum sem hún skartaði við
þessi tækifæri.
Ella og maður hennar, Guð-
mundur Benediktsson læknir,
áttu einstaklega fallegt heimili
að Hrauntungu 50 í Kópavogi.
Húsið var stórt og sérlega fal-
lega hannað. Þar voru allir svo
hjartanlega velkomnir. Þar bjó
Anna (amma og langamma)
móðir Ellu í mörg ár. Þar
bjuggu um tíma börn ættingja
Ellu utan af landi sem sóttu
skóla fyrir sunnan og heimilið
stóð líka opið kærustupörum og
verðandi tengdabörnum. Þar
fékk ég tækifæri til að búa
sumrin 1976 og 1977 og í leyf-
um, bæði jól og sumur, á Sví-
þjóðarárum okkar Steindórs. Ég
naut þá umhyggju og elsku
bæði Önnu ömmu og ekki síður
tengdaforeldra minna, Ellu og
Guðmundar. Að eignast þessa
fjölskyldu var ómetanlega dýr-
mætt fyrir mig og mín gæfa.
Minningarnar um tímann á
Hrauntunguheimilinu og allar
skemmtilegu veislurnar hennar
Ellu og samverustundirnar með
góðu og skemmtilegu fólki þar
og síðar í Miðleitinu eru fjár-
sjóður sem gott er að leita í.
Ella mín:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín tengdadóttir,
Inga Jóna.
Elskuleg amma mín, Elín-
borg Stefánsdóttir, er látin. Lík-
lega hefur hún verið hvíldinni
fegin enda hafa erfið veikindi
markað síðustu æviárin.
Þegar ég hugsa til baka eru
allar minningar sem ég á um
Ellu ömmu ljúfar og góðar. Al-
veg frá því ég man fyrst eftir
mér var gott að koma í heim-
sókn til ömmu og afa í Miðleit-
inu. Svo gott reyndar að lítill
pjakkur, sennilega ekki eldri en
10 ára, gerði sér einu sinni ferð
þangað með strætó úr Vestur-
bænum án þess að láta nokkurn
mann vita. Amma tók steinhissa
á móti mér og fannst uppátækið
sjálfsagt nokkuð skondið. Hið
mikla ferðalag endaði með því
að ég fékk rúgbrauðsneið með
kæfu hjá ömmu og horfði sáttur
á sjónvarpið með afa þar til
pabbi kom að ná í mig.
Stundum sótti amma mig í Ís-
aksskóla og þá fékk ég að eyða
eftirmiðdeginum í vinnunni hjá
henni, Fósturskólanum. Það var
mikið ævintýraland. Fullt af
ókönnuðum göngum og kennslu-
stofum þar sem hægt var að
finna upp á ýmsu og gefa
ímyndunaraflinu lausan taum-
inn.
Amma var nú ekki að stressa
sig á hlutunum og það var lítið
um boð og bönn í þessum heim-
sóknum; allur skólinn var minn
leikvöllur en þó með örugga
heimahöfn á skrifstofunni hjá
ömmu.
Flestar minningar tengdar
ömmu eru samt frá samveru-
stundum fjölskyldunnar. Oftar
en ekki hittist öll fjölskyldan í
Miðleitinu. Borðaður var veislu-
matur sem amma framreiddi af
einskærri snilld, við krakkarnir
spiluðum síðan manna, földum
hlut eða fórum út að leika og á
meðan ræddi fullorðna fólkið
um daginn og veginn. Alltaf
voru þetta skemmtilegar og
notalegar stundir. Amma sá til
þess.
Það er með söknuði sem ég
kveð ömmu mína, þessa góðu
Elínborg
Stefánsdóttir
SJÁ SÍÐU 32